Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 78

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 78
60 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Ógát er það á bls. 67, að iþýðandi vísunnar eftir Bólu-Hjálmar, dr. G. J. Gíslason, hafi komið fulltíða frá íslandi og því ekki kunnað ensku. Hann var vel metinn læknir í Norður Dakota, ólst þar upp og fékk alla sína menntun á ensku. Enda ber vísan einmitt þess merki, að hann kunni ekki íslenzkt-skáldamál — hefir að líkindum aldrei lesið Snorra eða íslenzkar rímur, og því misskilið kenninguna „leturs lönd“. Er þýðing Craigie’s óneitanlega betri, þótt blómangan Hjálmars hverfi. G. J. * * * Gísli Jónsson, Haugaeldar, Rit- safn, Inngangur eftir dr. Stefán Einarsson, Bókaútgáfan Edda, Ak- ureyri. Þegar ritdómur þessi birtist, hefir höfundur ofangreinds verks fyllt áttunda ár hins níunda tugar. Þess vegna er það ergin goðagá að nefna hann aldursforseta íslenzkra skálda og rithöfunda báðum megin hafs. „Haugaeldar“ er fjölskrúðugt rit- gerðasafn. Fyrsti hlutinn fjallar um tónskáld, annar hluti um flest milli himins og jarðar, sá þriðji um samtíðarmenn lífs og liðna. Lokakaflinn hefir að geyma formáls- orð bóka. Flestar ritgerðanna hafa áður birzt í blöðum og tímaritum nema upphafsritgerð þriðja þáttar og jafnframt lengsta greinin í bók- inni, „Heiðarbúinn og ættmenn hans“. „Haugaeldar" er stór bók eða fjögur hundruð blaðsíður. Því fer þó fjarri, að höfundur hafi gerzt langorður, heldur eru skrif hans öll gagnorð, stílhrein og án allra end- urtekninga. Heildareinkenni safns- ins eru stíllipurð, sem kalla má næsta fágæta, vandvirkni og samúð með viðfangsefnum. Markmið höf- undar er tvenns konar: að fræða lesendur og bregða upp fallegum myndum. Neikvæð gagnrýni á sér hvergi friðland í bókinni. Undirrituðum er gjarnt að líta á Ritgerðasafn Gísla Jónssonar sem heimild um hann sjálfan og samtíð hans. Austfirzkur uppruni höfundar kemur víða fram, og öruggt sönnun- argagn höfum við hér um það, að Austurland og raunar allt Island sleppa ekki tökum á niðjum sínum, þótt þeir dvelji langa ævi í miklum fjarska við æskustöðvar. Veraldlegum auð var ekki til að dreifa á æskuheimili höfundar í Jökuldalsheiðinni. Ljóst er það þó, að ófáir geislar mennta og menn- ingar smugu snemma um glugga og gættir á Háreksstöðum, og miklum mun hefir tungutak á því heimili verið íslenzkara en tíðkaðist meðal sumra löglærðra Hafnarstúdenta. Þegar Gísli Jónsson sá dagsins ljós, var ísland að þokast út úr mið- öldunum og íslenzka þjóðin að vakna til meðvitundar um, að móð- urmál sitt væri hvorki ill danska né bjöguð íslenzka með latneskri orðaskipan, heldur tunga Jónasar og þeirra manna, sem skrásettu sagnir um útilegumenn og drauga og aðrar þjóðlegar vættir. Þetta tungutak hlaut höfundur „Hauga- elda“ að erfðum, og ætla ég það mikla ofrausn að reyna að lagfæra það eða leiðrétta. Vænlegra mun reynast að lesa ritgerðir Gísla sem vandlegast og reyna að nema af þeim eftir föngum. Gísli Jónsson brautskráðist frá Möðruvöllum skömmu fyrir síðustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.