Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Blaðsíða 38

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1967, Blaðsíða 38
GÍSLI JÓNSSON: Ymisleg sjónarmið Fyrir mörgum árum hafði ég með höndum mánaðar eða hálfsmánaðar rit um bókmenntir og fagrar listir, sem ég hefi gleymt nafninu á. En það var víst of gott fyrir allan þorra almennings, og lognaðist því brátt útaf. í hverju hefti var ein síða eða svo, sem gekk undir nafninu „Point of View“. Mætti líklega kalla það á íslenzku „Ýmisleg sjónarmið“, því þar voru rædd málefni og menn frá ýmsum hliðum. Minnti nafnið mig á Alþingisvísurnar um og eftir síð- ustu aldamót, sem nefndar voru „Frá almennu sjónarmiði.11 En til- efni þeirra var, að einn þingmaður- inn hélt víst aldrei svo ræðu í þing- salnum, að hann ekki viðhefði orðatiltækið „frá almennu sjónar- miði.“ Út af þessu varð svo til heill flokkur vísna um allt sem fram fór í þinginu. — Margar vísurnar all- persónulegt eðlis. Man ég hér eina í svipinn, sem sýnir andann: Doktor forni halaháll, hlykkjóttur í sniði, í landssjóð smýgur eins og áll frá almennu sjónarmiði. Allar vísurnar enduðu á þessari sömu ljóðlínu. Ekki veit ég hvort það er sæmi- legt eða viðeigandi að níðast á þessu riti með staksteinum frá ýmsum tímum, sem ég hefi stungið tánum í á lífsleiðinni, en samt ætla ég nú að láta það flakka. 1. Um dagin, þegar ég var að skila af mér bókunum mínum fyrir fullt og allt, varð mér á að fletta hinni stóru og merkilegu bókmenntasögu Islendinga eftir Dr. Stefán Einars- son. Að vísu hafði ég lesið hana áð- ur spjaldanna á milli, en nú varð mér það ljósara, að rauði þráðurinn er sá, að ekkert sé svo frumlegt í ræðu eða riti, að það eigi sér ekki eldri uppruna eða fyrirmynd. Revndar er þetta ekki ný skoðun. Jafnvel Salómon hélt þessu fram fyrir þrjú þúsund árum, og Þor- steinn Erlingsson, á vorum tímum, í hinu meistaralega kvæði sínu, um samhengi íslenzkra ljóða, er hann nefndi Aldaslag. Og svo er um marga fleiri. Að sumu leyti er þetta fróandi, að ekkert fari alveg for- görðum af hugsjónum mannsand- ans. en samt reisir sig sama spurn- ingin upp aftur og aftur í huga manns: Ef allt, sem við vitum og skynjum, er eilíft áframhald þess, er áður var, hvar er þá hið óum- flýjanlega upphaf? Hver spann þráðinn fyrir hundrað þúsundum ára, sem rennur í gegnum kvæðin okkar, sem ort eru í dag? 2. í gömlu tímariti rakst ég á sjálfs- ævisögu gamals íslenzks bónda, sem ég þekkti lítillega fyrir um það bil 70 árum. Þetta var mesti sómakarl, sem bjó lengi góðu búi og hjálp- aði eflaust nágrönnum sínum eftir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.