Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið Þriðjudagur 9. desember 1997 Bændablaðiðg Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sími 5630300 Fax á aðalskrifstofu BÍ 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu 552 3855 Kennitala 631294-2279 Ritstjóri Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra 563 0375 GSM sími 893 6741 Heimasími ritstjóra 564 1717 Netfang ath@bi.bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fara 6.363 eintök (miðað við 1. október 1997) í dreifingu hjá Pósti og sima. Bændabiaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3200 en sjötugir og eldri greiða kr. 1.600. Prentun: ísafoldarprentsmiðja ISSN 1025-5621 Ritstjórnargrein Kjaramál bænda Byggðin Framtíðin Kjaramál bænda hafa verið meira í um- fjöllun á því ári sem nú er senn á enda, en oft áður og er það vel. Engan þarf að undra þótt svo sé. Kjaramálin hljóta í eðli sínu vera efst á blaði hjá bændum og samtökum þeirra. í þessu sambandi skal minnt á ályktun Búnaðarþings á síðasta vetri svo og skrif fjölmargra, t.d. í Bændablaðinu. í sumum þessara skrifa hefur gætt óþolimæði í garð forystu bænda varðandi árangur í kjarabaráttunni. Eftir að forysta Bændasamtakanna var valin, á Búnaðarþingi 1995, höfðu margir væntingar um góðan árangur hennar. Eitt af fyrstu verkum hennar var að óska eftir endur- skoðun þágildandi búvörusamnings í sauðfé, í samræmi við ályktun Búnaðarþings. Var síðan gerður nýr samningur fyrir tveimur árum svo sem kunnugt er. Með honum var afstýrt mikilli niðursveiflu á afkomu sauðfjárbænda sem við blasti að óbreyttum búvörusamningi. Vissulega hlýtur það að teljast árangur þótt betur megi ef duga skal. Upplýsingar benda til að afkoma þeirra hafi batnað á síðasta ári og stefnir í að svo muni einnig verða á þessu ári þar sem m.a. afurðaverð hefur hækkað og verðskerðingargjöld lækkað. Þrátt fyrir þetta er afkoma sauðfjárbænda enn alltof slök. í mjólkurframleiðslunni er gildandi búvörusamningur frá 1992, til 6 ára. Jafnvægi hefur verið milli framleiðslu og innanlandsmarkaðar. Afkoma kúabænda hefur hins vegar versnað á tímabilinu og skuldir þeirra aukist. Á þessu ári hefur mjólkurverð hækkað og unnt er að gerð nýs búvörusamnings í mjólk. Mikilvægi er að væntanlegur samningur treysti tekjugrundvöll kúabænda. Eins og sjá má af framansögðu er unnið í kjaramálum bænda, þótt árangurinn þyrfti að vera meiri. Þau bágu kjör, sem bændur hafa búið við á undanfömum ámm, em að miklu leyti til komin vegna bú- vörusamninga, sem gerðir vom 1991 - 1992, en þeir vom að mestu byggðir á þeirri stefnu sem fram kom í skýrslu Sjömannanefndar um framleiðslu sauðfjárafurða og mjólkur. Búvömsamningamir frá 1991 - 1992 dugðu einfaldlega ekki til að bændur héldu fyrri kjarastöðu. Tekjuleysi fólks í sveitum er alvarleg ógnun við búsetu í dreifbýli. að er ekki aðeins að fólksfækkun sé í sveitunum, heldur einnig í mörgum þéttbýlisstöðum víða um land. Er það meðal annars vegna minnkandi eftirspumar á þjónustu við landbúnaðinn og úrvinnslu afurðanna. Mörgum er orðið ljóst að þetta getur ógnað byggð í heilu hémðunum. Misskipting tekna í þjóðfélaginu er alvarlegt þjóðarmein, sem vissulega snýr að fleiri stéttum en bændastéttinni. Ein af meginforsendum fyrir byggð í landinu er jöfnun lífskjara. í þessu sambandi mál ekki gleyma margvíslegum félagslegum réttindum. Til þess að unda fólkið vilji taka við þarf að bæta lífskjörin í landbúnaði. Fyrir hönd Bændasamtaka íslands þakka ég bændum fyrir sam- starfið á árinu