Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 88
68
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
Allan, skozk-canadiska línuskipa-
eigandann, stofnanda Allan lín-
unnar.
í ársskýrslu innanríkismálaráðu-
neytisins 1893,*) er þess getið að
um 10,000 íslendingar séu búsettir
í landinu. Er komist svo að orði:
“Það er áætlað að rúmar tíu þús-
undir íslendinga séu búsettir víðs-
vegar í Manitoba og Vesturhéruð-
unum, en þar af búa fjórar þúsund-
ir í hinum stærri bæjum.” Tveimur
árum síðar, 1895, birtir ráðuneytið
í ársskýrslu sinni, skýrslu frá hr.
B. L. Baldvinsson, er þá var inn-
flutningaumboðsmaður stjórnarinn-
ar til íslands, yfir ferðalög hans
og innflutningastarf upp að árinu
1893. Getur Baldvinsson þess, að
á þeim átta árum, frá 1886 til 1893,
sem hann hafi þá starfað í þjón-
ustu stjórnarinnar, sé hann búinn
að flytja vestur og setja niður á
víð og dreif um Manitoba og Vest-
urhéruðin, 5,637 manns.**) Eftir að
Baldvinsson gaf þessa skýrslu, held-
ur hann enn áfram í þrjú ár, sem
innflutninga umboðsmaður, eða
þangað til stjórnarskifti urðu 1896,
og íhaldsflokkurinn víkur frá völd-
um. Á þessum árum telst honum
svo til, að vestur liafi flutt undir
lians leiðsögn og að hans áeggj-
an um 1400 manns. Verða það þá
ríflegar sjö þúsundir, er hann flyt-
*) “It is estimated that there are fullv
10,000 Icelanders settled througout Mani-
toba and the Territories, of whom some
1,000 are residing in large towns.“ Annual
Report of the Department of the Interior,
1893, p. 8.
**) “During the eight years from 1886
to 1893 -------I brought out and sett-
led in this country no less than 5,637
persons.’’ — Report of Mr. B. L. Bald-
vinsson, Icelandic Agent. Annual Report
°f the Department of the Interior, 1895,
P- 111.
ur vestur á þeim rúmum tíu árum,
sem hann er innflutninga umboðs-
maður, frá 1886 til 1896.
Nú er þess að gæta, að ekki er
hann eini agentinn, sem til íslands
er sendur á þessum árum, þó fleirl
vesturfara komi hann með en nokk-
ur liinna. Innflutningamálin voru
einhver allra stærstu áhugaefni allra
stjórnenda í landinu. Létu fylkis-
stjórnirnar þau eigi síður til sín
taka en sambandsstjórnin, og þar
sem sambandsstjórnina þraut, tóku
þær við. Landið var gott; á stór-
um flákum óbygt, mannkrafturinn
of lítill til þess að standa straum
af þeim fyrirtækjum, sem fylkja-
sambandið hafði í för með sér.
Vesturlandið bauð “ábýlisjarðir ó-
keypis fyrir miljónir manna”, eins
og auglýsingar þein’a tíma kom-
ust að orði. Það þurfti meiri fram-
leiðslu, er skapað gæti auö í land-
inu og meiri flutning fyrir hinar
dýru járnbrautir, er lagðar höfðu
verið frá hafi til hafs. Framleiðslu-
magnið varð aðeins aukið með
meiri mannafla, er eigi fékst nema
með jöfnum og stöðugum inn-
flutningi.
En ekki stóð á sama livaðan sá
innflutningur kom. Ákjósanlegustu
inflytjendurnir þóttu þeir, er van-
ist höfðu einhverskonar lýðstjórn
heima fyrir, er voru upplýstir á
liorð við þá, sem fyrir voru í land-
inu og höfðu sem mest sameigin-
legt með þeim, í hegðun, siðum og
skoðunum á lífinu. Þá þótti það
kostur, ef, að uppruna og ættuni
fram, þeir voru af sama ættstofni
og hinar ensku mælandi þjóðir.
íslendingar höfðu alt þetta til
að bera. Þeir voru samstofna hinni