Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið Þríðjudagur 9. desember 1997 £ Atlas Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári Atlas hf. ÍSAFÖLD EHF. Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hagsældar á komandi ári Áburðarsalan ísafold ehf. BCRGARPLAST Oskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs Borgarplast hf. Gleðileg jól. Gott og farsœlt komandi ár! Búnaðarsamband Suðurlands OÝRALtKNAfílAS Gleðileg jól, óskum bændum og búaliði hag- sældar á komandi ári. Dýralæknafélag íslands Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Fjallalamb hf. Kópaskeri ©FRJO Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Frjó ehf. LYFJAVERSIUN ÍSLANDS HF. Gleðileg jól, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. ísteka hf. WÍSTEX. iSLENSKUR TEXTlLIÐNAÐUR HF. Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs ístex Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœls komandi árs Kaupfélag V- Húnvetninga RehstranimhveFfi danskrargarflyrkja Garöar R. Árnason, garðyrkluráðunautur BÍ Á nýliðnum haustfundi Sam- bands garðyrkjubænda gerði Jan Hassing, ffamkvæmdastjóri dönsku garðyrkjubændasamtakanna (DEG) grein fýrir þróun rekstrammhverfis danskrar garðyrkju frá því að Danir gengu í Efnahagssamband Evrópu. Danir gengu í EB árið 1973, en fram að þeim tíma bjuggu Danir við ýmiss konar innflutningstakmarkanir á garðyrkjuafurðum. Við inngöng- una í EB féllu innflutningstakmark- animar niður frá löndum innan EB, en þó var gefinn 5 ára aðlögunartími fyrir stöku tegundir (t.d. tómata) og lækkuðu innflutningstollamir smám saman niður í 0% á aðlögunar- tímanum. Tilfmningar danskra garðyrkju- bænda voru blendnar gagnvart inn- göngunni í EB. Til að stuðla að markvissari undirbúningsstarfi var unnin spá varðandi áhrif inngöngu í EB á þróun danskrar garðyrkju. Spáin tók yfir tímabilið til ársins 1980 miðað við árið 1969 og gerði spáin ráð fyrir 80% aukningu í potta- plöntum miðað við ræktunarflatar- mál, 20% samdrætti í afskomum blómum og 40-70% samdrætti í yl- ræktuðu grænmeti. Eins og sjá má í töflu 1 rættist spáin ekki að fullu og miðað við árið 1996 urðu áhrifin enn meiri en flestir gerðu ráð fyrir. Á tímabilinu 1973-1996 jókst ræktun pottaplantna (miðað við flatarmál) um u.þ.b. 50%, ræktun afskorinna blóma dróst saman um u.þ.b. 84% og ræktun ylræktaðs grænmetis dróst saman um u.þ.b. 31% (þar af var um 48% samdráttur í ræktun tómata, en ræktun gúrkna hefur staðið nánast í stað). Sjá töflu 1 Hins vegar segir þróun ræktunar- flatarmálsins ekki alla söguna, því ffamleiðsluverðmæti af hverri flatar- einingu skiptir einnig ákaflega miklu máli. I töflu 2 kemur ffam heildar- ffamleiðsluverðmæti danskrar garð- yrkju (í milljónum danskra króna) á árunum 1975-1996, sem og ffam- leiðsluverðmæti nokkurra greina hennar. (Sjá töflu 2) Þegar töflur 1 og 2 eru bomar saman kemur greinilega ffam að á tímabilinu hefur náðst veruleg verð- mætaaukning af hverri flatareiningu. Eins og kunnugt er flytja Danir út mikið magn garðyrkjuafurða og nam útflutningur þeirra t.d. um 2.500 milljónum danskra króna árið 1996. Útflutningnum er þó mjög misskipt eftir ffamleiðslugreinum og era pottaplöntur langstærsti hluti útflut- ningsins, eða 85-90%. Auk potta- plantna er allnokkuð flutt út af garð- plöntum. Bróðurpartur útflutningsins er til annarra landa EB, þar af eru mikilvægustu markaðssvæðin í Þýskalandi og Svíþjóð. Jan Hassing taldi að þessi mikla þróun innan pottaplönturæktunar hefði ekki getað átt sér stað án þátttöku í EB, stæðu Danir utan EB er viðbúið að út- flutningur þeirra væri h'till sem enginn. Aðspurður taldi Jan Hassing meginorsök góðs gengis danskrar pottaplönturæktunar vera gott sölu- kerfi og mikill metnaður ffamleið- enda og dreifingaraðila, með nánum tengslum á milli framleiðenda og út- flutningsmarkaða. Innan annarra greina garðyrkjunnar hafi menn hins vegar horft til útflutnings til að losna við umffamvöru í stað þess að byggja upp markaði. A síðasta árartug hefur einnig átt sér stað ákveðin þróun í fjölda og stærð danskra ylræktarstöðva, þannig að stöðvamar eru orðnar stærri og færri, sbr. töflu 3. Stóru stöðvamar hafa stækkað við sig og þær smærri hætt. Á síðustu árum hefur ekki átt sér stað uppbygging nýrra ylræktarstöðva í Dan- mörku.