Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Blaðsíða 48

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Blaðsíða 48
30 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA við gamla árið, sízt þessa síðustu viku. Leiðinlegustu jól og gamlárs- kveld, sem ég hafði lifað — Good bye — Nýársdagur, 1881.... Við B. Bjarnason og Loftur gengum að Gröf að vitja um hrossið, svo að Glæsivöllum. Bjarni og ég spiluðum þar um kveldið.“ Allan janúar hefir Páll enga vinnu. Hann er þarna hjá ísl., en fer af og til til Minneota. Veður er hið versta allan mánuðinn. Einn daginn stakk hann sig á nagla. „Ég lá upp í rúmi í allan dag með ólund og verkjum.“ Síðustu dagarnir af jan., eru slæmir. „Alla dagana hríð og djöfulgangur svo allt ætlar að fenna í kaf. Margir í vondu skapi á þeim dögum. Febrúar. Frá 1.-7., hríð á hverjum degi, ekki frostmikið, en fjarska snjókoma, kominn snjór að 20. fet- um. Menn eru að verða bjargar- eldviðar- og heylausir. Ljótar kring- umstæður í sjálfri Ameríku! „Góð- ar stundir!“ Allan febr., er hann hjá vinum sínum því ekkert er hægt að gera fyrir snjó. Ef eitthvað er farið bæja á milli þá er farið á skíðum. „27. febr.... Ég fór til Óla Arn- grímssonar.... Þar dansaði ég, og átti þó bágt með, því ég var slæmur í fætinum. En nú dugði engin afsök- un því kvenþjóðin var svo fjörug ... Ég borgaði næturgreiðann hjá Óla með eldspýtum!!! ... Far vel febrúar! Ég hef aldrei séð annan eins mánuð á ævi minni, sama vonzkan, snjókoma og hvassviðri. Ómögulegt að komast um jörðina nema á skíðum. Almenn kvörtun um eldiviðar-, hey- og matarleysi. Engin járnbrautarlest, flestu ekið á skíðasleða.“ Marz er allur eins, ófært veður flesta daga. í þeim mánuði vann Páll aðeins einn dag. Apríl er svip- aður...... Öllum farið að ofbjóða veðráttan! Atvinna fæst þó við snjómokstur en marga daga er ekki hægt að vinna fyrir bleytuhríð og vonzkuveðri. „ ... Lítil vinna nema halda tímann“. Á páskadag skemmta þeir sér við að skjóta úr skammbyssum „ ... Ég gjörði það bezt.“ „19. apríl. Rigndi... Yellow Medi- cine river braut sig upp um kveldið með framúrskarandi aðgangi, allt í uppnámi. — 20. apríl. — Þoka, logn og þíða. Þá kom snjóplógurinn með alla sína púka. Mikið um dýrðir því allar leiðir voru ófærar. Sumardagurinn fyrsti.... Vinna er létt, rétt að renna fram og aftur eftir brautinni. Járnbrautarlestin kom hér fyrst í dag eftir fjögra mánaða útivist og voru allir stór- fegnir sem nærri má geta. 22. apríl. Hláka, öll vötn orðin vitlaus og brýrnar að fljóta burt af járnbraut- inni, engin lest kom. Vinna sú sama.“ Páll hættir að vinna á járnbraut- inni 5. maí og byrjar að vinna hja T. Hanson. „ ... Ég er ráðinn til árs fyrir $15.00 á mánuði. Var að hreinsa hesthús og í kring um húsið — allan daginn í skítverkum ...“ Hanson hefir búð og vínsölu og eftir þetta er hann ýmist í búðinni eða við vínsöluna og virðist ekki mjög ánægður með stöðuna. „ ... Ég er óttalega leiður á vinnunni, selja vín fyrir þræl, það tekur blóð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.