Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 9

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 9. desember 1997 Bœndablaðið 9 skila hæsta hráefnisverði sem hægt er að fá. En þá kemur upp annað vanda- mál og það er að kvóti íslands hjá ESB er bundinn við ferskt og frosið lambakjöt, í skrokkum eða stykkjað, en leyfir ekki fullunnar vörur það ég best veit. Það fer því að verða hagsmunamál fyrir bænd- ur að kvótinn verði skilgreindur þannig að innan hans rúmist full- unnar vörur.“ - Þú nefndir að þið vœruð búnir að koma geymsluþolinu upp í átján daga í neytendaumbúðum. Nœgir það til þess að koma vörunni á markað íDanmörku? „Já, það hefur dugað mjög vel. Það sem við höfum lagt áherslu á í markaðssetningu okkar erlendis er að geta boðið vöruna í pakkning- um sem henta verslunum. Við erum að selja milliliðalaust beint í verslanir með verðmerkingum og gerum þannig dreifingaraðila erlendis óþarfan. Þetta er einn liðurinn í því að ná hærra verði hingað heim.“ Tvenns konar samkeppni - Hvernig er kynningu háttað á íslenska lambakjötinu í Dan- mörku? Því er stundum haldið fram að það sé ekki rétt hjá okkur að kenna Bandaríkjamönnum að borða fisk. Eruð þið að kenna Dönum að borða lambakjöt? „Nei, við erum ekki að því. Við erum frekar að kenna þeim Dönum sem borða lambakjöt að borða íslenskt lambakjöt. Við erum ekki komnir nógu langt til þess að stækka markaðinn, það kostar of mikið fé. Fyrsta skrefið er að sýna þeim sem borða lamba- kjöt fram á gæði íslenska kjötsins. I því skyni höfum við látið útbúa uppskriftablöð og ímyndarbæk- linga sem merkja kyrfilega að varan sé íslensk. Við eigum skráð vörumerkið Icelamb. Þessa bæklinga höfum við lagt fram en að öðru leyti höfum við ekki komið nærri kynningu á kjöt- inu, það er í höndum FDB og annarra söluaðila í Danmörku. En nú erum við að hefja samstarf við Útflutningsráð og hóp íslenskra fyrirtækja um sölumennsku í Dan- mörku sem Torbem Vogter, fyrrum verslunarstjóri hjá Super Brugsen, sér um í eitt ár til reynslu." - En hvemig er kjötið markaðssett? Er það að keppa við nýsjálenskt kjöt í stórmörkuðun- um? „Það má segja að það sé tví- skipt. Ferska kjötið sem við flytjum út er í samkeppni við ferskt danskt lambakjöt, en þegar við emm komin yfir í frosið kjöt þá emm við að keppa við það ný- sjálenska. Við segjum eins og er að íslenska kjötið sé ekki ódýrt og að það eigi að kosta meira en það nýsjálenska vegna þess að gæðin em meiri. Við emm að leita að viðskiptavinum sem em reiðubún- ir að greiða meira fyrir kjötið. En allt svona markaðsstarf tekur lang- an tíma. Verslanakeðjur í Dan- mörku skipuleggja sig langt fram í malgar MYKJUGEYMAR Vélaval - Varmahlíð HF Sími: 453 8888 Fax: 453 8828 tímann. Það þýðir að maður byijar að kynna þeim vömna en þeir taka hana ekki í sölu fyrr en eftir hálft ár. Við emm á þessu kynningar- stigi, en þetta lofar mjög góðu. Við emm líka að reyna að selja sérstaka hluta kjötsins á veitinga- staði og í sælkerabúðir, einkum læri og hryggi, en fyrir það fæst mjög hátt verð, sambærilegt við það sem greitt er hér heima. En þá á eftir að koma afganginum af skrokknum í verð og þá lækkar meðalverðið. Sölumennskan geng- ur því út á að finna þær söluleiðir sem gefa hæsta verðið fyrir hvem hluta skrokksins." Danmörk nóg í bili - Hvað með önnur lönd? „Þetta magn sem við höfum til ráðstöfunar ^sýnist mér að gangi upp í Danmörku og Færeyjum. Það er því ekki tilefni til að fara mikið víðar í bili.“ - Að lokum, Steinþór, sérðu fram á að útflutningurinn geti ein- hvem tíma orðið það mikill að hann skipti íslenska bœndur veru- legu máli? „Okkar langtímamarkmið er að ná þeim árangri í útflutningi að við fáum sama verð fyrir hráefnið erlendis og við fáum hér á landi. Þá væram við ekki háð einhverri útflutningskvöð heldur væri þetta viðbót við sölu sem skipti máli. Um leið gætum við gefið bændum möguleika á að auka framleiðsluna vemlega,“ sagði Steinþór Skúla- son forstjóri Sláturfélags Suður- lands./ÞH Eigum örfáar 6200 og 6400 vélar til afgreiðslu strax. Fullbúin 6200 4x4 kostar aðeins frá 2.550.000,- Valmet, mest selda dráttarvélin á Norðurlöndum og ein mest selda véli hérlendis í ár. Kannaðu verð og búnað. Bújöfur, Krókhálsi 10,110 Reykjavík, sími 567 5200. Valmet 6000 Mezzo línan, lúxus dráttarvél á fínu verði Ormar Hreinsson, 4 ára (Dýravinur) , ■:=! Æ . -k Faxi, 7 vetra (Fyrsti hestur Orniars