Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Síða 111

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Síða 111
ÁRSÞING 91 skapar í Vesturheimi. Með því að nokkrar umræður höfðu orðið um það, hvort útbreiðslunefnd hefði ætlast til að Fálkarnir gengju inn í Þjóðræknisfélagið sem einstakir meðlimir eða sérstök deild — kvað hann það hafa verið skiling sinn og Fálkanna að þeir gengju inn sem sérstök deild er gildi 50c af hverjum meðlim til Þjóðræknisfélagsins. Hins- vegar hefði hann fyrir hönd stjórnar- nefndar heitið Fálkum því, með því að þeir væri mjög fjárþurfi, að þeir skyldu framvegis njóta framlags úr félagssjóði eins og að undanförnu, svo að þeir biðu engan fjárhagslegan hnekki af þessu sambandi. Jóh. P. Sólmundsson lýsti því yfir, að þessi hefði og verið skiln- ingur sinn í útbreiðslunefndinni og hefði nefndin aðeins undanskilið hina ensku meðlimi af því að lög mæla svo fyrir, að þeir geti ekki orðið félagar í Þjóð- ræknisfélaginu og í öðru lagi af því að hún hefði álitið, að hinir útlendu með- limir Fálkanna mundu ekki kæra sig neitt um það, og í þriðja lagi hefði hún þess vegna viljað létta þeim kostnaði af Fálkum að greiða 50c af hverjum þessum meðlimi inn í Þjóðræknisfélagið. Taldi ástæðulaust fyrir hina útlendu meðlimi Fálkanna að láta sér mislíka þetta. Vara-forseti séra R. E. Kvaran taldi, að nauðsynlegt mundi vera að vísa þessum lið til baka til nefndarinnar, með því að af álitinu væri helzt að skilja, að hún ætlaðist til að meðlimir Fálkans gengi inn í Þjóðræknisfélagið sem einstakir félagar með fullu ársgjaldi. Séra Guðm. Árnason, formaður út- breiðslunefndarinnar, kvaðst ekki sjá annað en að nefndarálitið, væri í fullu samræmi við tillögur stjórnarnefndar, og kvað það yfirleitt hafa verið skilning nefndarinnar, að félagið gengi inn sem deild. Væri álitið ef til vill óskýrt orðað að þessu leyti. Var þá leitað álits Carls Thorlakssonar, sem mættur var á þing- inu fyrir hönd Fálkanna, og kvaðst hann ekki sjá, að fenginni skýringu út- breiðslunefndar, að neitt væri að athuga við að- samþykkja þenna lið álitsins. birðu enn um það nokkrar umræður, og tysti Ásgeir Blöndahl því yfir, að út- breiðslunefndin hefði áreiðanlega engan þröskuld viljað leggja í veg fyrir það, að Fálkarnir gætu gengið inn í Þjóð- ræknisfélagið, með sem rýmilegustum skilyrðum, og lýsti gleði sinni yfir því, að komið hefði til samninga um þessi efni, og kvaðst vilja þakka forseta fyrir framgöngu sína í málinu. Dr. Rögnvaldur Pétursson gerði þá tillögu, og Ragnheiður Davíðsson studdi, að liðurinn yrði samþyktur óbreyttur og var það samþykt. 2. 1-iður. — Árni Eggertsson gerði til- lögu og J. J. Húnfjörð studdi, að þesst liður væri feldur úr álitinu. Jóh. P. Sólmundsson skýrði frá því, hvað fyrir nefndinni hefði vakað: Aðeins að ekki væri veitt meira til útgjalda á þessum lið en vissa væri fyrir að borgaði sig. Benti á að ef liðurinn yrði feldur, væri engin heimild til þess fyrir væntanlega stjórnarnefnd, að veita neitt fé til út- breiðslustarfsemi, nema önnur ákvæði kæmi fram. Taldi það varhugavert að taka þannig algerlega fyrir fjárveitingu til þessara mála, þótt hins vegar væri svo til ætlast að félagsstjórnin færi var- lega í þessum sökum á næsta ári. -—• Á. P. Jóhannsson benti á að fyrir nefndinni hefði vakað, að einhver kynni að vilja takast ferð á hendur til að safna á- skriftum að riti félagsins og fá menn til að gerast félagar Þjóðræknisfélags- ins um leið, með þeim kjörum að fá það sem næmi fyrsta ársgjaldi hinna nýju félaga. Væri þetta enginn kostnað- ur eða áhætta fyrir félagið. Agúst Sædal taldi ekkert varhugavert við sam- þykt þessa liðs nefndarálitsins, og taldi að margir mundi glaðir vilja safna á- skriftum að Þjóðræknisfélagsritinu, með þessum kjörum. Séra Guðm. Árnason benti á, að einnig hefði vakað fyrir nefndinni, að það væri uppörfun fyrir fólk út um sveitir, að fá einstöku sinn- um menn til sín, til að spjalla um þessi málefni, en hins vegar hefði nefndin ekki séð sér fært að leggja til, að heim- ilað yrði mikið fé úr félagssjóði til slíkr- ar starfsemi á árinu. J. J. Húnfjörð taldi alt eins nauðsynlegt, að senda menn þess erindis um Winnipegborg, að safna mönnum saman í Þjóðræknisfé- lagið, enda væri hér búsettur mestur fjöldi Islendinga. Ragnar E. Kvaraon.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.