Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 60

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 60
42 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA lega komna. Eitt af því sem ég bjóst við að sjá í Foam Lake ferð- inni var náttúrlega þú, en svo varð það nú ekki, og auðvitað þótti mér það slysni, ekki sízt vegna þess, að einhverjir gátu þess til við mig, að þú myndir vera lasinn, þú hefðir svo sterklega búizt við að koma. Jæja, það var gott það var ekki nema það, að þú varst prettaður um keyrslu, fyrst svona fór. Já, þökk fyrir bréfið og lýsingarn- ar á fjölmenninu þínu. Bréfið geng- ur hér milli fólksins míns, frænd- anna þinna, eins og myndabók. Allir vilja sjá ættingjana. Sjálfur hefi ég orðið „átta barna faðir í Álfheimum“. Einn dreng hefi ég misst, sjö á ég lifandi, 4 drengi og 3 stúlkur, öll eins mannvænleg og fólk gerist, bæði til sálar og líkama og fremur vönduð í sér. Baldur er elztur, hægur í fasi og ljóshár og fremur stór, sterkur í bezta lagi og hefir gaman af hest- unu Hann er giftur og á tvö börn, son og dóttur, og er nýfarinn að búa sér, 2 mílur héðan. Guðmundur er næstelztur, dökk- hærður og móeygður, hagur á smíð- ar, giftur og á líka dóttur og son, býr enn hér heima 1 húsi á heima- jörð okkar. Þá er Jakob, dökkhærður meðal- maður duglegur og ögn mislyndur, seinn til svars og svipar ögn í Bárð- dælakynið. Tvíburar eru þær Stefaný og Jóný — Stefaný er dökkhærð og móeygð, svipar í föðurkyn mitt, til Guðnýjar heitinnar á Eyjadalsá. Jóný er bjarthærð og bregður til Reykjarhólskynsins, móðurættar minnar. Þetta fólk má heita full- orðið og öll eru þau heima, nema Baldur. Gestur er yngstur drengjanna, 15 ára, ljóshærður og líkist líklega Baldri í sjón. Yngst er Rósa, 8 ára, hálf-blökk og nokkuð næm eftir aldri. Annars mórillast allir mínir krakkar með árafjöldanum. Þú ættir að bregða þér hingað vestur með tímanum og sjá frænd- lið þitt. Þetta eru ekki nema liðug- ar 300 mílur á milli, beint í vestur. Margt gæti maður skrafað, sem enginn endist til að skrifa. Ég þakka þér fyrir ljóðin þín. Ég hefi lesið þau en enga málvillu fundið, sem ég þekki. En þar er ekki til „manns að moka“ þar sem ég er, með málfræðina, barnaskólabarn ræki mig þar í vörðurnar. Bezt þyk- ir mér hjá þér „Ó fsland þjóð er ekki mál.“ Svona er ég innrættur. Öll lýsa kvæðin góðviljuðum manni, en viðkvæmum. Góð er síðasta vís- an í „Fátækrafjölákyldan“. Ég á bágt með að lofa eða lasta ljóð ann- arra, ekki sízt að hæla þeim við þá sjálfa. Eftir allt, erum við sem kváð- um, eins og börnin með gullin sín, við breiðum þau út og sýnum fólk- inu þau, og þau eru því sjaldnast eins mikils virði og okkur. Ég hefi haft, að þessu, stráka-lukku með ruglið mitt, ég veit það. Kröfur til skáldskaparins eru að breytast, og ég 'hefi flotið á breytingunni, það er allt og sumt. Mér hættir til að rífa mig upp úr öllu hljóðum, og met það kannske of mikils hjá öðrum, enda hefir mér verið sagt að ekkert blítt né inni- legt sé til í ljóðunum mínum, og alt sé þar kalt og þurrt. Þetta bréf er verra en vera ætti,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.