Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 45

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 45
ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGIÐ 45 ÁRA 27 anleg heimsókn forsetahjóna ís- lands, herra Ásgeirs Ásgeirssonar og frú Dóru Þórhallsdóttur, haustið 1961. Samkvæmt ósk Ásgeirs for- ;seta skipulagði stjórnarnefnd fé- lagsins ferðir forsetahjónanna og föruneytis þeirra um byggðir ís- lendinga í Kanada, undir forystu 'Grettir L. Johannsonar ræðismanns og féhirðis vors, er leysti það verk af hendi með mikilli prýði. Var Þj óðræknisfélaginu sýnd mikil við- urkenning og stambærilegt traust ^uieð þessari ósk forsetans. Hitt er alkunnugt, hver sigurför og um leið sómi íslendingum heimsókn forsetahjónanna var, og hve sterk stoð var með henni hlaðin undir trúna milli fslendinga yfir hafið. Um þessa sögulegu ferð vil ég að öðru leyti vísa til hinnar prýðilegu greinar Haralds Bessasonar pró- fessors og vara-forseta félags vors, >>Heimsókn forseta íslands til Kan- ada“ (Tímarii ÞjóSraeknisfélagsins 1962). Stuttu eftir að hann varð forseti íslands, sýndi Ásgeir Ásgeirsson Þ j óðræknisf élaginu einnig þann soma að gerast heiðursverndari Þess, eins og Sveinn Björnsson for- seti, fyrirennari hans. Hið sama hefir núverandi Landstjóri Kanada, His Excellency the Right Honorable George P. Vanier, gert eins og fyrir- rennarar hans hver eftir annan. Lýsir sú afstaða þessara mikilsvirtu þjóðhöfðingja beggja megin hafsins Uiikilli góðvild í garð Þjóðræknis- félagsins og um leið viðurkenningu a hlutverki þess og starfsemi, sem Ver félagsmenn metum og þökkum. Félagssíarfið út á við Að því var vikið í byrjun þessa máls, að einn af meginþáttunum í starfi Þjóðræknisfélagsins væri sú hliðin, er snýr að erlendum mönn- um og þjóðum, með öðrum orðum: Kynning á íslandi, sögu þess, bók- menntum og menningu. Að þessu mikilsverða verkefni hefir félagið unnið með mörgum hætti, beint og óbeint, eins og þegar hefir verið getið að nokkuru, svo sem með fram- lagi sínu til útgáfu hinnar ensku íslandssögu Gjersets prófessors, með farsælum stuðningi sínum við ís- landssýninguna í New York 1939, með hlutdeild sinni í námsskeiði því og fyrirlestrahöldum, sem leiddi til útgáfu ritsins Iceland's Thousand Years og í sjálfri útgáfu þess. Þá er það hvorki orðinn lítill né ómerkilegur skerfur, sem embættis- menn félagsins á ýmsum tímum og aðrir félagsmenn þess hafa lagt til umræddrar kynningar út á við með ræðum sínum og fyrirlestrum á ensku um íslenzk efni, sem skipta orðið þúsundum, og með fjölda rit- gerða um sömu efni á ensku, er prentaðar hafa verið í víðlesnum blöðum og tímaritum, bæði í Kanada og Bandaríkjunum. Nokkra hug- mynd um þetta fræðslu- og kynning- arstarf geta menn fengið með því að lesa skýrslur forseta félagsins í Tímariii þess og vikublöðin vestur- íslenzku, og koma þar þó hvergi nærri öll kurl til grafar. Þá hafa ýmsir forystumenn félagsins og aðr- ir, sem því standa nærri, ritað heilar bækur um íslenzk efni á ensku, sem víðlesnar hafa orðið, og lagt með þeim hætti drjúgan og varanlegan skerf til kynningarstarfsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.