Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2001, Page 10

Neytendablaðið - 01.03.2001, Page 10
Stafrænar myndavélar með leiðslur og tengingar. Unnt er líka að kaupa disk- lingahulstur (floppy-drive adapter). Minniskortið er sett í hulstrið og þá er hægt að lesa af því í disklingadrifi tölvunnar og þarf ekki að tengjast myndavél með leiðslu. NiMH (Nickel-Metal Hydride) rafhlöður eru yfír- Ieitt heppilegasta gerðin til nota í stafrænum myndavél- um, þær endast lengi og hægt er að endurhlaða þær mörg- hundruð sinnum. NiCad (Nickel Cadmium)-rafhlöður eru takmarkaðri og hafa að mestu vikið. Lithium lon-raf- hlöður eru léttari en dýrari. Sumar vélar nota venjulegar AA (alkaline)-raflilöður. Margnota minniskort Sumar stafrænar vélar hafa fast innra minni (intemal memory) en í flestar eru notuð minniskort sem unnt er að setja í og taka úr eftir þörfum (SmartMedia, CompactFlash, Memory Stick, PC Card), disk- lingareðajafnvel litlir geisla- diskar. Samkvæmt lauslegri at- hugun kostar hvert minnis- korta-MB á íslenska markaðn- um á bilinu 235-625 kr. Ef kostur er á að hlaða myndunum fljótlega inn í tölvu er nóg að nota smærri minniskortin (16-32 MB). Ef á að hafa vélina með í frí eða taka mikið af myndum er ráð- legt að nota stærri kortin (64-128 MB). Framleiðendur láta yfirleitt lítið minniskort fylgja hverri vél, oft 8 MB sem takmarkað gagn er að. Þú þarft nær örugglega stærra kort. Minniskortin 8 og 16 MB-kort: Ódýrar vél- ar taka sumar bara 8MB kort (kosta um 3-4 þús.kr.) en fáar myndir kornast á þau í þokka- legri upplausn. Ef aðeins á að taka myndir fyrir netið duga þau þó vel. Strax er rneira gagn að 16 MB-korti (á um 6-7 þús.kr.) en flestum mun þykja það of lítið. 32 og 64 MB-kort: Þetta eru langmest seldu minnis- kortin enda í flestum tilvikum heppilegust fyrir venjulega notendur. 32 MB-kort fást á um 12-14 þús.kr. en 64 MB á um 20.000 kr. 128-320 MB: Þetta eru að jafnaði stærstu kortin sem al- menningur notar og fást á bil- inu 40-50 þús.kr. Sony hefur markaðssett vél sem notar lít- inn 3 tommu geisladisk sem rúmar 156 MB og fleiri lausn- ir eru til. 1 GB (gígabæti): Væntan- leg eru CompactFlash-kort sem rúma 1GB. Þetta er í rauninni harðdiskur sem er viðkvæmari fyrir hnjaski en hin kortin en í sömu stærð og þau. Þó þarf sérstakan korta- lesara. Æskilegir kostir • Ótvíræður kostur er að geta stjómað upplausninni á hverri mynd. Þegar ekki er þörf á mestu upplausn er hægt að koma langtum fleiri myndum á kortið. • Sjónvarpstengi (TV-out) er mjög gagnlegur kostur í kennslu, á fundum eða heimili. Myndavélin er tengd beint við sjónvarps- tæki og sýningu stjórnað með henni, handvirkt eða sjálfvirkt. Með sama tengi við myndbandstæki er hægt að setja ljósmyndasýning- una á myndband. • Mjög heppilegt er að still- ingar séu á leifturljósinu, þannig að maður ráði hvort það er sjálfvirkt eða ekki, og hvort það getur komið í veg fyrir „rauð augu“ (red- eye reduction). Sérhæfðari kostir • Hægt er á sumum stafræn- um vélum að hreyfa linsuna eða taka hana af og miða með henni jafn langt frá vélinni og leiðslan nær. Þannig er hægt að taka myndir fyrir