Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 43
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 45 ÁRA
25
einu máli um það, að hér sé göfug-
um málstað að vinna. (Frekari frá-
sagnir um þetta mál er að finna í
þingtíðindunum).
Þá er annað merkismál, sem snert-
ir jafnt oss íslendinga vestan hafs
og landa vora heima á ættjörðinni,
sem félagið hefir haft með höndum
undanfarið. Eins og kunnugt er, lét
Ríkisstjórn íslands slá gullpening til
minningar um Jón Sigurðsson for-
seta í tilefni af 150 ára afmæli hans.
Peningurinn er seldur bæði innan
lands og utan, og verður ágóðanum
af sölunni varið til framkvæmda á
fæðingarstað Jóns Sigurðssonar,
Rafnseyri við Arnarfjörð. Að til-
mælum forseta íslands hefir Þjóð-
raeknisfélagið tekið að sér sölu
uiinnispeningsins vestan hafs, og
féhirðir félagsins, Grettir L. Jó-
hannson ræðismaður, haft umsjón
uieð henni, og orðið allvel ágengt,
enda sæmir oss Vestur-íslending-
um það eitt, að leggja því máli lið,
°g eiga með þeim hætti nokkurn
þátt í því að endurreisa og fegra
fæðingarstað hins mikilhæfa og
astsæla stjórnmálaleiðtoga ættjarð-
ar vorrar.
Milli Háskóla íslands og Þjóð-
ræknisfélagsins eru sterk tengsl,
oins og saga þess sýnir. Taldi félag-
ið sér því mikla sæmd að því að
þiggja virðulegt boð Háskólans um
að eiga sérstakan fulltrúa á 50 ára
afmælishátíð hans haustið 1961.
Sótti forseti félagsins Háskólahá-
tíðina, flutti þar kveðju félagsins og
afhenti skrautritað ávarp frá því.
En núverandi rektor Háskólans, Ár-
naann Snævarr lagaprófessor, lætur
sér mjög annt um viðhald ættar-
banda og menningarlegra samskipta
milli íslendinga yfir hafið, eins og
gert hafa forverar hans í rektors-
embættinu.
Öllum, sem annt er um að halda
við og efla ættar- og menningar-
tengsl íslendinga yfir hafið, má
vera það mikið fagnaðarefni, hve
gagnkvæmar heimsóknir þeirra í
milli hafa farið í vöxt á síðustu
árum, og eiga hinar tíðu og greiðu
flugferðir milli íslands og Vestur-
heims vitanlega mestan þátt í því.
Á þjóðræknisþinginu í fyrra var
þess að verðleikum sérstaklega
minnzt, að sumarið áður voru 15 ár
síðan fyrsta hópferð var farin á
vegum Loftleiða frá Winnipeg til
Reykjavíkur, er Grettir L. Johann-
son ræðismaður skipulagði, sam-
tímis voru tíu ár liðin frá því að
Loftleiðir hófu reglubundnar flug-
ferðir milli Vesturálfu og íslands, og
hafa þær með þeim beinu og tíðu
flugferðum sínum lagt ómetanlegan
skerf til viðhalds ættartengsla og
menningarlegra samskipíla íslend-
inga yfir hið breiða haf. Minnug
þess, bauð stjórnarnefnd Þjóðrækn-
isfélagsins Loftleiðum að eiga full-
trúa á fyrrnefndu ársþingi félags-
ins, er jafnframt væri gestur þess.
Sótti Sigurður Magnússon, upplýs-
ingastjóri Loftleiða, þingið sem full-
trúi félags síns og gestur vor. Flutti
hann kærkomnar kveðjur heiman
um haf og prýðilegt erindi á þing-
inu, og sýndi þar áhrifamikla kvik-
mynd. Var hann um allt hinn á-
kjósanlegasti fulltrúi heimaþjóðar-
innar og félags síns. (Um komu
hans, sjá annars þingtíðindin og ít-
arlegar frásagnir í Lögbergi-Heims-
kringlu, þar sem ræða hans er einnig
birt).