Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 11

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 9. desember 1997 Bœndablaðið 11 KÍNA Kína er í senn bæði aðlaðandi og fráhrindandi land. Þar ganga hlutimir gjaman allt öðruvísi fyrir sig en hér á Vesturlöndum. í Kína em u.þ.b. 60 millj. íbúa sem hafa fjárhagslega afkomu sem er svipuð og í Evrópu. Að auki er síðan reiknað með að það séu a.m.k. 10 millj. sem em mun ríkari en gengur og gerist með Evrópu- búa. Þessir Kínverjar fylgjast náið með því hvemig fólk lifir í Evrópu og reyna að skapa sér svipaðar að- stæður. Hinir velhafandi velja því að nota peninga sína til kaupa á innfluttum húsgögnum frá Norður- löndunum, pelsum, Rolex úrum og ef þeir komast upp með það - á innfluttum bflum. Minkaskinnanotkun hefur vemlega unnið á á undanfömum árum á kostnað annarra skinna. Einkum eru minkakápur vinsælar en einnig casmirjakkar með minkabryddingum. Fyrir einu og hálfu ári var blárefur vinsælasta grávaran í Kína en nú hefur minkurinn tekið yfir, sem dæmi má nefna að í einum bæ hafa verið opnaðar 10 pelsabúðir á sl. ári, þær selja einungis vörur unnar úr minkaskinnum. Pelsar em ekki einungis ætlaðir fyrir konur austur þama, það er einnig gert ráð fyrir að karlmenn noti þá. Kínverjar líta þannig til að minkapelsar séu einn besti kosturinn til að sýna ríki- dæmi sitt og það þurfa minka- framleiðendur að notfæra sér. KOREA Á síðasta ári varð sú neikvæða breyting á að kaupendur skinna frá Kóreu höfðu ekki lengur efni á að kaupa með sama hætti og verið hafði árin þar á undan. Þetta var mikil breyting þar sem þeir höfðu lengi verið í hópi sterkustu kaup- enda á grávöru. Ástæða þessa er ekki sú að pelsar séu ekki lengur í tísku í Kóreu- þeir hafa einfaldlega ekki efni á að kaupa þá eins og stendur. Utflutningsframleiðendur lentu á síðasta ári í erfiðleikum. Rfldsstjómin hækkaði skattana og setti aukatolla á lúxusvömr s.s. pelsa. Af opinberum aðilum hefur verið reynt að trufla starfsemi inn- flytjenda lúxusvara. Sala á pelsum er í ár einungis helmingur þess sem verið hefur undanfarin ár. Þrátt fyrir að teikn hafi verið á lofti síðari hluta sumar um jákvæðar breytingar er vart á það að treysta þar sem óróinn á gjaldeyris- mörkuðum Asíu hefur farið mjög illa með gjaldmiðil landsins. JAPAN Á sama hátt og Kórea hefur Japan verið í efnahagslegri lægð á síðustu ámm. Þrátt fyrir þetta hef- ur áhugi á pelsum farið vaxandi í Japan á undanförnum ámm, þökk sé SAGA. Tekist hefur að fá með- limi vinsælustu popphljómsveitar í Japan til að bera pelsa á hljóm- leikum sínum. Pelsar em mjög í tísku og þykja af hinum ungu vera „smart“. I sannleika sagt er of heitt til að klæðast pels í stómm hluta Japans. Þess vegna eru klipptir eða rakaðir pelsar ríkjandi, gjaman litaðir. Stærstur hluti pelsanna er fluttur inn frá Hong Kong og pelsar eru óvenjulega dýrir samanborið við annars staðar í heiminum. RÚSSLAND Á undangengnum árum hafa verið miklir efnahagsörðugleikar í Rússlandi, verðbólgan á sl. ári var 131%. Nú lítur hins vegar út fyrir að skriður sé að komast á hlutina og stöðugleiki í vændum. Því miður virðist sem einungis ein leið sé fær til að verða ríkur í Rúss- landi, taka þátt í neðanjarðarhag- kerfinu. Samkvæmt rússneskum dagblöðum er um helmingur hag- kerfisins neðanjarðar. Þetta er að sjálfsögðu hættulegt fyrir fjárhag landsins. Allir reyna að svíkja undan skatti, einnig pelsafram- leiðendur og seljendur. Moskva er þriðja dýrasta borg heimsins og þangað flykkjast hinir nýriku Rússar til að eyða ný- skjótfengnum peningum sínum. Talið er að 15-17 millj. manna í Rússlandi séu ríkir og þeir eyða peningunum. Fyrir þá skiptir verð- ið