Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 6
6 Bœndablaðið Þriðjudagur 9. desember 1997 Úr jólabókaflóðinu Kaflar úr œvisögu Hjartar E. Þórarinssonar á Tjörn í Svarfaðardal en hún er rituð afbörnum hans tveimur Ein þeirra bóka sem út koma um þessi jól heitir Spor eftir göngumann - í slóð Hjartar á Tjörn. Hún er skrifuð af börn- um hans tveimur, Ingibjörgu og Þórarni, og er um margt nýstár- leg ævisaga. Hér á eftir er gripið niður á tveim stöðum í bókinni. Hjörtur nam búvísindi í Skot- landi á stríðsárunum og starfaði síðan um hríð í héraðinu Somerset í Englandi við búfjársœðingar. Frá þeirri dvöl segir í kafla sem ber heitið: í þjónustu lífsins Löngu seinna minntist Hjörtur vetrarins í Somerset og skrifaði þá í Norðurslóð. Oft heyrði maður þetta slagorð, sem er víst tekið úr ljóði einhvers sveitaskáldsins: Oh, thou sunnie Somerset Where the cider-apples grow. Ó, þú sólríka Somerset/þar sem víneplin vaxa. Eg lærði á furðuskömmum tíma að rata heim á bæina til allra þeirra hundraða bænda, sem skiptu við sæðingastöðina. Sumir urðu brátt vinir mínir. „Komdu út í skemmu, ég ætla að sýna þer svo- lítið" sögðu þeir gjaman að af- loknu embættisverki. Þá vissi ég hvað klukkan sló, cídergerð, sem lögleg var, eplavínsbrugg að sveitarsið. Og það brást ekki, úti í skemmuhomi var eplapressan: Það var trépallur fet frá gólfi eða svo, ofan á honum lag af vel hreinum hveitihálmi, þar ofaná lag af söxuðum eplum, þá annað hálm- lag, þá annað lag eplamauk o.s.frv., ein 10 lög af hvoru. Ofan á öllu saman var svo lokið og skrúfupressa ein mikil, sem var skrúfuð niður nokkrum sinnum á dag eftir því sem hálm- og epla- massinn féll saman. Út úr túðu á neðsta palli draup mjöðurinn ofan í kerald í gólfinu. Þarna inn dró nú bóndi gestinn, alls ekki nauðugan, seildist eftir ausu og glasi, fyllti ausuna í ker- aldinu, hellti í glasið og bar upp að birtunni og rétti gesti. Þetta var misjafn dmkkur eins og gengur hjá bmggurum; sumt veikt, annað sterkt, sumt kristalstært, sumt tölu- vert gmggugt - en alltaf vel þegið. Það var virkilega gaman að aka eftir bugðóttum sveitavegunum gegnum litlu þorpin með skrýtnu nöfnunum. Eg man þau sum ennþá, ótrúlegt en satt: Buckland saint Marie, Hinton saint George, Combe saint Nícolas. Staðimir vom sem sagt kenndir við dýrð- linga þá foma, sem kirkjumar vom helgaðar í kaþólskum sið. Það er gaman að fylgjast með hvemig sæðingamaðurinn verður smám saman innlifaðri í rekstur kynbótastöðvarinnar og fyllist metnaði fyrir hönd fagsins sem þarf að berjast fyrir viðurkenningu meðal bændanna. Lítum á glefsur úr dagbókinni. 7. mars. Ekkert gerist markvert þessa dagana. Bændurnir kvarta undan uppbeiðslum kúnna [upp- beiðsli: þegar kýr heldur ekki við nauti eða sæðingu og verður aftur yxna við næsta gangmál] og sýna vanþóknun sína með þrjóskulegu glotti þegar við komum kjagandi með hina grænu kistla okkar. Við getum ekki annað en haldið áfram verkinu með hógværð og æðruleysi og treyst því að betur gangi þegar stöðin er komin á réttan skrið. 28. mars. Annríki ekki mikið þessa dagana, því að flestar kýr ná- grannanna eru nú með kálfi. Misjafn- lega hefur stöðin gengið sem ekki er að undra með byrjunarfyrirtæki... Sumir bændur snéru jafnvel við okkur baki til fulls og drógu ekki dul á lítils- virðingu sína gagnvart okkur og okkar nýmóðins kenjum. Við höfðum ekki aðstæður til að svara fullum hálsi en hlökkum hins vegar til að sjá iðrun þeirra og handarbakanag þegar allir erfiðleikar eru að velli lagðir... 