(Sjá töflu 3). í stórum dráttum má segja að dönsk ylræktun sé fyrst og ffemst ræktun pottaplantna, að stórum hluta til útflutnings. Ræktun afskorinna blóma er orðin mjög einhæf og er nánast bara um ræktun rósa að ræða. Ræktun grænmetis og afskorinna blóma miðast fyrst og ffemst við heimamarkaðinn. Stjóm dönsku garðyrkjubænda- samtakanna (DEG) er stór, skipuð 15 manns. í stjóminni eiga sæti fulltrúar einstakra landsvæða, framleiðslu- greina og sölufyrirtækja. Innan sam- takanna em starffæktar fimm Tafla 1. Þróun ræktunarflatarmáls (i ha) í Danmörku 1973-1996 eftir einstökum framleiðslugreinum. (Til samanburðar er heildarflatarmál íslenskra gróAurhúsa 18-19 ha). 1973 1980 1990 1996 Pottaplöntur 204 253 306 307 Afskorin bióm 152 73 38 25 Ylræktaö grænmeti 169 142 125 117 Þaraf: Tómatar 97 77 60 50 Gúrkur 37 33 29 35 Samtals 659 578 558 534 Tafla 2. Framleiðsluverðmæti danskrar garðyrkju 1975-1996 í milljónum danskra króna, bæAi (heild og nokkrum framleiöslugreinum. (Gengi: 1 dönsk króna = 10,80 íslenskar krónur). 1975 1980 1990 1996 Garðyrkjan i heild 1.308 2.475 4.302 4.306 Pottaplöntur 295 988 2.450 2.443 Afskorin blóm 228 233 258 179 Ylræktaö grænmeti 176 205 304 317 Samtals 2.007 3.901 7.314 7.245 fagdeildir, þ.e. pottaplöntur, afskorin blóm, ylræktað grænmeti, útigræn- meti og garðplöntur. Innan hverrar fagdeildar staifa margir fagklúbbar, í nánum tengslum við rannsóknir. DEG rekur m.a. ráðunautaþjónustu, efhagreiningar og gefur út garð- yrkjutímaritið Gartner Tidende. Mikilvægur gmnnur að velgengni Jan Hassing, framkvœmdastjóri dönsku garðyrkjubœndasamtak- danskrar garðyrkju sagði Jan Hassing vera nána samvinnu þessara þátta. Tekjur DEG nema um 36 mill- jónum danskra króna. Þar af koma 6 milljónir frá danska ríkinu vegna ráðunautaþjónustunnar, 11 milljónir sem félagsgjöld ffá garðyrkjubænd- um (bændur greiða 2,5°/oo til sam- takanna) og 19 milljónir af öðm (t.d. sölu þjónustu (ráðunautar, efhagrein- ingar), Gartner Tidende o.fl.). Á vegum DEG starfa 30 ráðunautar og greiða garðyrkjubændur 468 danskar krónur fyrir hveija klst. ráðunaut- arins á garðyrkjustöðinni, og er aksturskosmaður innifalinn þar í. Á síðustu ámm hefur æ meira borið á "ókeypis" ráðunautaþjónustu ýmissa söluaðila, einkum innan grænmetis- geirans. DEG hefur ekki nein áhrif á hvað menn rækta né heldur hvemig, þ.e. hvort um hefðbundna eða hffæna ræktun er að ræða. Jan Hassing sagði mjög htið um hffæna ræktun í gróðurhúsum í Danmörku, en hafi náð lengst við ræktun grænmetis utandyra. Hins vegar hefur vistræn, skrásett ræktun ("IP ræktun") undir eftirliti ríkisins farið ört vaxandi í gróðurhúsum, sem og utandyra, og hefur verið vel tekið hjá neytendum og söluaðilum. Þeir garðyrkjubænd- ur sem gangast undir reglur vist- rænnar ræktunar fá leyfi til að merkja vöm sína sérstöku merki (IP), sem skiptir ef til vill hvað mestu máh því neytendur tengja það danskri ffam- leiðslu. Jan Hassing sagði að mjög hefði dregið úr áhuganum fyrir hf- rænni ræktun, bæði hjá framleiðend- um og neytendum. Danskir neytendur leggja mikla Tafla 3. StærAardrelfing danskra ylræktarstöbva 1987-1996, sem % af fjölda stöAva og sem % al heildar flatarmáli. 