Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 66

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 66
48 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA settu ráði. Þegar þú hefir gengið frá þessu, sem þú getur, sendu það á safn heim, t.d. dr. Guðmundi Finn- bogasyni, með þeim fyrirmælum sem Iþér sýnist, t.d. að engum sé opið né lesið í vissan árafjölda, (sumt eða allt) nema ritverði, og sé hann svo sjálfráður að stinga undir stól, ef eitthvað að hans dómi sé um skör fram sagt og óverðskuldað, eður of ómerkilegt til geymslu. Ég er nú bara að brjóta upp á þessu, þér til hugleiðingar, en ekki sem nein „álög“. Engar eru fréttir, nema örðug tíð og aðstæður manna, þó allt skrölti sjálfsagt af á endanum, eins og vant er. Já, ég vildi þú værir meira nær- lendis. Ég gæti t.d. léð þér nokkrar nýjar ágætisbækur að heiman, sem þú hefir kannske ekki séð enn, og lítið verður líkl. hér getið, því okkur skortir menn sem hafa máttinn til þess. Sjálfur er ég ekki vel hraustur. Líkl. með „árar í bát“, að því er iðjusemi snertir. Settist inn frá vana-verkum litlu fyrir jól, og hefi ekki annað aðhafzt en hirða um eldstæði og eldivið og skrifa kunn- ingjum mörgum, sem ég skuldaði það. Með kærri kveðju okkar. Þinn fornfélagi — Stephan. Bréf frá Stephani G. Síephanssyni til Thorsiínu Jackson 13-3-1927. Box 76. Markerville, Alberta, Can. Miss Th. Jackson, 531 W. 127 Street, New York. Góða vina — Þökk fyrir bréf, æði- löngu ritað en nýkomið. Fyrirgefðu blýið. Ég er enn illa pennafær. Hefi laka fótaferð, haltur og hálf-hand- arvana og reikull í gangi — hægra megin meira, eins og minn kvilli hagar því. En þó, ég hefi setið í stól stund á dag nú í viku — 'Verra var það. Mínir meðhjálparar hér seldu bók þína uppá $94.50 alls. Ögn hjálpaði ég og Rósa dóttir mín til. Ekkert tókum við í sölulaun. Send- um Hall allt sem áskotnaðist. Gerð- um það ekki illa eftir ástæðum. Byggð íslendinga hér fámenn og strjál. Hér eiga þökk skilið sveit- ungar mínir, góðir drengir, Jón Sveinsson að Markerville og Ófeig- ur Sigurðsson R.R. No. I, Red Deer, Alta. Þakka þér velvild þína til okkar viðvíkjandi myndum þínum, en ó- fært er það kostnaðar vegna, hér er svo langt undan landi, nema svo bæri til að þú kæmir vestur á Kyrrahafsströnd. Það er þá ekki kostnaðarsamur krókur. Vinsamlega, Stephan G. 27-3-1927. Box 76. Markerville, Alberta, Canada. Vinkona góð. Þökk fyrir bréfið þitt frá 20. þ.m. og hitt ekki síður, hversu margir, ótrúlega margir, það eru, sem hugsa hlýtt til mín nú orðið og næstum ótilunnið af mér. Eflaust ætti það að verða mér að heilsubót, svo inni- lega sem þess er óskað af ýmsum. Bréfin bera þess vitni nú. Þó er hitt aðalerindið mitt, að þakka þér, að þú skrifaðir „verka- mönnunum“ okkar góðu hér, Jóni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.