Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 25
Þriðjudagur 9. desember 1997 Bændablaðið 25 Runingsmenn og riðuveiki Rúningsmenn geta sem ekki vnr vitaö um Siguröur Sigurðarson, dýralæknlr á Keldum. Rúningsmenn eru mikilvægir menn og starf þeirra dýrmætt. Þeir geta uppgötvað sjúkdóma, sem ekki var vitað um og verið til gagns á því sviði einnig, en þeir geta borið sjúkdóma milli bæja og svæða með tækjum sínum, skó- fatnaði, hlífðarfötum og höndum og verið til verulegs ógagns, ef þeir kunna ekki til verka hvað það snertir. Engir handleika féð eins náið og þeir, engir nema fjárhirðir hafa jafngóða möguleika til að finna kindur, sem eru óeðlilegar að einhverju leyti, t.d. með byrjandi riðueinkenni. RIÐUVEIKI lýsir sér í óeðli- legum viðbrögðum, sem stundum ber lítt eða ekki á fyrr en farið er að handleika kindumar. Þær geta streist óeðlilega á móti, slengst um koll, titrað, fengið krampa eða skjálfta þegar verið er að rýja þær. Þær geta látið vel við snertingunni af klippunum eða klóri, japlað eða sleikt út um af velþóknun eða sýnt önnur einkenni frá miðtaugakerfi. Þær eru oft óeðlilegar í göngulagi, þegar þeim er sleppt og þær reknar til á eftir. Riða er ólæknandi. Mjög mikilvægt er að rúningsmenn láti dýralækni vita um slík einkenni. Ef gmnur er um þennan sjúkdóm eða annan smitandi kemur dýra- læknirinn eiganda að kostnaðar- lausu og kannar málið. GARNAVEIKI er líka vara- söm, ólæknandi, sýkir öll jórturdýr og gilda um sjúkdómana báða sér- stök lög og reglugerðir. Skylt er að láta vita af slíkum kindum. Gama- veikar kindur fá skituköst, van- þrífast og verða sútarlegar. ÖLL ásett lömb skal bólusetja snemma (lömb frá sýktuin bæjum strax í réttum). LUNGNAPEST, gengur yfir sem faraldur á sumum svæðum ekki síst fyrri part vetrar, stundum með mörgum dauðsföllum. And- þyngsli og hósti einkenna veikina, oft hósti sem er hálfkæfður vegna sársauka af völdum brjósthimnu- bólgu og því lítt áberandi. KREGÐA er lungnasjúkdómur, einkum í lömbum oftast vægur. Veldur hósta. TANNLOS lýsir sér þannig að tennur í ungu fé, 3-5v, ganga upp og skælast til og frá og valda kvölum, átleysi og oft van- þrifum þar til tennumar em dottnar úr kindunum eða hafa verið fjar- lægðar. KÝLAVEIKAR kindur em stundum ófrýnilegar. Graftar- kýli finnast í eitlum á haus eða um munn og nef. MUNNANGUR sést oftast sem hrúður í munnvikum lamba, stundum á júgri eða spenum, berst stundum í sár á höndum eða húð og veldur þrálátri óþægilegri bólgu. Þetta em nokkrir af þeim smit- sjúkdómum, sem rúningsmenn þurfa að vita um. Sótthreinsun: Áður en farið er milli bæja á sama vamarsvæði ætti alltaf að þrífa tæki og hlífðarföt þannig að ekki séu borin sýnileg óhreinindi milli staða. Best er að úða einnig með sótthreinsiefni og hafa fata- skipti. Að loknum vinnudegi ætti alltaf að sótthreinsa tækin með heitu vatni og sápu og sótthreinsi- efni og byija nýjan dag í hreinum fötum. Rétt er að hafa samráð við dýralækni á svæðinu um röð bæja og fá upplýsingar um bæi þar sem sérstök smithætta er. Helst