ekki miklu máli. Vegna þessa geta skinnaframleiðendur og bfla- salar verið þakklátir. Á síðustu 3-4 árum hefur Rússland þróast úr því að vera eitt af hinum nýju markaðssvæðum í að verða eitt aðal markaðssvæði DPA. Skinn eru seld með margvíslegum hætti til Rússlands. Það er því erfitt að meta innfluttning á skinnum þangað nákvæmlega. Ein af ástæðunum fyrir því að svo frábærlega gengur að selja pelsa í Rússlandi og raun ber vitni er hve mikil minnkun hefur orðið á skinnaframleiðslu í landinu. Skv. þarlendu loðdýrablaði hefur fram- leiðslan minnkað úr 11 millj. skinna 1990 í um 3,7 millj 1997. Stöðug vandræði með fóður og skortur á kynbótastarfi endur- speglast í stærð og gæðum skinn- anna. Skandinavísk og amerísk skinn eru nú ríkjandi í landinu. Skinn af stórum dökkbrúnum högnum (skinn=hattur) eru ennþá mest keypt. Heldur minni áhugi er fyrir bláu litunum ( Safír og Blue Iris) en verið hefur vegna hins gífurlega háa verðs á þeim. Læðu- skinn eru farin að seljast í meira mæli en áður var. Hinir rússnesku kaupendur eru orðnir betur með- vitaðir um gæði. Neytendumir em einnig famir að vilja gæðavöru. Vegna þess að ekki er margt fólk sem telst til milliklassa í landinu er auðveldara að selja dýrar minka- kápur, kápur sem kosta um eða yfir 400 þús. en millidýrar kápur 200-300 þús. Ódýrar skinnavörur em seldar á opnum markaði. Hið háa verð á minkaskinnum í september kom Rússunum ekki á óvart. Þeir vildu gjaman halda verðinu stöðugu og miðuðu þar við verðið 1995/96. Það er að sjálf- sögðu erfitt að spá um hvemig þeir muni haga kaupum sínum í vetur en leiða má að því líkum að stór- kaupendumir muni kaupa inn í smáum skömmtum allt sölutíma- bilið. LITHÁEN Löng hefð er fyrir verslun með grávöm í Litháen, þaðan kemur raunar um helmingur rússnesku kaupendanna. Frá Litháen em flutt út um 99% keyptra skinna til Rúss- lands. Raunar er staðan þama afar viðkvæm m.a. sökum þess að auð- velt og ódýrt er að smygla pelsum yfir landamæri Rússlands og Kína en vegna áhuga Litháa á inngöngu í Evrópusambandið hefur öll landamæravarsla verið hert. Afleiðingin er sú að erfitt er að flytja skinn til Rússlands sem handfarangur frá Litháen. Eins og stendur gengur verslun með grá- vöm mjög vel í landinu. Sölutíma- bilið byrjaði óvenju snemma og gengur mun betur en síðastliðið ár. Verð skinnanna sl. vetur var með þeim hætti að gróði er af við- skiptunum. Mjög lítið er af skinnum á lager vegna lítilla kaupa á sl. sölutímabili. Líkur em á að allt verði uppselt um áramót og þá verður vonandi keypt jafnt og þétt allt næsta sölutímabil. Eingöngu er verslað með sútuð skinn í Litháen og eftirsóttastir eru dökkbrúnir högnar í stærðarflokkana 1,0,00. Lang flest skinn í Litháen koma frá uppboðshúsunum í Skandinavíu og eru þau alla jafna góð. 1 landinu eru framleidd um 200.000 skinn sem vegna lélegra gæða og mikils framleiðslukost- naðar em engan veginn samkepp- nishæf við skinn frá Norður- löndunum. ÍTALÍA Italía er á margan hátt í erfiðri stöðu vegna östöðugleika í pólitík- inni og allra erfiðleikanna við að uppfylla skilyrði Maastricht sam- ningsins. ítalir em ráðandi í heiminum hvað varðar tískuna í tilbúnum flíkum (ready-to-wear). Það er því afar mikilvægt að hinir stóru fram- leiðendur kvenfata eru nánast allir með bryddingar eða tilbúnar kápur. Þetta er mjög mikilvægt þar sem um er að ræða föt í milli verðflokki og að þessir framleið- endur halda skinnavöru stöðugt að sínum viðskiptavinum m.a. með því að hafa þær í sýningargluggum sínum. Bændur og samtök þeirra eiga að styðja við þetta vegna mikilvægis málsins. Mikill fjöldi ferðamanna heimsækir Italíu einungis til að versla og efst á lista þar em