með ósk um velfamað á nýju ári. Guðbjartur Gunnarsson, stjórnarmaður í Bœndasamtökum íslands Ari Teitsson, formaður Bændasamtaka íslands Við ðramót / því ári sem senn er á enda runnið var haldið upp á 50 ára starf Búvísindadeildarinnar á Hvanneyri. Fáum blandast hugur um að í harðnandi umhverfi landbúnaðarins og aukinni samkeppni um búvörumarkað verður þekking og rekstrarhæfni jafnt í framleiðslu sem vinnslu landbúnaðarafurða æ mikilvægari. Hefðbundinn íslenskur landbúnaður er ekki umfangsmeiri en það að ef vel tekst til ætti að vera árangursríkast að hafa eina þekkingarmiðstöð sem þjónaði þekkingarþörf atvinnuvegarins. Uppbygging slíkrar miðstöðvar á Hvanneyri á raunar 50 ára sögu sem vonandi er hvergi nærri lokið. Forsenda farsællar þróunar þar er að þannig takist til með öflun og miðlun þekkingar að búvísindamenn, bændur og bændaefni landsins finni að þau hafi þangað þekkingu að sækja. fundi samtaka norrænna bænda sem haldinn var í Vasa í Finnlandi í ágúst sl. kom fram að norrænu löndin þrjú sem búa við Eystrasalt hafa þungar áhyggjur af mengun Eystrasaltsins og loft- mengun umhverfis Eystrasalt. Frá löndum Austur Evrópu streyma áburðarefni og alls konar iðnaðarúrgangur til sjávar og jafnframt alls konar óæskileg efni út í andrúmsloftið. Þessi efnamengun spyr ekki um landamæri og því hafa norrænir bændur ákveðið að bjóða fram aðstoð sína við bætta búskaparhætti í þeim Austur Evrópulöndum sem að Eystrasalti liggja. Þetta minnir okkur íslendinga á að þótt norðlæg lega landsins fjarri öðmm þjóðum hafi ýmsa erfiðleika í för með sér fylgir því einnig vöm gegn margs konar ógnunum. Engar líkur em þó á að við komumst hjá afleiðingum breytinga á loftslangi jarðar sem æ fleiri hafa áhygjur af. Bæði landbúnaðurinn og sjávarútvegurinn em háðir veðurfari og sjávarstraumum því tengdum. Allar breytingar veðurfars raska því jafnvægi sem lífkeðjan byggir á og munu því a.m.k. í bráð valda erfiðleikum. Vera kann að veðurfar síðasta sumars þ.e. sein vorkoma, mikill sumarhiti og óvanaleg úrkoma einkum sunnanlands sé vísbending um loftlagsbreytingar. Bændasamtök allra Norðurlanda vinna nú að bættum gæðum og öryggi sinnar framleiðslu hvert með sínum hætti. Landbúnaðar- vömr Norðurlanda hafa lengi verið taldar góðar en bændum Norðurlanda verður æ ljósara að í harðnandi heimi markaðsins er ekki nóg að tala um gæði. Gæðin verða að vera skilgreind og því er nú á öllum Norðurlöndum unnið að skilgreiningu á hvað telst góður framleiðsluferill landbúnaðarvara. Að skilgreina slíkan framleiðsluferil og vinna eftir honum verður ekki gert nema í sátt og samvinnu við bændur í viðkomandi fram- leiðslu. Því hefur þessi skilgreining verið unnin í góðri samvinnu við grasrótina hjá pkkar nágrönnum. Islenskir bændur verða að geta sýnt fram á sama öryggi og okkar nágrannar varðandi landbúnaðar- framleiðsluna. Þótt margt hafi vissulega verið gert til að tryggja framleiðsluferil okkar landbúnaðarvara væri þó unnt að skilgreina hann betur á ýmsum sviðum og að því verður að vinna áfram. Hafa verður þá í huga að viðunandi afkoma framleiðandanna er forsenda þess að unnt sé að fylgja fyrirfram ákveðnu gæðaferli. S liðnu ári hefur orðið mikil umræða um erfiða afkomu kúabænda. Búreikningar sýna að launagreiðslugeta árið 1996 var minni en árið áður og þar með sú lakasta á áratugnum. Við nánari skoðun sést þá að það eru í raun hækkandi afskriftir af keyptu greiðslumarki sem valda lækkandi launagreiðslugetu kúabúa. Sé horft fram hjá þeim lið, sem er um 300 þús kr.