Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 26

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 26
8 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Garðar, N.Dak., „Esjan“ (1939), Árborg, Man., „Gimli“ (1943), Gimli, Man., „Aldan“ (1944), Blaine, Wash., „Lundar“ (1946), Lundar, Man., og „Ströndin“ (1956, sambandsdeild frá 1946), Vancouver, B.C. Ennfremur sambandsdeildirnar „ V e s t r i “ , Seattle, Wash., og „The Icelandic Society of New York“, sem báðar sameinuðust félaginu á ný fyrir nokkurum árum (1959 og 1960). Eftirfarandi deildir voru einnig vel starfandi um allmörg ár: „ísa- fold“ (1939), Riverton, Man., „Skjald- borg“ (1942), Mikley (Hecla), Man., og „Grund“ (1943), Argyle, Man. Deildir félagsins, að sambands- deildum þess meðtöldum, brúa álf- una frá New York til Seattle og Vancouver, og bera því vitni, hvað félagið stendur víða fótum að ó- gleymdum félagsmönnum, sem dreifðir eru um álfuna bæði í Kan- ada og Bandaríkjunum, og á íslandi. Umræddar deildir eiga eðlilega við mismunandi aðstæður að búa, sem hefir sín óhjákvæmilegu áhrif á starfsemi þeirra. Fjölmennustu deildirnar eru í Vancouver, Árborg, Winnipeg og Gimli, enda mun starf þeirra með hvað mestum blóma. Hinar deildir félagsins halda einnig furðu vel í horfinu, þegar fækk- un hinnar eldri kynslóðar er tekin með í reikninginn, bæði vegna þess, hve fylking hennar þynnist nú óðum, og einnig vegna brottflutn- ings eldra fólksins úr hinum eldri byggðum vorum vestur á Kyrra- hafsströnd, og á það ekki sízt við um Vatnabyggðirnar í Saskatche- wan. En þá er þess jafnframt að minnast, að ýmsir þeir, sem bezt voru starfandi að þjóðræknismál- unum í fyrri heimahögum sínum, halda áfram að vinna þeim málum síðan vestur kom, hvort heldur er t.d. í Vancouver, Blaine eða Seattle. Ennfremur skyldi það þakklátlega munað, að á ýmsum þeim stöðum, þar sem eigi hefir lengur reynzt fært að halda uppi deildastarfsemi, eru enn einstaklingar, og jafnvel nokkur hópur þeirra, sem halda trúnaði sínum við málstað Þjóð- ræknisfélagsins og sýna í verki ræktarsemi sína við íslenzkar menningarerfðir. En svo að horfið sé aftur að deild- um félagsins, þá er það augljóst mál, enda oft á það bent í skýrslum for- seta, að þær eru hornsteinar starf- semi þess, og framtíð félagsins því undir því komin, hvernig þeim farnast. Með þeirri staðhæfingu er, hins vegar, alls ekki verið að gera lítið úr starfi eða stuðningi ein- stakra félagsmanna eða gildi starfs þeirra fyrir félagsheildina. „Því dáð hvers eins er öllum góð, hans auðna félagsgæfa“, sagði Einar skáld Bene- diktsson réttilega og viturlega. Rúm leyfir eigi að rekja í þessari frásögn starfssögu deildanna, þótt maklegt væri, en ársskýrslur þeirra, sem birtar eru í Tímariii félagsins, varpa nokkru ljósi á starf þeirra Þær sýna, að deildirnar hafa í starfi sínu, eftir ástæðum haldið vakandi áhuga á þjóðræknismálum og ís- lenzkum menningarmálum í víðtæk- ari skilningi, með ýmiskonar sam- komuhöldum, móttöku gesta heim- an um haf, eða annara heimsækj- enda til fræðslu og skemmtunar, sem tíðum hafa þá verið á vegum Þjóðræknisfélagsins. Sérstaklega mikilvægt hefir verið það verk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.