Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 56

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1932, Blaðsíða 56
36 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kalt og degi hallar. Þú heldur báð- um höndum um klettanibbu, sem er fyrir ofan þig, og þú tyllir öðr- fæti á ofurlitla snös. Þú kemst ekkert áfram fyrir manninum, sem komið hefir á móti þér. Þú getur með engu móti snúið aftur, og hann getur það ekki heldur með neinu móti. Hvað áttu til bragðs að taká? — Ertu sofnaður eða hvað?” “Nei,” sagði eg; “eg er vakandi.” “ Nú verður þú á örfáum augna- blikum að íhuga og álykta, hvað þú eigir til bragðs að taka. Eitt er víst: Annarhvor ykkar verður að hrapa, svo hinn komist lífs af. En nú er maðurinn, sem er í vegi fyrir þér, svarinn fjandmaður þinn — sá eini óvinur, sem þú hefir átt, — maðurinn, sem hefir gert þér alt það ilt, sem hann hefir rnegnað — maðurinn, sem hefir eyðilagt öll þín fyrirtæki, varpað skugga á all- ar þínar björtustu vonir, hefir sýrt líf þitt, og gert þig að einstæðing og auðnuleysingja —maðurinn, er á þá konu, er eitt sinn var unnusta þín og þú elskaðir af öllu hjarta — maðurinn, sem þú veizt með fullri vissu, að vill þig feigan. Það er liann, sem nú er í vegi þínum þarna í bjarginu, og er í lífsháska staddur eins og þú. — Annarhvor ykkar verður að hrapa. Þú verður að gera út um það á örfáum augna- blikum. Og hvor ykkar er það þá, sem á að komast lífs af?” “Maður hugsar og ályktar harla lítið á fáum augnablikum,” sagði eg. “Það má hugsa heila Jobsbók og Harmagrát Jeremíasar að auki, á örfáum augnablikum, þegar um lífið er að tefla. Þú ert ungur og hraustur, og þú vilt umfram alt lifa um hríð, jafnvel þó lífið sé orðið þér þung byrði. Og þú veizt líka, að fjandmaður þinn hefir mjög sterka þrá til að lifa. Hann mun reyna að hanga í klettinum í lengstu lög — hann lætur ekki undan fyr en í fulla hnefana. Hann er ungur og hraustur rétt eins og þú, og jafnoki þinn að allri at- gerfi og karlmensku. Þið getið að vísu báðir hrapað; ekki sízt, ef þið gerið hina allra minstu tilraun til að ná í hvorn annan. Og fjand- maður þinn mun ekki sleppa taki á klettasnösinni, sem hann heldur nú um dauðahaldi, án þess að grípa þig um leið og láta þig fylgj ast með sér ofan fyrir bjargið. Honum mun aldrei koma það til hugar, að fórnfæra sér fyrir þig, sem hann hatar. Um það máttu vera viss. En þú veizt, að þú ert engu bættari fyrir það, þó þið hrap- ið báðir. Þú finnur jafnvel til þess í hjarta þínu, að þú kærir þig ekk- ert um að hann hrapi — þú vilt hann ekki feigan, og þér yrði mjög illa við að sjá hann detta ofan fyr- ir klettinn; þér finst að það myndi hvíla sem þungt farg á samvizku þinni alla æfi. Hann mundi aftur á móti ekkert samvizkubit hafa út af því, þó þú hrapaðiri hann mundi ekki kenna sér um það; og hann mundi engum segja frá því að hann hefði mætt þér í bjarginu. Það leyndarmál yrði aldrei uppvíst. — Enginn fengi nokkurn tíma að vita, með hvaða liætti þú hefðir hrapað. Lík þitt mundi, ef til vill, finnast; en engum yrði það ljóst, nema fjandmanni þínum, á hvaða hátt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.