Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Blaðsíða 33
SUNNYBROOK NÝLENDAN í BRITISH COLUMBIA
15
Kona Ásbjarnar, Bergrós, lifir mann
sinn. Hún er ættuð úr VíðirbyggS
1 Nýja íslandi. Börn þeirra hjóna
voru fimm talsins: Pálína í Edmon-
ton, Franklín, sem síðar verður get-
ið, Óskar háskólakennari vestur við
haf, Victor og Norma. Victor féll í
siðari heimstyrjöldinni á Sikiley.
Heimili þeirra Ásbjarnar og Berg-
rosar var þekkt fyrir gestrisni, enda
attu þar margir leið fram hjá eftir
hinni svokölluðu Dalabraut, sem lá
eftir ‘Cutbank’ dalnum. Bergrós er
hjúkrunarkona, og þeir voru ófáir
^yggðarbúarnir, sem hún liðsinnti,
þogar veikindi voru annars vegar.
Stundum fór hún gangandi í sjúkra-
vitjanir, þegar ekki var um annað
að ræða, og fljót þótti hún í ferð-
ym, þegar á lá. Bergrós á nú heima
1 kænum Dawson Creek nærri 20
niílur austan við gömlu nýlenduna.
Franklín Pálsson, sonur Bergrós-
ar og Ásbjarnar, reisti bú á S.W. 22,
■K IV. Hann varð síðar aðstoðarfram-
kvæmdastj óri kaupfélagsverzlunar-
lrinar í Dawson Creek, og á hann
Þar nú heima.
Bróðir Franklíns, Victor, sem áð-
Ur er sagt, að hafi fallið í heim-
styrjöldinni síðari, átti heima að
S-E.S. 21, R. 17.
Heimili Ingu Einarsson var að
W. S. 22, R. 17. Inga var kona
Kristmundar Einarssonar, sem brátt
Verður getið, og dóttir Hjartar og
Guðrúnar Bjarnason, sem næst eru
^alin í þessari skrá. Inga var fædd
1 Norður Dakóta, en ólst að mestu
eyti upp í grennd við Wynyard í
askatchewan. Hún lifir mann sinn,
á hún nú heima í Vancouver í
ritish Columbia. Man ég eftir
j^’gum kaffibollanum, sem ég þáði
ja þeim Ingu og Kristmundi.
Hjörtur Bjarnason átti sér bújörð
að N.W. S. 15, R. 17. Fæddur var
hann á Bjarnastöðum í Árnesbyggð
í Nýja íslandi, en fluttist ungur til
Norður Dakóta og ólst þar upp.
Skömmu eftir aldamótin hafði hann
flutt sig til Wynyard í Saskatch-
ewan og bjó þar, þangað til hann
fór búferlum til Sunnybrook árið
1930. Kona Hjartar var Guðrún, og
hafði hún alizt upp í Norður Dakóta.
Börn þeirra á lífi eru fjögur. Ingu
dóttur þeirra er áður getið. Þá eru
Kapitóla, kona Ottós Bjarnasonar í
Vancouver, og Helga og Fríða.
Verður tveggja hinna síðastnefndu
gerið síðar. Gaman var að heim-
sækja Hjört og Gunnu og rabba
við þau um margvísleg mál. Hjört-
ur var smiður og lagði mikla alúð
við að byggja geirnegld bjálkahús.
Smíðaði hann sér hefil mikinn til
að hefla bjálkatimbrin, sérstaklega
til að gera bjálkaveggina slétta að
innanverðu. Nú eru þau Hjörtur og
Guðrún bæði látin. Síðustu árum
ævinnar eyddu þau í Vancouver-
boig.
Konráð Erickson átti heima að
N.E. S. 11, R. 17 og einnig að N.W.S.
13, R. 17. Hann var fæddur og upp-
alinn í Norður Dakóta, en hafði
átt heima í nokkur ár í grennd við
Leslie í Saskatchewan. Konráð bjó
á jörðum sínum til dauðadags árið
1966. Þegar tækifæri gafst, var hann
reiðubúinn að ræða ýmis alvarleg
málefni. Konráð fór víða um byggð
sína, og ferðaðist þá á hjólhesti.
Ferðalögum þessum hélt hann
áfram fram að áttræðisaldri. Hann
átti líklega lengur heima í Sunny-
brook en nokkur annar íslendingur.
Gunnlaugur Björnsson byggði á