Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 24
24 Bœndablaðið Þriðjudagur 9. desember 1997 Gleðileg jól. Gott og farsœlt komandi ár Álftaneshreppur Biskupstungnahreppur Bílverk, Hornafirði Borgarhreppur Bsb. Austur-Húnavatnssýslu Bsb. Austurlands Bsb. Austur-Skaftfellinga Bsb. Eyjafjarðar Bsb. Kjalamesþings Bsb. Norður-Þingeyinga Bsb. Skagfirðinga Bsb. Strandamanna Bsb. Vestfjarða Bsb. Vestur-Húnavatnssýslu Búnaðarsamtök Vesturlands Engjaás ehf. Borgarnesi Fellahreppur Fóðuriðjan Ólafsdal ehf. Fóðurstöð Suðurlands ehf. Gnúpverjahreppur Grímsneshreppur Hólaskóli, Hólum í Hjaltadal Hrunamannahreppur Hvítársíðuhreppur Höfn - Þríhyrningur Innri-Akraneshreppur Kaupfélag Króksfjarðar Kaupfélag Vopnfirðinga Landssamtök sauðfjárbœnda Leirár- og Melahreppur Lundareykjadalshreppur Lýtingsstaðahreppur Mjólkursamlag KS, Sauðárkróki Mjólkursamlag Norðfirðinga hf. Mjólkursamlag Vopnfirðinga hf. Rannsóknastofa mjólkuriðnaðarins Samtök selabœnda Samvinnuferðir - Landsýn Sláturfélag Vopnfirðinga hf. Smalahundarœktarfélag íslands Upplýsingaþjónusta landbúnaðarins Ytri-Torfustaðahreppur s Æðarrœktarfélag Islands Bændasamtökin gefa út bók Gunnar Guðmundsson, ráðunautur, Bændasamtðkum íslands. Eins og flestum er kunnugt um verða viðmiðunarmörk um frumu- tölu í innleggsmjólk hertar umtalsvert frá og með næstu áramótum að telja, jafnhliða því að ný reglugerð um „mjólk og mjólkurvörur“ tekur gildi. Enn fremur verða reiknireglur um frumutölu allnokkuð breyttar frá fyrri reglugerð svo og ýmis önnur ákvæði er lúta að mjólk og mjólkurframleiðslu. Gera má ráð fyrir því að þessi reglu- gerðarbreyting komi harkalega við allmarga mjólkurframleiðendur sem ekki ná umsvifalaust að uppfylla strangari reglur um frumutölu. Af þessu tilefni ákváðu Bændasamtökin nýverið að hraða þýðingu og útgáfu á norskri bók, sem fjallar um mjaltir og mjólkur- gæði (Mjölking og Mjölkestell), en undanfarin misseri hefur verið unnið að þýðingu og staðfærslu á henni. Þegar þetta er skrifað er gert ráð fyrir að hún komi út í upphafi nýs árs.. Fyrsta útgáfa bókarinnar á norsku kom árið 1992 og hefur hún verið gefin út í endurskoðaðri útgáfu síðar eða 1994. Höfundar hennar heita Teije Alfnes tækniráðunautur og Olav Österaas dýra- læknir, en þeir starfa báðir hjá samtökum norska mjólkuriðnaðarins. Þeir hafa báðir yfirgripsmikla þekkingu á viðfangsefninu og áralanga reynslu af störfum er lúta að mjöltum, júgurheilbrigði, mjaltabúnaði og forvamarstarfi. Bókin skiptist í 11 sjálfstæða kafla og fjalla þeir meðal annars um lífeðlisfræðilega uppbyggingu og starfsemi júgursins, - efnasam- setningu og gæði mjólkur, - framkvæmd mjalta og mjaltatækni, - júgurheilbrigði og júgurbólguvamir, - tæknilega uppbyggingu og starfsemi mjaltavélarinnar, - þvottaefnanotkun og þvottakerfi mjalta- búnaðar, - kælingu mjólkur og eiginleika mjólkurtanksins, - innkaup á og val á efni í mjaltabúnað og að lokum umhverfið í fjósinu og húsvist gripanna. Baráttan við of háa frumutölu í mjólk og bætt júgurheilbrigði er afar flókin og krefst gaumgæfilegrar skoðunar á fjölmörgum ólíkum þáttum er m. a. snerta gripina sjálfa, meðferð þeirra