Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Qupperneq 5

Neytendablaðið - 01.03.2001, Qupperneq 5
Neytendaréttur Reglur um skilarétt Neytendasamtökin hafa lengi barist fyrir því að settar yrðu reglur um skilarétt og lögðu til við endurskoðun kaupalag- anna í vor leið að sett yrði ákvæði í lögin um skilarétt. Ekki var það gert en hins veg- ar varð úr að viðskiptaráð- herra skipaði í haust nefnd sem hafði það hlutverk að semja verklagsreglur um skilarétt. I nefndina voru skip- aðir fulltrúar frá viðskipta- ráðuneyti, Neytendasamtök- unum, Samtökum verslunar og þjónustu, Alþýðusamband- inu og Verslunarráðinu. Það var svo í byrjun desember að nefndin skilaði af sér verk- lagsreglum sem eru þær lág- marksreglur sem nefndin taldi sanngjamar bæði gagnvart verslunum og neytendum. Neytendur hafa aukinn rétt unni nema með samþykki seljanda. • Gildistími inneignarnótna og gjafabréfa er fjögur ár í samræmi við fyrningarlög- in. Heimilt er að semja um styttri gildistíma þegar um inneignarnótu er að ræða, þó aldrei í skemmri tíma en eitt ár. • Inneignarnótur og gjafabréf halda gildi sínu gagnvart þeim sem seljandi kann að framselja verslunarrekstur sinn. • Þegar vöru er skilað eftir að útsala er hafin er miðað við útsöluverð vörunnar ef ætl- unin er að fá aðra vöru í staðinn eða endurgreiðslu (ef verslunin býður það) nema seljandi samþykki aðra verðviðmiðun. Ef fengin er inneignarnóta er hins vegar miðað við upp- runalegt verð vörunnar. Reglurnar eru ekki bindandi Hafa verður í huga að þetta eru ekki bindandi reglur held- ur ræður verslunin hvort hún tekur þessar reglur upp. Það má þó ætla að margar verslan- ir muni taka upp þessar reglur þar sem það leiðir til betri skipunar þessara mála hjá verslununum. Einnig var nefndin skipuð af fulltrúum aðila í verslun og viðskiptum og hyggjast þeir mæla með því við félagsmenn sína að þeir taki upp framangreindar reglur án ástæðulauss dráttar. Neytendasamtökin hvetja félagsmenn sína til að huga vel að því hvemig þessum málum er háttað í verslunum sem þeir skipta við og kynna sér réttarstöðu sína að þessu leyti. myndbandsspólum Með reglunum er réttur neyt- andans aukinn og gerður skýrari en til þessa. Meginefni þeirra er eftirfarandi: • Neytandi á a.m.k. 14 daga skilarétt. • Seljanda ber að setja skrif- legar reglur um skilarétt og hafa þær aðgengilegar fyrir neytandann. • Unnt er að fá gjafir merktar með gjafamiða og getur neytandinn þá skilað gjöf- inni án þess að sýna kvittun fyrir kaupunum. Einnig er kveðið á um að ef um jóla- gjafamerki sé að ræða er miðað við að varan hafi verið afhent 24. desember. • Um inneignamótu á útsöl- um er meginreglan sú að staðfest er að inneignarnótu er unnt að nota á útsölu. Sé hún gefin út innan 14 daga fyrir upphaf útsölu er ekki hægt að nota hana á útsöl-' Skilá Síðustu misseri hefur borið nokkuð á því að myndbanda- leigur hafa gert kröfur á við- skiptavini sína vegna mynd- bandsspólna sem leigumar telja að hafi verið í útleigu í marga mánuði og jafnvel ár. Þegar myndbandsspóla er tekin á leigu skrifar leigutaki undir skilmála myndbanda- leigunnar. Þegar spólunni er skilað er hins vegar ekki gef- in nein kvittun og hefur leigutaki því enga sönnun fyrir því að hann haft skilað spólunni. Leigutaki sem er þess fullviss að hann hafí skilað spólunni er því í mjög erfiðri stöðu við að sanna skilin og hefur þetta leitt af sér mörg deilumál. Það er því mikilvægt þegar spólu er skil- að að biðja um kvittun lyrir skilunum en með því hefur maður tryggt sér sönnun og það gerir það líklegra að skil spólunnar séu skráð í tölvu- kerfið. Tilmæli frá stjórn Myndmarks Vegna fjölda kvörtunarmála hjá Neytendasamtökunum sendu þau bréf til Mynd- marks, sem er sameiginlegur félagsskapur myndbanda- leigna og útgefenda, og ósk- uðu eftir að settar yrðu reglur um skil á myndbandsspólum. Stjóm Myndmarks fjallaði um málið og sendi félags- mönnum sínum bréf þar sem mælst var til þess meðal ann- ars að innheimtuferli á skuld- um væri með tilteknum hætti. Fyrst yrði hringt í viðkom- andi og honum sent bréf inn- an mánaðar en eftir það væri óhætt að fela þriðja aðila inn- heimtu á skuldinni. Skuld vegna hverrar spólu fari ekki yfir 20.000 krónur og vegna tækja 40.000 krónur. Einnig var mælst til þess að mynd- bandaleigur gæfu kvittun við móttöku á spólum. Meðan myndbandaleig- umar gefa ekki kvittun fyrir skilum á spólu verður að teljá að þær beri sönnunarbyrðina á því að spólu hafi ekki verið skilað. Neytendasamtökin binda hins vegar miklar vonir við að myndbandaleigur fari að þessum tilmælum og eig- um við vonandi eftir að sjá þessi mál í mun betra horfi en þau hafa verið í hingað til. NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001 5

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.