Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 1
21. tölublað 3. árgangur Þriðjudagur 9. desember 1997 ISSN 1025-5621 Samið um nýflngu flármuna sauð- jjársamnings Bændasamtök íslands í sam- vinnu við Landssamtök sauð- fjárbænda hafa samið við land- búnaðar- og fjármálaráðherra um nýtingu þeirra fjármuna sem ekki er full þörf fyrir í annars vegar uppkaupalið og hins vegar vaxta- og geymslu- kostnaði sauðfjársamnings. Af þeim nálægt 160 millj. kr. sem ónotaðar verða á uppkaupalið renna 59 millj. kr. til jarðabótaftam- laga eldri og nýrra. Nálægt 35 millj. kr. verður á árinu 1998 varið til endurgreiðslu því 3% viðbótar verðskerðingargjaldi sem lagt var á haustið 1996. Eftirstöðvum verður varið samkvæmt hagræðingar- og umhverfislið sauðfjársamningsins. Jafnframt var samið um að af því sem ónotað kann að vera af fjár- munum sem ætlaðir voru til greiðslu vaxta- og geymslu- kostnaðar megi veija allt að 10 millj. kr. árlega til að tryggja ullar- niðurgreiðslu og þar með ullarverð. Eftirstöðvar þessa hða verði notaðar til að örva slátrun utan hefðbundins sláturtíma og til gæða- stýringar í sauðíjárframleiðslu. Samhliða þessu var samið um að ríkisstjómin beiti sér fyrir því að þeim bændum sem eiga óuppgerð jarðabótalfamlög v/áranna 1992- 1997 verði boðið ákveðið hlutfall af reiknuðu framlagi, enda samþykkti viðkomandi bændur að hér sé um fullnaðaruppgjör að ræða. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður veiji til þessa 50 millj. kr. á ári í þijú ár. Þá mun ríkisstjómin leggja til að veitt verði 39 millj. kr. til styrkhæffa framkvæmda á árinu 1998 og 175 millj. kr. framlag til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins samkvæmt frumvarpi að búnaðar- lögum sem lagt verður fyrir Alþingi á næstu dögum. Jafnffamt verði stefnt að ekki lægri framlögum ríkisins til þessara viðfangsefna á ámnum 1999 og 2000. Samningar þessir voru stað- festir af stjómum BÍ og LS á stjómarfundum beggja sam- takanna sem haldnir vom 4 desember sl. Síðasta blafl fypin jól Starfsfólk Bændablaðsins óskar lesendum sínum gleði- legra jóla og farsældar á komandi ári. Næsta blað kem- ur út hinn 20. janúar. Búnaðar- blaðið Freyr kemur út ein- hvern næstu daga en síðasta tölublað Freys á árinu kemur út um áramótin. Auglýsingar og efni í fyrsta tölublað Bændablaðsins í janúar þurfa að hafa borist 14. janúar (stærri auglýsingar) en tekið er á móti smáauglýsingum fram til hádegis föstudaginn 16. janúar. Bœndablaðsmynd: Jón Eiríksson

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.