Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 52

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 52
34 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Visiir og veraldargengi Ráða verður af líkum, að fremur muni iþað hafa verið óvanalegt, að nokkur einn maður hafi haldið viki- vakana eða aðrar hliðstæðar sam- komur á eigin kostnað, heldur munu menn hafa lagt saman, þeir er skemmtunarinnar nutu. — Auðvitað var þá munur mannvirðinga og skapgerðar engu minni en nú, svo að eflaust hafa verið til þeir höfð- ingjar og rausnarmenn, sem lögðu metnað sinn í að bjóða til veglegs gildis, og sakar ekki að geta þess í því sambandi, að á Jörfa bjuggu jafnan efnamenn og hýstu stór- mannlega, svo að það hlýtur að hafa ráðið nokkru um, að sá staður vald- ist til þessa skemmtanahalds öðrum fremur, a.m.k. á Vesturlandi. Til þess hefur þurft rúmgóð húsakynni, mat og „mjaðarföng minnst til þriggja vikna“, eins og Davíð segir í ágætu kvæði um Jörfagleði, en fyrr á öldum var ekki á allra færi að veita það hverjum, sem hafa vildi; þeir voru fleiri, sem höfðu nóg með sjálfa sig. „í dansinn allir bruna . . ." Jörfi stendur sunnanmegin í Haukadal miðjum undir háum, samnefndum hnúki. Eins og áður segir var á þessum bæ haldin fræg- asta gleðisamkoma fyrri alda á ís- landi í formi dansleika, enda hefur nafnið Jörfagleði oft verið notað síðan, þegar menn hafa þurft að lýsa alltaumlausum skemmtunum, en gleðin í Dölum vestur mun í eðli sínu ekki hafa verið ósvipuð nú- tíðar-þorrablótum íslendinga. Langt fram á sautjándu öld var gleði haldin á Staðarfelli fyrir vest- urhluta Dalasýslu, en þótti ekki slík sem á Jörfa. Eftir að Staðarfells- gleðin var úr sögunni var fjölmennt enn meir að Jörfa, en þangað sóttu auk Dalamanna Skógstrendingar og Hrútfirðingar og ef til vill einhverj- ir fleiri, þó að ekki séu um það sagnir. Hreinlífi þótti þar sjaldan á háu stigi, en svo mikið kapp lagði bæði hefðarfólkið og alþýða manna á að sækja Jörfagleðina, að vinnufólk gerði það að ráðningarskilyrði, að það mætti fara þangað. „Hér er kominn Hoffinn" Ekki er vitað með vissu, hvernig gleðileikir liðinna alda fóru fram, hvort sem það var á Jörfa eða ann- ars staðar, né hvað á skemmti- skránni var. Sjálfsagt hefur það ver- ið mismunandi eftir tímabili, sveit og sýslu. Sennilega hefur samkom- an hafizt með borðhaldi. Einhvers staðar er þess getið, að Jörfagleði hafi verið haldin á baðstofugólfinu, þar eð jafnan var fremur stórhýst á Jörfa. Þá er snæðingi var lokið á viki- vakanum, var tekið til drykkju, og var þá borin vínskál inn í veizlu- salinn, sem kölluð var vítabikar, og var þá sungin þessi vísa: „Bolli víta borinn er inn, bragnar mega hann finna, að skemmta þeim í skilnaðinn, svo skuli þá til hans minna“. Síðan var skálin drukkin og ef- laust fleiri minni, og tóku menn svo að dansa. Það af fólkinu, sem lék ekki, sat á palli og horfði á. Stund- um kváðust karlar og konur á vísur, og margt annað var haft til skemmt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.