Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið Þriðjudagur 9. desember 1997 KORNBÆNDUR NÝJUNG FRÁ TP FÓÐRI Höfum hafið framleiðslu á nýrri ' próteinblöndu til nota með byggi. Blandan inniheldur vítamín og steinefni fyrir kýr. BYGGBÆTIR FYRIR KÝR Eftir íblöndun er fóðurgildi pr. kg.: FE 1,03 Hráprótein 20,3% Eigum örfáa kornvalsara til á lager. ÍTP FÖÐUR Skrifstofa: Lynghálsi 9 sími 587 9191 fax 587 9195 Fóðurafgreiðsla: Köllunarklettsvegi 4 sími 588 9191 Umboðsmaður: Ólafur Eggertsson, Þorvaldseyri Bœndur! Verðandi bœndur! s co 'ks m % %NVÍ^ Starfsfólk í sveit! Verðandi kennarar, leiðbeinendur og vísindamenn! Búfræðinám á Hvanneyri er nú samkvæmt nýrri námsskrá. Þar hafa verið gerðar athyglisverðar breytingar sem miða að því að auka vægi sérgreina landbúnaðarins og auka möguleika á að nýta búfræðipróf sem hluta til stúdentsprófs við aðra skóla. Hagkaup óskar íslenskum bœndum gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. Þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Hagkaup Skógræktarferð til Skotlands Margl er líkt í skoskri og íslenskri skógrækl í lok september gekkst Skógræktarfélag íslands fyrir hóp- ferð til Skotlands, tilgangur ferðarinnar var að kynnast skógræktarstarfi þar í landi. Alls voru 56 þátttakendur í ferðinni frá ýmsum stöðum á landinu, með fjölbreytta reynslu af skógrækt. Skipulagning ferðarinnar var í höndum Royal Scottish Forestry Society og Skóg- ræktarfélags íslands. Hallgrímur Indriðason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfjrðlnga. Aðstæður skógræktarmanna í Skotlandi og íslandi eru um margt líkar. Fyrr á öldum var Skotland skógi vaxið frá fjöm til fjalls en eins og á íslandi hefur búseta krafist fóma. Nú er svo komið að aðeins um 1% af náttúrulegum skógi er eftir. Þegar ferðast er um skosku hálöndin er landslagið stór- brotið og ekki ólíkt því sem við eigum að venjast, fjöll og dalir. Fjallendið er víða blásið og bert en Hulda Valtýsdóttir formaður Skóg- rœktarfélags íslands plantar hér vináttutré í landareign Konunglega skoska skógrcektarfélagsins í lok ferðarinnar um Skotland. dalir gróskumiklir með skógrækt upp í miðjar hlíðar. Helsta orsök skógareyðingar í Skotlandi er, auk alda langrar of- beitar, styijaldir og iðnbyltingin á síðustu öld, sem krafðist óhemju mikils eldiviðar fyrir gufuvélamar. Ullariðnaðurin var stóriðja þess tíma og krafðist mikils af skosku skógunum. Þegar kom fram á þessa öld var hafist handa við endurræktarstarfið af fullum krafti. Feróalagió Hér verður ur ekki rakin ferða- saga okkar skógræktarmanna frá degi til dags, en minnst á nokkra athyglisverða staði frá sjónarmiði skógræktarinnar. Ferðalagið var skipulagt sem hringferð um mið Skotland og hluta af hálöndunum. í Dunkeld var skoðað fyrsta sifjalerki sem vitað er um. Sú ein- stæða tilviljun að þar blandaðist saman Evrópulerki og lerki frá Japan varð upphaf lerkiskógræktar í Skotlandi. Þessi tegund (larix evrolepis) hefur erft jákvæða eiginleika beggja foreldra og er vöxtulegt og magnað tré, sem hefur aðlagast aðstæðum í Skot- landi mjög vel. Sifjalerki er til á Hallormsstað en þykir ekki væn- legt til skógræktar hér á landi. Skógrækt í Skotlandi og á Islandi á nokkuð sameiginlegt, á báðum stöðum er verið að vinna með innfluttar trjátegundir. Veður- farslegar aðstæður eru ekki ólíkar, þótt sumarhiti sé nokkuð hærri. í báðum löndunum þarf að friða öll nýskógræktarsvæði fyrir beit ef