Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Blaðsíða 32
MAGNÚS ELÍASSON:
Sunnybrook nýlendan í
British Columbia
Síðasta landnám íslendinga í Vesiurheimi
tslenzka nýlendan í British Col-
umbia, sem kölluð var Sunnybrook,
var á spildu (township) 77 og að
mestu leyti á svæði (range) 17 fyrir
vestan sjötta hádegisbaug. Nokkur
hluti þessarar nýlendu náði þó vest-
ur á svæði (range) 18. Byggð sú,
sem hér verður lýst, er í hinu svo-
kallaða Friðarárhéraði (Peace River
Block), en það hérað er 66 mílur á
kant og liggur að austurmörkum
British Columbia fylkis. Voru nátt-
úruauðæfi öll í þessum hluta lands-
ins eign sambandsstjórnarinnar
kanadísku þangað til 1. okt. 1930,
að þau urðu fylkisins eign sam-
kvæmt sérstökum samningi, sem þá
var gerður í sambandi við járnbraut-
arlagningu inn í þann hluta fylkis-
ins, sem hér um ræðir.
Sunnybrook nýlendan er röskar
450 mílur norður af Bandaríkjalín-
unni, um 40 mílur fyrir sunnan Frið-
arána (Peace River) og vestanvert
við ‘Cutbank’ ána. Rennur ‘Cutbank’
áin úr suðvestri og fellur í Friðar-
ána (Peace River) vestarlega í Al-
bertafylki. Á þessum slóðum er
land nokkuð öldótt, og renna um
það lækir úr vestri eða suðvestri og
sameinast ‘Cutbank’ ánni. Meðfram
þessum lækjum hafa myndazt all-
djúpir dalir, en dalina skilja þó-
nokkuð háir hálsar. Jarðvegur er
betri í dölunum en upp á hálsunum,
en í dölunum er meiri hætta á
sumarfrostum, því kalda loftið leit-
ar niður í lægðirnar.
Fyrstu mennirnir, sem slógu eign
sinni á heimilisréttarlönd þarna
vestur frá, voru þeir Óli Jóhanns-
son og feðgarnir Ásbjörn og Frank-
lín Pálsson. Mun það hafa verið sum-
arið 1929, og settust þeir að í þessari
nýju byggð um haustið. Höfðu þeir
víst staðnæmzt í íslenzku byggðinni
milli Clairmont og Sexsmith í Al-
berta rétt um 100 mílur fyrir austan
Sunnybrook, en þar var auðvitað
engin heimilisréttarlönd að fá, svo
haldið var lengra út á þau lönd, sem
þá voru útkjálkar.
Hér á eftir fara nöfn þeirra, sem
festu sér lönd eða komu við sögu
í Sunnybrook. Einnig eru hér til
fróðleiks skráð spildu- og svæðis-
númer (þ. e. ‘township’ og ‘range’)
á hverri jörð um sig. Númerin eru
hér tilgreind með hinum hefð-
bundnu skammstöfunum enskunnar
um þessi fyrirbæri.
óli Ó. Jóhannsson átti heima að
N.E. S. 22,R. 17. Óli ólst upp í Norð-
ur Dakóta og hafði verið um þó-
nokkurt skeið kaupmaður í ElfroS
í Saskatchewan. Hann var maður
vel lesinn og ágætlega hagmæltur.
Ráða hans var oft leitað af byggðar-
búum, bæði íslenzkum og hérlend-
um. Óli lézt að heimili sonar síns,
Kenneth, í New York ríki árið 1943.
Heimilisréttarland Ásbj arnar
Pálssonar var að S.E. S. 22, R. l?-
Ásbjörn var alinn upp í Geysis-
byggð í Nýja íslandi, en var í mörg
ár apótekari í Elfros, Saskatchewan.