1987 1990 1993 1996 Stærð stööva í m2 % af %af % af % af %af % af %af % af fjölda flatarmáli fjölda flatarmáli fjölda flatarmáli fjölda flatarmáli 1.000-2.499 51 16 38 11 35 10 32 9 2.500 - 9.999 42 52 51 45 52 43 52 41 10.000-19.999 5 18 8 20 9 21 11 22 20.000 og stærri 2 14 4 24 4 26 5 28 áherslu á magn plöntulyfja, áburðar og orku sem notuð er við ræktunina. Dönsk garðyrkja nýtur góðrar ímyndar hjá neytendum og al- menningi og þar af leiðandi hefur verið unnt að halda hærra verði á innlendri vöm en innfluttri. I dag á vistræn, skrásett ræktun (IP) bara við um grænmeti og ávexti, en unnið er að því að koma upp samsvarandi kerfi fyrir blóm. Danir leggja mikla áherslu á að draga úr notkun plöntu- lyfja, áburðar og orku við ræktunina, sem endurspeglast í rannsóknar- áætlun þeirra. Algengt er að menn tengja Evrópusambandið við flókið og um- fangsmikið styrkjakerfi, t.d. varðandi niðurgreiðslur og styrki pr. flatar- einingu. Innan EB er lögð mikil áhersla á að aftengja magntengda styrki, en þetta breytta fýrirkomulag mun htið snerta garðyrkjuna, heldur fyrst og ffemst hefðbundinn land- búnað. Af beinum stuðningsaðgerðum innan EB em eiríkum þijár sem gætu snert garðyrkju. I fyrsta lagi dreif- býlisstyrkir (Mál 5b), í öðm lagi þróunarstyrkir og í þriðja lagi FEOGA. Jan Hassing sagði Dani hafa htið í þessa sjóði að sækja. Dreifbýlisstyrkimir ná ekki til Dan- merkur og þróunarsjóðurinn gagnast ekki í dag því danska ríkið er ekki tilbúið með mótffamlag sitt og verður ekki fyrr en í fýrsta lagi árið 1999. Styrkir úr FEOGA em ædaðir til endurbóta á flutningum og geta dreifingaraðilar sótt um styrki til hagræðingar hjá sér, t.d. í vögnum, en er htíð notað í dag. í heild má segja að innan garð- yrkju komi í dag litlir peningar ffá EB til Danmerkur. Blómageirinn innan EB fékk 120 mihjónir danskra króna og þar af fengu Danir 4 milljónir til markaðsmála, en á móti styrknum þarf að koma 40% ffamlag frá heimamönnum. Mikið er flutt inn af afskomum blómum til EB og sem er t.d. án tolla ffá ýmsum þróunarlöndum í Affíku og er nú um 80% innflutningsins tollalaus. Fram til 1995 var meira flutt út af blómum ffá EB heldur en inn til EB, en frá 1995 hefur dæmið snúist við. í ffamtíðinni mun verða leitast við að ná betra jafhvægi á milli möguleikanna á inn- og út- flutningi. Þó svo að nú sé htið um ræktun afskorinna blóma í Dan- mörku, hefur innflutningur áhrif á allan blómamarkaðinn og þar á meðal pottaplöntur. Innan EB er í gildi ákveðið lág- marksverð fyrir grænmetí, þannig að ef markaðsverðið er mjög lágt greiðir EB mismuninn upp að lágmarks- verði. Hins vegar hefur lágmarks- verðið verið það lágt að það hefur ekki skipt neinu máh fyrir danska grænmetisffamleiðendur og ædunin er að lækka lágmarksverðið enn frekar. Varðandi innflutning tíl EB er í gildi ákveðið lágmarksinnflutnings- verð. Fyrir útflutning út úr EB hafa fengist útflutningsstyrkir. Helstu möguleikar Dana á "EB peningum" felst í myndun sölusam- taka og markaðssóknar á þeim gmndvelli. Sölusamtökin geta búið sér tíl ákveðna rekstrarsjóði til markaðsmála og greiðir EB þá 50% kostnaðarins. Hlutí rekstrarsjóðanna getur farið í uppkaup af markaði, þó að hámarki 10%. Jan Hassing sagði Dani ekki keppa á jafnræðisgmndvelh innan EB. Til dæmis skortir mikið á að Dönum sé leyfilegt að nota álíka úr- val plöntulyfja og Hohendingum stendur tíl boða. Auk þess em lagðar ýmsar álögur á danska garðyrkju sem ekki er gert víða í EB. Á plöntulyf er lagður 15% skattur og hann á að aukast á næstu árum og enn fremur er lagður sérstakur skattur á orku, sem fer einnig vaxandi í framtíðinni. í undirbúningi er að leggja sérstakan skatt á köfnunarefhisáburð.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.