Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 9. desember 1997 Bœndablaðið 5 Snorri Sigurðsson, skrifar frá Danmörku. Fyrir nokkru var ákveðið að gera breytingar á sölukerfi mjólk- urkvóta í Danmörku. Kröfum nú- tímans um stærðarhagræðingu búanna var ekki unnt að mæta með þeim viðskiptaháttum sem viðhafðir voru og því nauðsynlegt að gera breytingar. Líkt og í öðrum löndum var þetta þó hægara sagt en gert, sér í lagi þar sem menn vildu tengja saman opna markaðssölu á kvótanum en jafnframt forðast að einstakir framleiðendur myndu ná að sanka að sér miklum hluta framleiðslunnar. Þessu samhliða vildu menn tryggja að bændur, sem eru að hefja störf sem mjólk- urframleiðendur, eygðu mögu- leika á að standast samkeppni við þá sem fyrir eru á markaðinum. Fullkomlega ftjáls viðskipti með kvóta hafa því ekki verið til umræðu, enda eru til mörg dæmi um að slíkt hafi leitt til yfirverðs á kvótanum - sem hafl lítið að gera með raunvirði kvótans. Danskir mjólkurframleiðendur hafa horft til Belgíu í þessu sambandi, þar sem kvótakaup voru frjáls fyrir skemmstu og kvótaverðið var mjög hátt. Samhliða háu verði á kvóta, varð auðvitað nýliðun í greininni mjög hæg og því fyrir- sjáanleg vandamál þar á ferð. Belgískir mjólkurframleiðendur tóku því sjálfir upp stýringu á kvótaviðskiptunum til að tryggja öruggari framtíð mjólkurfram- leiðslunnar. Gamla kvótasölukerfið Gamla kvótasölukerfinu í Danmörku hefur áður verið lýst (12. tbl.) en það byggði á því að ein stofnun sá um öll viðskipti með kvóta, á föstu verði. Með því kerfi áttu bændur erfitt með að kaupa mikið magn kvóta í einu, nema þeir myndu kaupa upp jarðir með kvóta á. Hið nýja kvótasölukerfi Eftir miklar vangaveltur í landbúnaðargeiranum, þar sem margar aðferðir voru skoðaðar, var ákveðið að setja á fót kvóta- sölumarkað sem starfa myndi frá árinu 1998. Markaðurinn virkar á þann hátt að mjólkurframleiðandi sem vill selja, sendir inn tilboð til Mjólkumefndarinnar þar sem hann tekur fram hve mikið hann hyggst selja og hvaða lágmarksverð hann setji upp. Á sama hátt sendir tilvonandi kaupandi inn tilboð, þar sem hann tekur fram hve mikið hann vilji kaupa og á hvaða hámarksverði. Allir sem vilja selja eða kaupa kvóta senda með þessum hætti inn sínar tölur fyrir 15. janúar og síðan em öll tilboðin tekin og flokkuð. Öllum sölu- og kaup- tilboðum er raðað upp eftir verði og magni, sölutilboðum eftir hækkandi verði og kauptilboðum eftir lækkandi verði. Með þessu móti myndast framboðs- og eftir- spumarlínur (sjá mynd) og þar sem þær skerast er verðið á kvótanum í jafnvægi. Þessi jafnvægispunktur festir það sem kallað er jafnvægisverð, sem er það verð sem allur kvóti verður seldur á. Þannig fá þeir sem hafa óskað eftir að kaupa kvóta á hærra verði en jafnvægisverðið (A), keypt á þessu fasta verði og eins fá þeir bændur sem buðu kvóta til sölu á lægra verði en jafnvægisverðið (B), þetta sama jafnvægisverð. Þeim tilboðum frá bændum sem vildu fá meira fyrir kvótann (C), sem og þeim lægri tilboðum en jafnvægisverðið (D) er vísað frá. Þetta kerfi virkar frekar áhættusamt með tilliti til áhrifa einstakra mjög hárra/lágra tilboða, en talið er þó að slík tilfelli ættu ekki að skaða heildarmyndina. Skýringin felst í þeim fjölda til- boða