á meðalviðmiðunarbúi Hagþjónustnnar árið 1996, er launagreiðslugeta svipuð frá 1992 - 1996, en þá á búi sem hefur stækkað um rúm 9 %. Kvótastýring mjólkurfram- leiðslunnar var upphaflega sett á til að draga úr óhagkvæmri umframframleiðslu. Ef sá kostnaður sem fylgir aðilaskiptum greiðslumarks stefnir í að verða meiri en fyrirsjáanlegur kostnaður við umframframleiðsluna hlýtur að þurfa að endurskoða kvótakerfið með tilliti til samkeppnishæfni greinarinnar á matvörumarkaði. Framleiðslu og vinnslu- kostnaður mjólkur er hærri hérlendis en í okkar nágrannalöndum. Kjarabætur mjólkurframleiðenda munu á næstu árum felast í að lækka þennan kostnað þannig að bændur fái í launahlut stærri hluta en er í dag af því sem neytandinn er reiðubúinn að greiða fyrir mjókurvörur. Svíar vinna nú markvisst að því að lækka framleiðslukukostnað mjólkur um 25 aura sænska ( 2.50 ísl. kr.) Islenskir mjólkur- framleiðendur þyrftu að setja sér sambærileg markmið og slíkrar markmiðssetningar er ekki síður þörf í íslenskum mjólkuriðnaði. rátt fyrir að launagreiðslugeta sauðfjárbúa hafi aukist nokkuð milli áranna 1995 og 1996 eru sauðfjárbændur þó enn tekjulægsta stétt landsins. Launa- greiðslugeta á því meðalbúi sem Hagþjónustan gerir upp er þó svipuð á ærgildi og á kúabúunum en ærgildin helmingi færri. Sýnir þetta að búin eru flest svo lítil að þau skapa íjölskyldu hvorki viðunandi atvinnu né tekjur. Framtíð greinarinnar virðist því velta á að skapa þeim sem kjósa að vera áfram í greininni mögu- leika á að stækka sín bú og nýta þannig vinnuafl og aðstöðu til að framleiða verðmæti. Til að svo megi verða þarf að nást frekari árangur á erlendum mörkuðum. Einnig þarf eins og ávallt í öllum rekstri að huga að möguleikum á hámarksverði fyrir afurðir og ýtrasta aðhaldi í rekstrar- kostnaði.Sauðfjárræktin þarf að vera í þeirri stöðu í lok gildandi búvörusamnings að sátt verði um að hún njóti áfram þess stuðning sem hún hefur notið sem útvörður byggðar og framleiðandi íslenskrar gæða- vöru. Þá hlýtur að koma til álita að færa stuðninginn í meira mæli til þeirra sem byggja afkomu sína á framleiðslu sauðfjárafurða. / flestum öðmm greinum íslensks landbúnaðar er tekist á um starfsskilyrði og beinan og óbeinan stuðning. Sú glíma er og verður hluti af landbúnaði hvers lands en einnig stór hluti af milliríkjasamningum og em GATT / WTO samningar til marks um það. Flestar stéttir þjóðarinnar hafa á undanfömum mánuðum samið um launahækkanir sem nást í áföngum á næstu ámm. Megin- forsendur slíkara hækkana hljóta að vera að þeir sem hækkanir fá annð hvort skili drýgra verki til þjóðfélagsins eða störf þeirra hafi áður verið vanmetin. Ekki er þó um það deilt að geta til að hækka laun byggir að hluta á þeim stöðugleika sem einkennt hefur íslenskt efnahagslíf allt frá árinu 1992. Sýnt hefúr verið fram á að bændur eiga meiri þátt í þeim stöðugleika en aðrar stéttir og verða því að fá að njóta ávaxtanna a.m.k. til jafhs við aðra. S árinu 1997 hefur virst meiri sátt um íslenskan landbúnað en verið hefur um árabil, sala landbúnaðarvara hefur verið góð og engin áföll hafa kastað rýrð á gæðaímynd landbúnaðarins. Aukin kaupgeta almennings á mikinn þátt í góðri sölu landbúnaðarvara en gæði framleiðslunnar og vaxandi skilningur þjóðarinJ30 ar á mikilvægi hollra landbúnaðarvara á þar einnig hlut að. Sú sátt sem ríkir um íslenskan landbúnað sem mikilvægan hluta af tilveru þjóðarinnar er þakkarverð. Gleðileg jól.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.