5. apríl. Ég þarf ekki að kvarta undan atvinnuleysi þessa apríldaga. Sprautingarnar koma nú flestar niður á mér með þeim afleiðingum að trén við veginn sjá mig sóllangan daginn þjóta eins og vestanvindinn fram hjá á bíl mínum. Einbeittur svipur og leiftrandi augu gefa til kynna að hér sé á ferð maður sem svarar háleitri köllun og boðun nýrrar trúar. Enginn getur neitað því að ég sé í þjónustu lífsins, enda skoða ég verk mitt sem tilgangsríkt og guði þóknanlegt! Hvað sem hver vill segja þá er það stað- reynd að engum hlýst illt af mér en mörgum gott og það er þó nokkuð. Heim kominn frá Englandi statfaði Hjörtur við rekstur fyrstu sœðingastöðvarinnar hér á landi á Grísabóli við Akureyri. En þar kom snemma árs 1950 að hann tók við búi á föðurleifð sinni, Tjöm í Svarfaðardal. Við grípum niður í frásögn af fyrstu búskaparárum hans og Sigríðar: Fæddur Þórarinn En strax og þau taka við búinu þama um vorið kaupa þau bústofn- inn og vélamar. Þórarinn hélt eftir þrem kúm. Eins og fram hefur komið er sauðlaust í Svarfaðardal veturinn 1949-50, en strax næsta haust er aftur komið fé í dalinn, sem keypt hafði verið úr Keldu- hverfi og fengu Tjarnarmenn sér lömb úr því safni. Þegar hér er komið sögu stend- ur Hjörtur á þrítugu og Sigríður er tuttugu og þriggja. Þau eru ekki búin að vera lengi á Tjöm þegar það uppgötvast að annað bam er á leiðinni og þann 5. desember 1950 fæðist Þórarinn. Sigríður skrifar föður sínum, Áma Hafstað í Vík: ... Af okkur er allt ágætt að frétta, ég óska þér til hamingju með nýja dóttursoninn, hann er stór og efni- legur, var rúmar 17 merkur. Hann varð viku gamall í gær. Árni litli er nú orðinn stór og duglegur að hlaupa um allt. Hann er úti á hverjum degi og hefur mikla ánægju af að gefa kindunum með pabba sínum. Hjörtur byrjaði að kenna við unglingaskóla hér í sveitinni 1. des. og mun skólinn standa yfir í 3 mánuði. Hjörtur hugsar jafnframt um kindurnar. Hann fékk 45 lömb í haust austan úr Kelduhverfi. Þýski maðurinn sem var hér í sumar er hjá okkur í vetur og hirðir fjósið... Spuming: Manstu eftir fœð- ingu Þórarins? Hjörtur: Nei. En ég _ sótti áreiðanlega Ijósmóðurina. Eg sótti hana niður á Dalvík á hjóli. (Hugsar sig lengi um.) Getur það verið að ég hafi sótt Ijósmóðurina á hjóli í desember? Eins og fram kemur í bréfinu til Áma í Vík byrjar Hjörtur að kenna strax fyrsta veturinn og verður kennslan hans aðal aukabú- grein allan áratuginn. Hann kennir unglingunum í Gmndarskólanum þau ár sem skólinn á eftir að starfa þar, stðan við Húsabakkaskóla þegar unglingdeildin þar er stofn- uð. Svo kennir hann einhverja vet- ur unglingunum í Dalvíkurskóla. í bréfi sem hann skrifar tengdaföður sínum, Áma í Vík, í desember 1959 segir hann: ... Nú er ég farinn að kenna við unglingadeild sem við stofnuðum hér við barnaskólann í haust. Það verða þó aðeins þrír mánuðir á þessum vetri, en framvegis verða væntanlega tvær deildir og stendur þá skólinn yfir allan veturinn. Ekki geri ég þó ráð fyrir að stunda kennslu til langframa en góðar aukatekjur gefur það á meðan það varir og kemur sér vel því mikil eru útgjöldin. Nú höfum við bæði vetrarmann og stúlku