sem vænst er að muni verða á hveijum tíma, en á síðasta ári voru um 8 þúsund bændur sem keyptu kvóta af tólf hundrað bændum. Það að einhver örfá tilboð séu langt frá heildinni ætti því ekki að valda mikilli skekkju á jafnaðarverðinu, a.m.k. ekki á meðan tryggt er að margir sendi inn tilboð á hveijum tíma. í dag er það nokkuð tryggt, þar sem einungis má versla með kvóta einu sinni á ári (reglur frá Evrópusambandinu banna annað!). Sala framhjá kerfinu tolluð Ef bóndi hyggst kaupa jörð með kvóta (þ.e. að stækka við sig), verður hann núna að greiða toll af kaupunum. Þessi tollur nemur 33% kvótamagnsins, sem er þá lagt inn í kvótasölumarkaðinn. Markmiðið með þessari reglu er að fá sem mest af viðskiptum inn á kvóta- markaðinn og tryggja þannig að sem mest af kvótanum verði selt á markaðsverði hvers tíma (jafnað- arverðinu). Einnig er hugmyndin að þama fáist inn sá kvóti sem nýir bændur fá ókeypis (sjá síðar). Nokkrar undantekningar má gera frá tollareglunni, s.s. þegar jarðir með kvótum era sameinaðar í félagsbú (minnst til 5 ára). Ekki fyrir alla í nýja kvótakerfmu era margs- konar takmarkanir á kaupmögu- leikum. Þetta er sér í lagi gert til að koma til móts við þarfir millistórra búa. Þessar tak- markanir era: - Árleg kaup geta mest verið 150 tonn. - Mest er hægt að kaupa 300 tonn á 5 áram. - Þeir framleiðendur sem hafa minni kvóta en 150 tonn geta þó keypt öll 300 tonnin í einu. - Þeir sem era með meira en 800 tonna kvóta geta mest keypt 2% á ári - til að mæta aukningu í nyt. - Þeir sem hafa kvóta á leigu og missa hann, hafa rétt á að bæta sér upp tapið á kvótamarkaðinum. Sérstök vildarkjör fyrir nýja bændur Með nýja kerfinu er tekið sér- stakt tillit til þeirra sem era að byija búskap. Þeir geta sótt um mest 560 tonna kvóta (m.v. 80 kýr) og því magni sem þeir koma til með að fá verður skipt þannig: - Mest þriðjungur fæst ókeypis (kvótinn sem kemur með tolla- reglunni ætlaður í þetta). - Minnst tveir þriðju fást á markaðsverðinu (j afnaðarverðinu). Ef hins vegar um er að ræða nýtt bú, þ.e. án kvóta gilda áfram reglumar um 300 tonn - þó deilt upp á sama hátt og ofan greinir. Framangreind vildarkjör fyrir nýja bændur á að tryggja það að viðskipti með kvóta fari í gegnum kvótamarkaðinn. Sá kvóti sem fæst með þessum hætti verður ekki seljanlegur nema hann hafi verið nýttur minnst 95% og sá kvóti sem fæst ókeypis er fyrst hægt að selja að 5 áram liðnum. Fyrsta árið mun þó lítið af kvóta fást á þessum vildarkjöram, þar sem reglan um tollun kvótasölu utan við kerfið er nýlega komin í gagnið (júlí 1997). Framtíóin Samningurinn um kvóta- markaðinn gildir til 5 ára, en verð- ur endurmetinn eftir tvö ár með það að leiðarljósi að stýra betur viðskiptunum - ef þess gerist þörf. Hvemig þetta nýja kerfi þeirra Dana á eftir að reynast kemur í ljós á næstu áram, en spennandi verður að fylgjast með því hvort þeir nái þeim markmiðum sem nýja kerfinu er ætlað. Fyrsta vísbending kemur í janúar, þegar fyrstu kaup- og söluniðurstöðumar liggja fyrir. Hver sem reynslan af þessu nýja kerfi verður, þá er ljóst að kerfið er byggt upp á þann hátt að fjölskyldubúin eiga að hafa mögu- leika á að stækka og tryggja sér góða markaðshlutdeild. Einnig er athyglivert hvemig búið er að þeim bændum sem