Hreinssonar) FENASOL.VET. (fenbendazól) Mixtúra 100 mg/ml ÞESSIKNAPIER MEÐ ALLT SnT Á HREINU Fenasól - gegn þráðormum Notkunarsvið: Fenasól, vet. inniheldur fenbendazól, sem er fjölvirkt ormalyf. Það er notað gegn þráðormum og lirfum þeirra í meltingarvegi hrossa og jórtur- dýra og lungnaormum í sauðfé. Skömmtun: Hross og nautgripir: 7,5 mg/kg þunga. Sauðfé: 5 mg/kg þunga. Pakkningar: 100 ml, 500 ml og 1000 ml. Lesið vandlega leiðbein- ingar, sem fylgja lyfinu. SmS Búfjáráburður Bana áburður? Ríkharð Brynjólfsson, Bændaskólanum Hvanneyri. Alkunna er að búfjáráburður inniheldur talsvert magn jurtanær- andi efna. Magn þeirra má mæla, áætla nýtinguna og reikna eftir því verðmætið eftir verði tilbúins áburðar. Útreikningar frá 1992 sýndu að heildarverðmæti bú- fjáráburðar á landinu eru upp- undir 300 milljónir króna á ári. Að auki er oft bent á óbein áhrif búfjáráburðar- ins, með honum berist snefilefni og lífræn efni sem gera jarðvegi, einkum sendnum, gott. Þessi óbeinu áhrif er erfitt að mæla og koma varla fram nema á mörgum árum. Einhver þesskonar áhrif hafa verið að koma fram í tilraun á Hvanneyri sem staðið hefur frá 1977 og verður hér að neðan gerð lausleg grein fyrir þeim. Lýsing tilraunarinnar í tilrauninni eru liðir með misstóra skammta til- búins áburðar (60, 100,140 og 180 kg N/ha auk P og K eftir áætlaðri þörf) og liður sem fær eingöngu sauðatað undan grindum, 15 tonn/ha á ári. Taðinu var dreift að vori. Hverri þessara meðferða er beitt á ljóra reiti sem dreift er um tilrauna- landið og er uppskera reiknuð sem meðaltal þeirra. Yfirleitt hefur uppskera verið góð, oftast 50-70 hkg þe/ha. Uppskera I byijun gaf sauðataðið svip- aða uppskeru og 60 kg N/ha, sem er í samræmi við það sem vænta mátti eftir. Næstu árin jókst upp- skera sauðataðsliða miðað við hina, og frá 10. ári var hún meiri en eftir stærsta skammt tilbúins áburðar. Haustið 1991 var þungavinnu- vél ekið skáhallt yfir tilraunina svo stórsá á. Næsta vor var það metið svo að tilrauninni hafi verið spillt og allir reitir fengu sama skammt af tilbúnum áburði (70 kg N/ha og tilsvarandi P og K) til að mæla eftirhrif. Enn reyndust reitir sem fengið höfðu búfjáráburð uppskerumestir, og þegar skemmdimar reyndust minni en útlit var fyrir var ákveðið að halda áfram eftir upprunalegu plani. Árið 1993 brá svo við að sauðataðsreitir gáfu litla uppskeru eða svipaða og eftir 60 kg N/ha, rétt eins og fyrstu árin, en hún hækkaði strax 1994 og 1996 var hún aftur orðin meiri en eftir stærsta skammt. (Mæling 1995 var mark- laus vegna bilunar í vigt). Þessi uppskeruferill er sýndur á meðfylgjandi mynd, þar sem meðal- uppskera allra liða með tilbúinn áburð hvers árs er dregin frá uppskeru sauðataðsliða. Þau ár sem línan liggur undir 0 er uppskera sauða- taðsliða minni en meiri þegar línan liggur yfir 0-línunni. Hvað hefur gerst Nú má spyrja: Hvað er eigin- lega að gerast? Landið er frjó, vel framræst mýri, sem gefur ágæta uppskeru hvemig sem borið er á. Gróðurfar er ágætt miðað við svona gamalt tún (ræktað 1972), talsvert vallar- foxgras en annars vallarsveifgras að mestu. Gróðurfar liða er svip- að. Ekki er líklegt að þessi mikla uppskera eftir sauðataðið stafi af uppsöfnum næringarefna því pró- teinprósenta uppskeru þeirra reita er lág, jafnvel lægri en af reitum með 60 kg N/ha. Varla getur held- ur verið um að ræða jarðvegsbót vegna lífrænna eftia því tilraunin er á mýrlendi. Fyrir nokkrum árum var leitað ánamaðka á reitunum. Þeir voru mjög margir miðað við það sem finnst í túnum, en af smáum tegundum sem fara ekki í jörð. Fjöldi þeirra var nokkru meiri á sauðataðsreitum en hinum. At- hyglisverðast finnst mér þó, fyrir utan uppskeruna, að sýrustig sauðataðsreita er allt annað en hinna, rétt um 5,0 í stað 4,3, og jafnframt er Ca og Mg- tala þeirra reita miklu hærri. Þetta er ekki vegna þess að svo mikið sé af kalsíum og magnesíum í taðinu. Lokaorð Hérlendar tilraunir með bú- fjárburð hafa flestar staðið mun styttra en þessi, en hliðstæð lang- tímaáhrif er ekki að finna í þeim. í flestum þeirra hefur verið notuð mykja. Era þessi áhrif bundin við sauðatað og kannski alveg sérstök fyrir svæðið sem tilraunin stendur á? Það er ekki vitað, en tilraunin bendir þó eindregið í þá átt að a.m.k. stundum sé verðmæti bú- fjáráburðarins mun meiri en mælist í áburðarefnum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.