sem hafa til samans 4000 kr. mánaðarkaup auk fæðis... Auk þess að kenna í Svarfaðar- dal var Hjörtur prófdómari við Menntaskólann á Akureyri fyrstu vorin eftir að hann gerðist bóndi. í þessu sambandi er gaman að rifja upp það sem hann sagði móður sinni í bréfi kennsluárið sitt á Sel- fossi tíu ámm áður, þar sem hann sagðist hlakka geysilega til að hætta þessu starfi að eilífu. Það væri fram úr hófi forheimskandi og hefði mjög fáa kosti. Hann myndi naumast leggja það fyrir sig annan vetur þótt hann ætti þess kost. Veðurfar og bústúss Eftir nokkurra ára hlé byrjar Hjörtur aftur að halda dagbók. 1. janúar 1951. Eftir hálfs mánað- ar stillur brá til norðanáttar með fjúki og frosti. Ég byrjaði á því að halda búreikininga en örvænti að ég sé nógu lærður enn til þeirra hluta. Ég byrjaði með um 80.000 króna skuld á herðum mér en eignir eru þó senni- lega eitthvað meiri en þær er ekki svo létt að meta. En hér með er ekki öll sagan sögð, því að þar fyrir utan á ég svo aðrar eignir sem ekki koma fram á eignaryfirlitinu. Tel ég þar fyrst konu og tvo syni, hinn eldri eins og hálfs árs, hinn yngri eins mánaðar og óskírðan. Nú þar að auki á ég svo hestaheilsu og talsverðan áhuga á búskapnum. Einnig mætti ég svo telja menntun mína sem getur orðið mér að nokkru liði bæði við búskapinn og önnur störf. Nú hefi ég hér t.d. ung- lingaskóla að Grund og byrja aftur kennslu á föstudag. Veturinn 1951 hefur verið sér- lega snjóþungur eftir dagbókar- færslunum að dæma. Þar eru lýsingar á hrikalegri ófærð og ótrúlegum mjólkurflutningum. En þar er líka minnst á söngæfingar og er þar átt við Karlakórinn Svörfuð sem áður hefur verið getið um. Þrátt fyrir mikla ófærð æfði kórinn grimmt þennan vetur og söng við ýmis tilefni. Samkvæmt dagbókinni virðast æfingar hafa verið nokkrum sinnum í viku. í janúar á að skíra nýfædda drenginn og ætlar afinn, Ámi í Vík, að mæta í skímina. 11. janúar. Frost 12 gráður um morguninn en datt niður með degin- um og gerði lítilsháttar þíðviðri eftir hádegi. Æfing í Laugahlíð. Árni Haf- stað sagður á leiðinni með mjólkur- bát, svo ég söðlaði reiðskjóta og reið til Dalvíkur og var þar þegar báturinn fór inn en hann kom ekki við. Ég snéri heim, ekki erindi feginn og komst í háttinn kl. hálf tvö eftir miðnætti. 12. janúar. Hiti um núll gráður en norðan hvassviðri og renningur. Mjólkurbílarnir með Árna Hafstað snúa við hjá Hvammi. Æfing fellur niður vegna óveðurs. 14. janúar. Frostlítið. Norðan- lemja. Bílarnir fóru af stað frá Akur- eyri klukkan níu í gærkveldi. Ýta fór á móti þeim frá Dalvík í nótt. Gekk á skíðum teymandi Hring til Ásgarðs. Gekk þá austur yfir Háls en mætti þar bílunum öllum hangandi í ýtunni. Þar var með í för Árni bóndi Hafstað. Komumst heim klukkan sjö seinni partinn og er hestfæri heldur illt... 15. janúar.... Mjólk flutt á sleða út á Holtsmóa. Söngæfing hér á staðn- um. Spiluðum við Tryggvi í Brekku- koti. Tapaði. 16. janúar. Söngæfing í Ytra- Garðshorni. Saumaklúbbur í Lauga- hlíð. Mjólkurbílarnir yoru sólarhring inn að Fagraskógi. Ofærð um allar lendur en skíðafæri gott. 19. janúar. [Afmæli Sigríðar.j Harðnar frost með deginum og varð 14 gráður um hádegisbil. Skírður Þórarinn Hjartarson, sex vikna snáði og fór athöfnin fram með sóma. 25. janúar. ... Bílar sagðir á leiðinni frá Akureyri, loksins eftir langa mæðu. í kvöld var illúðlegur rosabaugur í kringum tunglið og eru því vond veður í aðsigi. Ég sat við að skrifa revíu-samtal sem lesa skal á skemmtun um helgina. Lélegt þvaður. 