horn, inn í hol- rúm og pípur, yfir mann- fjölda o.s.frv. • Sumar stafrænar vélar geta tekið upp smá-hljóðbút með hverri mynd, oft um 7 sek. • Sumar vélar geta tekið stutt myndskeið eins og mynd- bandstökuvélar en yfirleitt ekki lengri en 30-90 sek. í lágri upplausn. • Með hraðtöku er hægt að taka margar myndir í röð sem t.d. getur verið heppi- legt í íþróttamyndatöku. • Með hlé-töku (time-lapse) er hægt að láta vélina smella af röð mynda á ákveðnum fresti. Ókostir og varúð • Biðtíminn milli þess að þrýst er á tökuhnapp staf- Hve margar myndir komast á kort? *) 8 MB 32 MB Stórar myndir (mikil upplausn, 2048 x 1536 p.) í mestu gæðum („super fine", títil þjöppun) 3 14 í miklum gæðum („fine", miðlungsþjöppun) 7 33 í venjulegum gæðum(„normar, mesta þjöppun) 15 64 Meðalstærð (miðlungsupplausn, 1024 x 768 p.) í mestu gæðum („super fine", lítil þjöppun) 8 36 í miklum gæðum („fine", miðlungsþjöppun) 22 91 í venjutegum gæðum(„normat", mesta þjöppun) 40 167 Litlar myndir (litil upplausn, 640 x 480 p.) í mestu gæðum („super fine", litil þjöppun) 17 74 í miktum gæðum („fine", miðtungsþjöppun) 46 19 í venjutegum gæðum(„normat", mesta þjöppun) 87 355 *) Hver tala sýnir fullt kort miðað við að allar myndir séu í sömu upplausn og þjöppun. Fjöldinn breytist ef teknar eru myndir i mismunandi upplausn. Sé t.d. notað 32 MB-kort og aðeins tekin ein stór mynd i mestu gæðum er mikið minni afgangs og þá margfaldast fjöldi mynda í minni upplausn. (Viðmiðanir: Canon Powershot 20). rænnar vélar og hún smellir af getur verið 0,5-2 sek- úndur. Með hefðbundnum filmuvélum er auðveldara að taka nákvæmlega á réttu andartaki. • Endurstillingartími (recycle time) meðan vélin með- höndlar myndina og vistar hana getur verið frá nokkrum sekúndum upp í hálfa mínútu. • Varist ódýrar myndavélar frá óþekktum framleiðend- um þar sem auglýst er mikil upplausn miðað við verð. Þá hefur verið sparað í öll- um öðrum búnaði svo að raunveruleg gæði nást ekki. • Glepjist ekki af háum tölum um fjölda mynda. Yfirleitt er þá verið að fjalla um myndir í lágri upplausn sem fáir nota. • Innbyggt leifturljós er yfir- leitt fremur kraftlítið og drífur yfirleitt ekki nema um 3 metra. Ef hægt er að stilla vélina á meira ljós- næmi drífur það lengra. Sumar vélar eru með „skó“ og tengingu fyrir stærra leifturljós sem drífur lengra og hefur breiðari geisla. Rafmagnsleysi: Heil raflilaða getur klárast áður en minnis- kortið fyllist af myndum. Stafræn myndavél gengur hratt á rafmagnið við linsu- brun (zoom), að sýna myndir á LCD-skjá og vista þær, bæði í vélinni og tölvunni. Sérstaklega er skjárinn orku- frekur. Veljið myndefni sem oftast með glerkíki vélarinnar og kveikið ekki á skjánum nema nauðsyn krefji. Pappírsmyndir Ymsir framkalla pappírs- myndir eftir myndum úr staf- rænum vélum. Hjá Mynd- smiðjunni kostar 10 x 15 cm mynd frá 75 kr. og 15x21 cm frá 300 kr. Hjá Hans Petersen kostar 10 x 15 mynd 69 kr. ef hún er send í tölvupósti en 99 kr. ef kom- ið er með minniskortið (eða myndavélina) í verslunina. 10 NEYTENDABLAÐIÐ - mars 2001

x

Neytendablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.