Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Blaðsíða 32

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Blaðsíða 32
MAGNÚS ELÍASSON: Sunnybrook nýlendan í British Columbia Síðasta landnám íslendinga í Vesiurheimi tslenzka nýlendan í British Col- umbia, sem kölluð var Sunnybrook, var á spildu (township) 77 og að mestu leyti á svæði (range) 17 fyrir vestan sjötta hádegisbaug. Nokkur hluti þessarar nýlendu náði þó vest- ur á svæði (range) 18. Byggð sú, sem hér verður lýst, er í hinu svo- kallaða Friðarárhéraði (Peace River Block), en það hérað er 66 mílur á kant og liggur að austurmörkum British Columbia fylkis. Voru nátt- úruauðæfi öll í þessum hluta lands- ins eign sambandsstjórnarinnar kanadísku þangað til 1. okt. 1930, að þau urðu fylkisins eign sam- kvæmt sérstökum samningi, sem þá var gerður í sambandi við járnbraut- arlagningu inn í þann hluta fylkis- ins, sem hér um ræðir. Sunnybrook nýlendan er röskar 450 mílur norður af Bandaríkjalín- unni, um 40 mílur fyrir sunnan Frið- arána (Peace River) og vestanvert við ‘Cutbank’ ána. Rennur ‘Cutbank’ áin úr suðvestri og fellur í Friðar- ána (Peace River) vestarlega í Al- bertafylki. Á þessum slóðum er land nokkuð öldótt, og renna um það lækir úr vestri eða suðvestri og sameinast ‘Cutbank’ ánni. Meðfram þessum lækjum hafa myndazt all- djúpir dalir, en dalina skilja þó- nokkuð háir hálsar. Jarðvegur er betri í dölunum en upp á hálsunum, en í dölunum er meiri hætta á sumarfrostum, því kalda loftið leit- ar niður í lægðirnar. Fyrstu mennirnir, sem slógu eign sinni á heimilisréttarlönd þarna vestur frá, voru þeir Óli Jóhanns- son og feðgarnir Ásbjörn og Frank- lín Pálsson. Mun það hafa verið sum- arið 1929, og settust þeir að í þessari nýju byggð um haustið. Höfðu þeir víst staðnæmzt í íslenzku byggðinni milli Clairmont og Sexsmith í Al- berta rétt um 100 mílur fyrir austan Sunnybrook, en þar var auðvitað engin heimilisréttarlönd að fá, svo haldið var lengra út á þau lönd, sem þá voru útkjálkar. Hér á eftir fara nöfn þeirra, sem festu sér lönd eða komu við sögu í Sunnybrook. Einnig eru hér til fróðleiks skráð spildu- og svæðis- númer (þ. e. ‘township’ og ‘range’) á hverri jörð um sig. Númerin eru hér tilgreind með hinum hefð- bundnu skammstöfunum enskunnar um þessi fyrirbæri. óli Ó. Jóhannsson átti heima að N.E. S. 22,R. 17. Óli ólst upp í Norð- ur Dakóta og hafði verið um þó- nokkurt skeið kaupmaður í ElfroS í Saskatchewan. Hann var maður vel lesinn og ágætlega hagmæltur. Ráða hans var oft leitað af byggðar- búum, bæði íslenzkum og hérlend- um. Óli lézt að heimili sonar síns, Kenneth, í New York ríki árið 1943. Heimilisréttarland Ásbj arnar Pálssonar var að S.E. S. 22, R. l?- Ásbjörn var alinn upp í Geysis- byggð í Nýja íslandi, en var í mörg ár apótekari í Elfros, Saskatchewan.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.