26. janúar. ... Mjólk enn flutt til Dalvíkurá sleða... 22. febrúar. Bíllinn brýst framan að en hinir tveir komu á móti að neðan. Mættust þeir hér við út- leggjarann. Höfðu verið 8-9 tíma frá Dalvík. Mannfjöldi gekk með og mokaði. Mjólkin flutt inn eftir með bát. 4. mars. Sólskin og fegursta verð- ur en spá ill. Bílarnir fóru inn eftir með 3ja daga mjólk. Ég gekk á skíðum upp á Digrahnjúk og komst í hann all krappan í glersvelluðum hnjúknum og var feginn að koma heill heim. En fagurt var að sjá Grímsey baðaða í kvöldskini marssólarinnar og vel nokkurs virði. Þannig líður þessi vetur. í apríl játar Hjörtur vesöld sína vegna þess að hann treystir sér ekki til að halda dagbók reglulega og skamm- laust en skrifar þess í stað í vikum. 7.-14. apríl. ... Á laugardag var sólskin blítt en hörkufrost. Þá sóttum við heyrudda í Suðurbakkann handa hestum. Þá sáði ég einnig kálfræi í kassa. Sat yfir því nokkrar kvöld- stundir að semja smásögu fyrir sam- keppni Samvinnunnar því að mann tekur að langa í hlýrra loftslag þegar svona viðrar í þessari veiðistöð. 15.- 22. apríl. Vikan hófst með norðaustan stórhríð svo grimmri að varla hafa grimmari veður gerst á þessum dæmafáa vetri. Ég ók mjólk þann dag og þótti hart. En lengi getur vont versnað. Á mánudaginn var veð- ur jafnvel enn djöfullegra en þá fór enginn maður út fyrir hússins dyr óneyddur... 21.- 28. apríl. ... í dag var útför Balda á Sökku. Fór hún vel og sæmi- lega fram. Ég taldi tíu snjótröppur niður að jörð þar sem gröfin var... Þessar dagbókarfærslur eru gjörólíkar færslunum frá Selfossi og Bretlandsárunum. Eintal sálar- innar hættir. draumar og vonir, gleði, sorg og sálarangist, svo maður tali ekki um skáldskap, koma ekki lengur málinu við. Nú er það blákaldur veruleikinn, veðurfarsskýrslur og bústúss: „Búinn að keyra skít í flag tvo dag- parta,“ eða „Rjómalind sædd,“ eða „Hélt áfram að greiða upp í skuldir." Minna þessar dagbókar- færslur nú mjög á dagbækur föður hans. I júní hljóðar ein vikan svona: ... Kom heim með tæpar 4000 krónur í vasanum. Hafði keypt málningu á hlöður og fjárhús. Keypti þakrennur og reiðhjól og borgaði skuldir við Akureyrarbæ, borgaði Hallgrími málara og Árna í Vík og fór þar allt kaupið. Tíð hefur brugðið til kulda og þurrkar eru of miklir orðnir. Borinn var á allur útlendur áburður og hland sem þó brenndi illilega undan sér vegna þurrkanna. Lokið við að setja niður kartöflur. Einnig sáð róf- um, káli og höfrum. Girt var um garða í byrjun viku. Grafinn skurður í Kúa- hólfsflagi, það herfað og búið undir sáningu. Rifin hús í Gullbringu. Byrjað að hreinsa tún. Á laugardag komu Haukur og Vala. Sigga klippt mjög. [Haukur og Valgerður Hafstað, systkini Sigríðar komu í heimsókn og klippti Vala þá hár systur sinnar en Hjörtur var ekkert sérstaklega hrifinn af því.] Hjörtur heldur áfram að færa í dagbókina nákvæma greinargerð um bústörfin frá viku til viku en f júlímánuði hættir hann því skyndi- lega og ekki er vitað til að hann hafi haldið dagbók eftir það. Hjörtur og Sigríður í síðasta reiðtúrnum. Þorgils Gunnlaugsson á Sökku tók myndina 1994.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.