era að hefja búskap, en að fá þriðjung kvótans í styrk frá öðram mjólkurframleið- endum, hlýtur að teljast til tíðinda. Nokkuð áhugaverð stefna danskra bænda, sem vert væri að taka til athugunar á íslandi. Uppbygging markaðarins Bókin um Gunnar Guðbjartsson SíOasta afrek Gunnars GuObjartssonar Það voru skemm- tilegir endurfundir við Gunnar Guðbjartsson að lesa ævisögu hans. Því miður auðnaðist Gunnari ekki að lýsa nema fyrri hluta ævi sinnar og er þessi saga mjög í anda mannsins sjálfs, hnitmiðaðar lýsingar, nærfærin frá- sögn og sums staðar bregður fyrir þeim hárfína húmor sem Gunnar nýtti sér of sjaldan. Mér þótti mikils háttar kaflinn um raunir Hjarðar- fellsheimilisins 1884- 1906 og annar kafli ennþá betri var hann höndlaði mestu hamingju lífs síns, Ásthildi Teitsdóttur frá Eyvindartungu. Reyndar skín í gegnum alla frásögn Gunnars aðdáun hans á Ástu og síst dregur hann það undan að hún stóð alltaf á bak við allt hans merka starf fyrir íslenska bændur. Á yfirlætislausan hátt lýsir Gunnar námskappi sínu; í bamaskóla, á Laugarvatni og á Hvann- eyri. Með ólíkindum er hversu stuttan tíma hann þurfti til að ná þeim námsafrekum sem hann hvarvetna vann. í ljós sagan af kemur að hann hafði lesið flestar Laugarvatnsför Gunnars þar sem Islendingasögumar er bamaskóla- Páll Lýðsson, bóndi í Litlu- Sandvík. ferill hans hefst. Þá skilst betur hinn knappi en orðfagri stíll. Málsgreinar era stuttar, helst allar í framsögu, fátt er um aukasetningar, við- tengingarháttur helst ekki notaður. Hér er kominn stíll Sturlu Þórðarsonar eða höf- undar Grettis sögu, sem ef til vill var einn og sami maður- inn. Merkilegar munu síðar teljast þjóðháttalýsingar Gunnars og frásagnir hans af félagsmálum og mannlífi á Snæfellsnesi. Þar er ná- kvæmni fyrir að fara eins og hjá Þórbergi og séra Áma Þórarinssyni en þó allt sannsögulegra. Ég sá Gunnar fyrst á frægum fundi á Selfossi 1964 þai' sem Gunnar Bjamason ráðunautur flutti skynvæðingarkenn- ingar sínar. Þá var Gunn- ar á Hjarðaifelli ný- orðinn formaður Stéttar- sambands bænda og kom á fundinn. Upp lítinn stiga gengu menn á sviðið sem var um 80 sm. hærra en salurinn. En þegar Gunnar fékk orðið gekk hann beint að sviðinu og vippaði sér þar upp framan við ræðustólinn. Mér fannst að nýtt og framsæknara afl væri nú komið í forystu bænda- samtakanna, en í þessari ævisögu kemur fram að mjög tregur var Gunnar að axla þessa byrði en þá eggjaði Ásta hann til verksins, og henni ber heiðurinn og þökk íslenskra bænda. Erlendur Halldórsson í Dal tekur til við söguna þar sem Gunnar féll frá henni og lýsir af- reksverkum hans heima í héraði. Glæsileg frásögn hans kom mér á óvart, einkum fyrst og síðast í kaflanum, og átti Erlendur ekkert með að eyða pappír í að telja sig óverðugan að skrifa um þennan frænda sinn. Jónas Jónsson fyrr- verandi búnaðar- málastjóri á vandaða ritgerð um félagsmála- störf Gunnars fyrir sunnan. Þar eru gerð skil þeirri vamarbaráttu sem Gunnar lenti í upp úr 1967 - en vamarsigramir voru einnig margir. Mál var komið að lýsa stór- virkjum Gunnars Guð- bjartssonar í heild og hér er sú lýsing komin í vel út- gefinni ævisögu sem kalla mætti "síðasta afrek Gunnars Guðbjarts- sonar".

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.