tískuföt. Fjölmiðlar hafa algerlega söðlað um hvað varðar umfjöllun um grávöm. Sífellt fleiri blöð og tímarit skrifa hlutlaust um málið. Þeir tískublaðamenn sem áður rituðu gegn pelsum em þeim nú hliðhollir í skrifum sínum. Tísku- tímarit fjalla mikið um pelsa og bryddingar úr skinnum. Vegna þess að ítalir hafa ekki getað haldið stöðu sinni sem leið- andi afl á skinnamarkaðnum hefur því miður tapast nokkuð af kunn- áttu í meðhöndlun vömnnar. Erfitt er orðið að selja hefð- bundnar kápur, það er búið að selja svo mikið af þeim. Því er nauð- synlegt að breyta útliti kápanna algerlega. I því sambandi er nánast nauðsynlegt að fá tískukóngana til að leiða verkið. SAGA á Ítalíu er í samstarfi við þekkt tískunöfn s.s. Ferré, Genny og Fendi. Fendi hef- ur verið fengið til að breyta notkun refaskinna til bryddinga og virðist sem það sé að skila sér í lítils háttar auknum áhuga á ref. Svo virðist sem aukning sé í sölu á skinnavöm og ef veturinn verður kaldur má gera ráð fyrir áframhaldandi jákvæðri þróun. Stór hluti framleiðslunnar á Ítalíu fer til útflutnings. Svo virðist sem í sumum löndum sé það fólki mikilvægt að varan sé framleidd á Ítalíu. Vegna þess að ítalir eiga í erfiðleikum með að keppa við rússneska og kínverska kaupendur hvað verð áhrærir em þeir sífellt að leita eftir öðmm skinnum til að nota í sína framleiðslu. Minkur og refur frá Norðurlöndunum er þó sú vara sem þeir vilja helst, vegna þess hve skinnin eru samstæð. Verðið í september var of hátt fyrir Itali. Líklegt má telja að þeir muni í framtíðinni kaupa mikið af skinnum þegar verðið er viðráðan- legt fyrir þá. Þetta er breyting þar sem þeir hafa á undanfömum ámm keypt þegar þá hefur vantað skinn. Áhuginn er greinilega vaxandi fyrir dökku skinnunum: Mahogany og einnig virðist sem svartminkur sé að ná vinsældum aftur. SPÁNN Spánverjar eru reiðubúnir að kaupa mikið af skinnum. Eftir mörg slök ár eru menn mjög já- kvæðir og byggja það m.a. á eftir- farandi: -fjárhagsstaðan fer batnandi -pelsar eru efst á tískulistanum -spádómar um kaldan vetur. Ef spár um kaldan vetur rætast er enginn vafi að salan fer í 2,5-3 millj. skinna eða svipað og hún var á ámm áður. Hefðbundinn minka- pels er vinsælastur en bryddingar seljast einnig vel. Minkur er vinsælasti pelsinn á Spáni og liturinn er brúnn, frá Mahogany yfir í Scanbrown og Scanglow AÐRIR HLUTAR EVRÓPU Til viðbótar Ítalíu og Spáni er þróunin jákvæð í Mið- og Norður Evrópu og horfur góðar fyrir næsta sölutímabil. Bæði er reiknað með að vel seljist af kápum/jökkum og flíkum með bryddingar á komandi vetri. NORÐUR AMERÍKA Allar fréttir frá USA eru ják- væðar. Smásalar kaupa mikið af pelsum. Tískublöð eru full af um- fjöllun um notkun á skinnum til bryddinga og einnig kápur og jakka. Fjárhagslegt umhverfi er mjög jákvætt og neytendur em þess al- búnir að auka einkaneysluna, og gera það að hluta til með því að kaupa pelsa. Mögulegt er að hafstraumurinn E1 Nino geti haft tímabundin neikvæð áhrif í formi óeðlilega hlýs vetrar. Efst á vinsældarlistanum er minkur en þar er einnig að finna ref. Mahogany er vinsælastur lita, en aðrir vinsælir em Scanblack, Scanbrown og Blue Iris. Vel f’erðir pelsar eru hreinustu listaverk. Á undanförnum árum hafa starfsmenn danska uppboðshússins farið á hausti hverju í heimsókn til helstu kaupenda loðskinna í þeim tilgangi að reyna að meta stöðu og horfur í sölumálum. Hér á eftir verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum þeirra nú, en þær voru birtar dönskum loðdýrabændum á fundum í byrjun nóvember. Grein þessi er byggð á erindi því sem flutt var á fyrrgreindum fundum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.