Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 42

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 42
22 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA ferð höfundar, sem hann raunar heitir ekki nema í fyrstu kapítul- unum, vefur söguna alla í hjúp angurblíðrar stemningar. Hvar eru nú hinar sterku ástríður frá æsku- verkum skáldsins? Þær eru hér að vísu, en þær brjótast ekki út í nein- um Heklu-gosum. Maður, sem held- ur dauðahaldi í gamla brúðu, af því hún er það eina, sem minnir á litla dóttur hans, og geymir vand- lega lykilinn að húsi unnustunnar, þótt húsið skyldi aldrei framar opn- að — það er alt og sumt. Þetta er enn hjónabands-drama í ætt við Vi Mordere. Það er kon- an, sem með óhófslöngun sinni og skorti á skyldurækni og alvöru, leggur eigi aðeins hjónabandið í rúst, heldur blandar líka alla æfi mannsins beiskju, með því að svifta hann þvi, sem hefði getað orðið eina huggun hans: dótturinni. Kon- an giftist aftur manni, sem er jafn- eigingjarn og nautnasjúkur og hún sjálf, og sem yfirgefur hana strax og honum leiðist hún til að fá sér aðra. Samt fær hún að halda börn- unum , seinni maðurinn kærir sig ekki um þau. Þótt ótrúlegt kynni að virðast, hefst nú hamingjusam- asta hluti æfi hennar. Sannar hún orð fyrra manns síns, “að hún gæti ekki orðið hamingjusöm, af því hún ríldi ekki gera neitt. Það er sama hvað þú gerir, hara að þú getir sagt um það síðar: þetta er mitt starf, þetta hefi eg sjálf gert.” En þegar börnin eru vaxin og vilja út í heiminn, þá kemur tóm- leikatilfinningin aftur, og þá verð- ur henni tíðhugsað til fyrra manns síns, sem hún tók alt frá. Nú skil- ur hún, hvað hún hefir gert hon- um, og samvizkan slær hana svo að hún þykist ekki geta lifað án fyrirgefningar hans. í raun og veru er það liún sjálf, sem ekki treyst- ist til að lifa án hans, og er ekki í rónni fyr en hún hefir krafist einnig þessarar fórnar. Og Richard færir henni einnig þessa fórn, jafnvænt og honum þykir um dóttur sína, sem alt í einu kemur til hans eins og engill frá himnum. Hann kemur heim á nátt- arþeli, opnar húsið með lyklinum, er konan hafði gefið honum með hönd sinni í gamla daga, sezt í gamla stólinn sinn til að bíða eft- ir því að hún komi á fætur—og deyr. “Sami strengurinn og í Vi Mor- dere, “So each man kills the thing he loves”. En hófsemin í lýsing- unum gengur sumstaðar næst þvf að vera fátækleg. Ef til vill stafar það meðfram af því, að sagan er ort til þess að vera kvikmynd. Þessi uppruni hefir og eflaust stuðl- að að því að gera atburðina plast- iska og valdið því, hvernig höfund- urinn notar tákn til þess að sýna hið innra líf, — eins og hann raun- ar gerir einnig í Höddu-Pöddu og Konungsglímunni, stundum líklega. eftir fyrirmynd Íslendingasagnanna. Hin þriðja og síðasta af þessum Hafnarritum Kambans á varla heima í sama flokki og þau. Sjálf- ur segir hann um ritið, að það sé runnið upp úr vestrænni menningu ófriðareftirkastanna, og hafið yfir stað og tíma. Nafnið og hugmynd- in minnir á enskt leikrit frá því um aldamótin,*) en óvíst er, hvort það er meira en bláber tilviljun. *) R. Ganthony, Message fom Mars, a fantastic comedy in three acts, N. Y. and London 1923.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.