og hirðingu, vinnubrögð og vandvirkni við mjaltir, mjaltabúnaðinn, þrifnað og þvotta svo fáeinir mikilvægir þættir séu nefndir. Fram til þess má segja að það hafi vantað í heilsteyptu formi að- gengilegar upplýsingar og fræðsluefni um mjaltir og júgurheilbrigði sem sniðið væri fyrir bændur og aðra er að þessum mikilvægu störf- um koma. Þegar þessi norska bók kom út var það mat þeirra sem gerst til þekkja að hér væri á ferðinni gagnlegt efni til fræðslu og uppflettingar sem gæti gagnast bændum, ráðunautum, dýralæknum, mjólkureftirlitsmönnum, búfræðinemum og jafnvel ýmsum öðrum er láta sig málið varða. Fjölmargar gagnlegar upplýsingar og margvíslegur fróðleikur er að finna í bókinni. í henni eru einnig fjölmargar skýringamyndir og teikningar sem gefa efni og framsetningu aukið gildi. Það er von þeirra sem að útgáfu bókarinnar standa að hún geti orðið bændum til gagns í sókn þeirra til betri vinnubragða við mjaltir og meðferð mjólkur, aukinna mjólkurgæða og júgurheilbrigðis. Aths. ritstj. Meðfylgjandi textaútklippur eru úr bókinni en myndimar eru úr myndasafni Bœndablaðsins. Mjaltatækið á að setja á kýrnar án þess að loft sleppi inn og að sjálfsögðu eiga kýrnar ekki að verða fyrir ónotum eða sársauka. Ef mikið loft sleppur inn, fellur sogið í kerfinu því sogdælan nær ekki að soga út allt loft sem streymir inn. Sveiflur í sogi eru sérstaklega varasamar undir lok mjalta því þá getur undirþrýstingur inni í júgrinu valdið því að mjólkurdropar sogast aftur upp í spena og júgur og þannig geta sýklar borist milli spena og kúa Smám saman hefur hugtakið mjólkurgæði öðlast víðtækari merkingu. Gæðaímyndin mótast sterkt af almennum viðhorfum og kröfum neytenda til neyslu og neysluvaranna. Mjólk sem uppfyllir ítrustu kröfur á að koma frá framleiðendum þar sem gripirnir eru heilbrigðir, hraustir og Ifður vel. Notkun lyfja er í lágmarki. Þar sem umhverfi gripanna er heilnæmt og hreint og rekstur búsins tekur mið af verndun lífríkis og umhverfis. í kjölfar viðhorfsbreytinga hafa smám saman mótast almennar viðmiðunarreglur um umhverfi framleiðslunnar Eftirfarandi ráðstafanir minnka hættuna á að viðkvæmir spenar nýborinna kvíga hljóti skaða af fyrstu mjöltum: * Þvoið og nuddið júgur og spena sórstaklega vel með heitum, vel undnum klút og mjólkið nokkra boga í sýnakönnu. * Berið júgursmyrsl á spenana og nuddið það vel inn í húðina. Haldið áfram að nudda júgur og spena þangað til kvfgan er greinilega byrjuð að selja. * Setjið mjaltatækið á eins varlega og unnt er. Látið mjaltatækið ekki hanga laust á júgrinu, haldið undir það, svo lítill þungi hvíli á spenunum. Eftir nokkur mál getum við sleppt mjalta- tækinu varlega 10-20 sek. eftir að sett er á. ,, Samanlagt líða 45 til 60 sek. frá því byrjað er að örva- /snerta júgur og spena þar til þrýstingur inni í júgrinu er orðinn nægur til þess að hefja mjaltir. Undir öllum venjulegum kringumstæðum er þetta nægur tími til þess að örva, þrífa spenana, mjólka á prufuspjald og setja tækin á. Eðlilegur undirbúningstími mjalta getur verið nokkuð breytilegur milli einstakra gripa“.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.