Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1963, Blaðsíða 77
bækur
59
hún er góð viðbót við hin tvö fyrri
Ijóðakver höfundarins. Því miður
hafa prófarkir ekki verið grand-
gæfilega lesnar.
* * *
Snaebjörn Jónsson:
Vörður og
vinarkveðjur
Greinasafn
í síðastliðinn mannsaldur hefir
Snæbjörn Jónsson verið að skrifa og
yrkja um alla skapaða hluti í jörð
°g á og það sem í himnunum býr.
Hann lætur sér fátt óviðkomandi.
Það mætti nærri segja, að hann sé
rödd hrópandans — hann sé vand-
lætarinn, sem tekur sér nærri allt
sem honum finnst aflaga fara með
'þjóð sinni. Eigi að síður er hann
fundvís á það sem betur fer.
Það fer því ekki að ólíkindum, að
f þessari tæplega 200 blaðsíðu bók
séu um aðeins lítinn hluta að ræða
af ritgerðum hans og erindum.
Bkkert skal um valið sagt. Það ætti
ekki að vera af verri endanum, þar
sem höfundurinn sjálfur átti hlut að
^áli ásamt hinum ágæta fræði-
manni Finni Sigmundssyni bóka-
verði. Samt þori ég að fullyrða, að
margt jafnhátt hafi verið sniðgeng-
ið. En þessháttar allt fer nú að vísu
eftir smekknæmi og hugarfari hvers
lesanda. Honum verður tíðrætt um
hækur og bókaútgáfur og það
smekkleysi og kæruleysi, sem þar
a sér á tíðum stað, enda hefir hann
jufnan til fyrirmyndar hið bezta í
enskri bókagerð.
Sumar markverðustu greinarnar
fjalla samt um önnur og dýpri efni,
Svo sem skáld og verk þeirra og
ahrif á samtíðina, og að minnsta
kosti ein beinlínis um sálræn efni,
auk ívitnana í þá átt á öðrum stað.
Enn önnur er um svipi og aftur-
göngur, og virðist höf. ekki efa, að
slíkt geti átt sér stað.
Síðari og lítið eitt styttri hluti
bókarinnar e r u æviminningar
merkra manna. Gallinn á þesskonar
greinum er oft sá, að þær hlaða
oflofi á þann dána um skör fram —
gera úr honum stærri og betri mann
og stundum allt annan mann en
þann er við þekktum. Mönnum
finnst að gallarnir eigi að gleymast.
En naumast þarf að taka það fram,
að slíkt er ekki ráðvönd sagnfræði,
þótt í góðu skyni sé gjörð. Hér virð-
ist þó öllu í hóf stillt. Mikið hefði
gildi og verðmæti bókarinnar auk-
izt, ef útgáfufélagið hefði séð sér
fært, að láta myndir allra þessar
dánu manna fylgja.
Skáldið Tómas Guðmundsson
pkrifar stuttan formála og getur þar
hinnar fjölþættu bókmenntastarf-
semi höfundarins — frumsamið mál
og þýtt — auk útgáfu fjölda bóka
eftir ólíkustu höfunda. Sjálfur skrif-
ar Snæbjörn formála í ljóði fyrir
hvorum kaflanum fyrir sig — báða
,vel kveðna og í samræmi við efni
þeirra.
Að endingu verð ég að leyfa mér
svolitla hótfindni. Á bls. 119 byrjar
einkar falleg grein um dóttur Ein-
ars Benediktssonar, eða réttara
sagt skáldskap hennar. Greinin er
nefnd „Eikin og eplið“, sem bendir
á hinn misskilda málshátt: „Sjaldan
fellur eplið langt frá eikinni“. Eikin
gefur af sér akarn, sem er hneta,
en apaldrar (eplatré) bera epli.
Reyndar verður Gröndal, sem vissi
þó betur, sú skyssa á, að gera björk-
ina að barrtré.