ætti ekki að nota sömu tæki nema í einu vamarhólfi held- ur fá tæki af viðkomandi svæði. Ef þetta er óframkvæmanlegt, skal hafa samráð við héraðsdýralækni á svæðinu sem farið er til, þvo ræki- lega með heitu vatni og sápu, nota sótthreinsiefni og fara í hreinum hlífðarfötum eða fá skófatnað og hlífðarföt lánuð og helst að fá dýralækninn til að viðurkenna eða taka út sótthreinsunina. Til sótthreinsunar er notað klórþvottaefni (sápa og hypo- klírít). Mestur klórstyrkur er í IP 225 ffá Frigg. Lausn til notkunar er 1 hluti efni og 50 hlutar volgt vatn (500 ppm). - Skolið sótt- hreinsiefnið af tækjum, sem geta ryðgað, eftir 20-30 mínútur. - Marshall - Sturtuvagnar Model S/6 Sturtuvagn 6,5 tonn kr. Model S/8 Sturtuvagn 8,5 tonn kr. Model S/10 Sturtuvagn 10 tonn kr. S/10 EW Breiður 10 T vagn kr. 390 000 án vsk 650.000 án vsk 700.000 án vsk 760.000 án vsk Fullkominn Ijósabúnaður, vökvabremsur og handbremsa er staðalbúnaður VÉLAR& PjéNUSTAnF Járnhálsi 2, Reykjavík, sími 587-6500, fax 567 4274 Útibú á Akureyri, sími 461 4040, Óseyri 1a Nýtt á íslandi! Þriggja til fimm ára ábyrgð á DayStarter rafgeymum Fyrirliggjandi amerískir úrvals rafgeymar í allar gerðir dráttar- og vinnuvéla. Viðhaldsfríir. DayStarter á íslandi. Sigurður F. Guðnason, Sigtúni 35,105 Reykjavík. Sími og fax 553 7383. GSM 899 0835 Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Október Ágúst Nóvember '96 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 1997 okt. '97 okt. '97 Okt. '96 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Kindakjöt 6.285.768 7.556.192 7.848.442 -0,1 ^475 -2,8 43,9 Nautakjöt 323.662 878.512 3.400.267 20,2 14,2 7,1 19,0 Svínakjöt 319.512 986.908 3.926.748 -1,7 5,3 7,1 22,0 Hrossakjöt 110.081 206.665 613.324 6,9 37,9 -26,0 3,4 Alifuglakjöt 199.764 530.721 2.069.821 14,8 5,8 19,4 11,6 Samtals kjöt 7.238.787 10.158.998 17.858.602 1,1 -0,7 2,2 100 Innvegin mjólk 7.416.896 23.668.819 102.140.162 -2,8 1,2 0,0 Egg 222.246 625.580 2.399.884 14,7 4,9 5,7 Sala innanlands Kindakjöt 913.645 1.887.610 6.752.849 -13,7 -15,5 -4,2 40,6 Nautakjöt 281.996 848.260 3.402.375 2,3 9,3 3,7 20,4 Svínakjöt 335.772 977.681 3.901.040 2,6 3,2 4,4 23,4 Hrossakjöt 69.211 149.102 551.312 27,3 2,0 -9,9 3,3 Alifuglakjöt 221.821 570.274 2.041.280 23,3 25,0 12,0 12,3 Samtals kjöt 1.822.445 4.432.927 16.648.856 -3,9 -2,8 0,9 100 Umreiknuð mjólk Umr. m.v. fitu 8.231.020 24.134.198 98.179.883 -0,4 -2,2 -2,7 Umr. m.v. prótein 9.112.705 26.138.435 102.294.536 0,8 1,1 -0,2 Egg 189.430 543.969 2.114.328 10,3 8,8 3,1 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyidu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. **Sala mjólkur og mjólkuafurða umreiknuð á fitugrunni með leiðréttum stuðlum Samtaka afurðast.í mjólkuriðnaði frá þvi í maí 1997. Tölur um framleiðslu og sölu kindakjöts í október að hluta áætlaðar, þar sem fullnægjandi skýrslur höfðu ekki borist frá Kaupfélagi Króksfjarðar, Norðvesturbandalaginu, Kaupfélagi Skagfirðinga og Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.