Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 30
30 Bændáblaðið Þriðjudagur 9. desember 1997 Óskum íslenskum bœndum gleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs Framleiðsluráð landbúnaðarins Gleðileg jól, gott ogfarsœlt komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu. Hagfeldur hf. Oloðskinn hf Gleðileg jól, gott ogfarsælt komandi ár! Loðskinn hf, Sauðárkróki Gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár! Þökkum viðskiptin Sölufélag Austur- Húnvetninga Gleðileg jól, gott ogfarsælt komandi ár! Samband íslenskra loðdýrabænda HROSSABÆNDA Gleðileg jól, gott ogfarsælt komandi ár! Gleðileg jól, gott ogfarsælt komandi ár! Landssamband hestamannafélaga Gleðileg jól, gott ogfarsœlt komandi ár! Landssamtök sláturleyfishafa Gleðileg jól, gott ogfarsælt komandi ár! Landssamband kúabænda Gleðileg jól, gott ogfarsœlt komandi ár! Bsb. Suður-Þingeyinga Gleðileg jól, gott ogfarsœlt komandi ár! Eyjafjarðarsveit Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár! Svínaræktarfélag íslands Skógarbændur á Vesturlandi Vaxandi áhugiá skðgrækt meðal bænda K. Hulda Guðmundsdóttir, ritari Félags skógarbænda á Vesturlandi. Á því tæpa hálfa ári sem liðið er síðan Félag skógarbænda á Vesturlandi var stofnað, hafa lið- lega eitthundrað manns látið skrá sig sem stofnfélaga. Stjórn félags- ins telur þetta bera vott um þann mikla og vaxandi áhuga sem bændur á svæðinu hafa á því að fara út í skógrækt á jörðum sínum og þá trú sem menn hafa á því að skógrækt muni í náinni framtíð verða raunhæfur valkostur í land- búnaði, en ekki frístundafag ein- stakra sérvitringa. Sú aukna áhersla sem ríkisstjóm íslands hef- ur lagt á hlut skógræktar og land- græðslu í bindingu koltvísýrings styrkir menn enn frekar í þeirri trú að fjárframlög til skógræktar verði stóraukin á komandi árum. Þó er ekki laust við að líta megi öfund- araugum þá 360 milljarða sem frændur okkar írar munu fá frá Evrópusambandinu á næstu þrjátíu árum til stóraukinnar skógræktar. 1 þeim samanburði verður 190 milljóna viðbótarframlag ríkis- stjómar Islands til skógræktar fram að kosningum, ansi rýrt. Fjárstuðningur einkafyrirtækja við skógrækt hefur færst í vöxt og binda skógarbændur á Vesturlandi nokkrar vonir við að stórfyrirtæki á svæðinu muni leggja búgreininni lið. Ennfremur eykur það bjart- sýni manna að þau svæði sem áð- ur voru talin utan skógræktarskil- yrða eru nú talin koma til greina í nytjaskógrækt. Það er af sem áður var þegar mest var plantað innan um birki og það síðan látið víkja fyrir barrinu, því mörg þeirra svæða sem tekin verða til skóg- ræktar á næstu ámm em nú nánast berangur. Landssamband skógareigenda, sem stofnað var á liðnu sumri, hefur sótt um aðild að Bænda- samtökum íslands og bíða skógar- bændur nú eftir þeirri staðfestingu að þessi tegund búskapar verði samþykkt í samtökum bænda og öðlist þar með viðurkenningu sem búgreinasamtök. Félag skógarbænda á Vestur- landi lítur á það sem eitt brýnasta hagsmunamál greinarinnar að vinna að samvinnu hefðbundinns búskapar og skógræktar, með það að markmiði að gera báðum aðil- um kleift að stunda sínar bú- greinar. Er þá fyrst og fremst átt við nauðsyn þess að víðtæk sam- vinna skapist um friðunar- og landnýtingaráform, en eitt aðal- skilyrðið fyrir hinum ýmsu styrkjum sem í boði eru í dag til skógræktar, er friðun lands. Þau sjónarmið sem leggja áherslu á beitarstýringu og endurheimt land- gæða verða sífellt meira ráðandi og bændur hafa tileinkað sér þau í æ ríkara mæh hin síðustu ár. Þó eru enn í fullu gildi orð Kristjáns Eldjáms úr nýársávarpi frá því fyrir 25 árum þar sem hann sagði m.a.:“Bersýnilegt er að fyrr en var- ir verður það talin ein af frum- skyldum allra þjóða að taka virkan þátt í að friða, rækta og vemda land og sjó, vemda náttúmna um leið og þær nytja hana og lifa á henni“ ....“Sumir óttast að hug- myndir um gróðurvemd séu hættu- legar fomum atvinnuvegum, en þau ráð er hægt að finna með nú- tímaþekkingu og tækni og raunar blasir alls staðar þetta sama við, að samræma nýtingu og vemd. Um þetta ættu allir að geta verið sam- mála.“

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.