Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 13

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 9. desember 1997 Bændablaðið 13 Dr. Leo Ernst, varaforseti rússnesku landbúnaðarvísindaakademíunnar, afhendir Þorsteini Tómassyni skjalið._____________________________ Rússar sýna RALA virðingu Þorsteinn Túmassnn kjörinn í rússnesku landbúnaúar- vísindaakademíuna í liðnum mánuði var staðfest kjör Þorsteins Tómassonar, for- stjóra RALA, í rússnesku land- búnaðarvísindaakademíuna. Á fundi, sem haldinn var á RALA afhenti dr. Leo Ernst, vara- forseti rússnesku landbúnað- arvísindaakademíunnar, Þor- steini Tómassyni skjal frá aka- demíunni til staðfestingar á því að hann hefur verið kosinn erlendur félagi í akademíuna og er það mikil viðurkenning á því starfi sem Rannsókna- stofnun landbúnaðarins hefur lagt fram í þessu samstarfi. Um árabil hefur verið mikið samstarf um landbúnaðarrann- sóknir á norðurslóð milli RALA og systurstofnunar hennar í Maga- dan í Austur-Síberíu. Þannig dvöldu fyrir skömmu hér á landi þrír landbúnaðarvísindamenn frá Rússlandi og var heimsóknin liður í samstarfsverkefni sem hófst árið 1993 milli Rannsóknastofnunar landbúnaðarins og systurstofnunar hennar í Magadan í Austur- Síberíu. Verkefnið, sem er styrkt af vísindasjóði NATO, beinist einkum að fóðuröflun og fóður- verkun. Verkefnið hófst í framhaldi af gagnkvæmum heimsóknum vís- indamanna frá Magadan og íslandi árin 1989 og 1991. í tengslum við þetta samstarf hafa bæði löndin gengið til samstarfs um þróun landbúnaðar á norðurslóð innan vébanda Circumpolar Agricultural Association. Það eru samtök sem standa fyrir ráðstefnu á þriggja ára fresti um viðfangsefni í landbúnaði á þessum landsvæðum. Innan ramma verkefnisins hafa nokkrar gagnkvæmar ferðir verið famar. Vísindamenn frá Rannsóknastofnun landbúnaðarins heimsóttu til dæmis stofnanir í Magadan og kynntu sér rekstur samyrkjubúa, fjölskyldubúa og tilraunastöðva þar í landi og grundvöll þeirra bæði á sviði jarð- ræktar og búfjárræktar. INNI-FÓÐURSÍLÓ úr galvanstáli með losunar og áfyllingarútb.+filt. Verð án vsk frá: 3,7 tn/kr. 84.200 5,1 tn/kr. 91.800 6,0 tn/kr. 99.100 7,3 tn/kr. 106.700 Margar stærðir. Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 Nú eru þeir fáanlegir traktorarnir sem allir hafa beðið eftir! Nýju John Deere 5000 traktorarnir eru léttir, meðfærilegir og afar hentugir í flesta algenga traktorvinnu. Þeir eru mjög léttir og spora því lítið út. Þeir eru lágbyggðir og komast inn í eldri byggingar. Traktorarnir eru liprir í allri notkun, þeir eru vel búnir og vinnan verður auðveld. # Tvær stærðir: 55 og 70 hö. # 3ja strokka mótor m/forþjöppu # Alsamhæfður gírkassi 24/24 # Vendigír # Skriðgír * 40 Km/klst. O 2ja hraða aflúrtak 540/750 O Heildarhæð um 240 cm * Heildarþyngd um 2.900 kg. * Afar hagstætt verð ÞOR HF Reykjavík - Akureyni REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka, - Sími 461-1070 Kynnum nýju JOHN DEERE 5000 traktorana LÉTTIR OG LIPRIR HBændur! mastri. Mesta -------- hæð 1,5 m og lyftihæð 1,70 m. Verð frá kr. 380.000 + vsk. Lyftarar ehf. Vatnagörðum 16 Reykjavík Sími 581 2655 GSM 852 2506 Fax 568 8028 KR Gjafagrindur INUSTRN KR Þjónustan ehf. Hlíðarvegi 2-4, 860 Hvolsvelli. Gjafagrindur fyrir sauðfé, hesta og nautgripi Nú tvær einingar, settar saman á staðnum, einfalt hentugri flutningur. Talið er að u.þ.b. fjórða hver rúlla sparist vegna minna traðks og fjúks. Hafið samband við vélsmiðju okkar í síma 487 8136. Áratuga reynsla í smíði tækja fyrir landbúnað tryggir gæðin. BEaaeBBaBBaaaBaaaaDBaaaafl IBDBBHE m

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.