viðunandi árangur á að nást. Ymsum ræktunar vandamálum fengum við að kynnast er við heimsóttum óðalsbóndann James Williamson á Alive búgarðinum. James er skógarbóndi sem stundar auk skógræktarinnar ýmsar stoð- greinar eins og gijótnám, ferða- þjónustu, fiskirækt og veiðiskap. Hópurinn heimsótti skógrækt- arsvæði þar sem nýlega var búið að fella skóg á um 10 ha. svæði. Til þess að eiga einhverja von um árangur við endurgræðslu varð skógarbóndinn að friða svæðið með 2 m hárri girðingu og neðsta hluta girðingarinnar varð að girða með hænsnaneti til að halda úti kanínum, sem annars valda miklum skaða. Annað sem eykur amstur skóg- ræktarmanna í Skotlandi er að nær vonlaust virðist að planta í nýtt skógræktarland án undangenginn- ar jarðvinnslu. Algengasta aðferð- in er að fara yfir landið á jarðýtu með herfi sem skilur eftir upp- rótaða flekki eða jarðvegshauga. Síðan er plantað í hauginn og gróðursetta plantan nýtur forskots á annan gróður og vex úr grasi. Þessi aðferð er bæði kostnaðarsöm og ekki sérlega umhverfisvæn, en virðist algjör forsenda fyrir því að nýræktin heppnist. Skotar leggja mikla áherslu á að friða og viðhalda þeim náttúru- lega skógi sem enn finnst í land- inu. Skoska skógarfuran þakti áður mikinn hluta landsins en er nú að- eins eftir á fáum stöðum. Blackwood of Rannoch er dæmi um náttúrulegan furuskóg. I margar aldir var skógræktarsvæðið í eigu sömu fjölskyldunnar. Ibúar- nir í sveitinni fengu að nýta sér skóginn til byggingarviðar og kolagerðar og í fyrri heimstyijöld- inni var reynt að friða skóginn fyrir skógarhöggi. Skógurinn er einstök náttúruperla. Hann er líka vinsælt rannsóknarefni fyrir nema í vistfræði. Sœmundur Þorvaldsson, frá Lœk í Dýrafirði virðir hér fyrir sér girðingarframkvœmdir hjá James Williamson á Alive búgarðinum. Girðingarnar þurfa að vera 2 m á hceð og neðst er girt með hcensna- neti til þess að halda kanínum frá nýgróðursetningum. Eitt sem vakti sérstaka athygli okkar skógræktarmanna á ferð um hálöndin var fjölskyldufyrirtæki JohnRussels, Russwood Limited. Þar er lögð sérstök áhersla á full- vinnslu ýmiss konar afurða skóg- arins. Þama er sögunarmilla, eldi- viðarvinnsla, unnið er skógarkurl til brennslu og stígagerðar, fram- leiðsla á girðingarstaurum, svo nokkuð sé nefnt. í tengslum við sögunarmilluna er starfrækt trésmíðaverkstæði sem framleiðir ýmsar gerðið af skjól- grindum og garðhúsgögnum. Þama sáu íslenskir skógræktar- menn hvemig í skógrækt á íslandi getur þróast yfir í það að verða vistrænn skógariðnaður. Alls staðar þar sem eitthvað staldrað var við og rætt um skóg- rækt kom í ljós að dýraveiðar em órjúfanlegur þáttur skógræktar- innar. Hjartardýrin í skosku skóg- unum em eftirsótt veiðidýr bæði af innfæddun og erlendum veiði- mönnum. Nákvæmlega er fylgst með stofnstærð veiðidýranna. Talið er að hæfilegt sé að á einum ferkílómeter skóglendis séu um 5 dýr. Hjartardýrin em ágangs- hörð og valda miklu tjóni á ung- skóginum. Ur þessu er reynt að bæta með girðingum. Þessi fyrsta skógræktarferð til Skotlands var bæði lærdómsrík og skemmtileg. Stofnað var til kynna við hóp fólks sem á þá hugsjón að sjá Skotland klætt skógi að nýju. Konunglega skoska skógræktarfél- agið hefur ákveðið að bjóða fé- lögum sínum upp á kynnisferð til íslands næsta sumar og er nú unnið að undirbúningi þeirrar ferðar í samvinnu við Skóg- ræktarfélag íslands. Áður en plantað er í gróið land, verða skoskir skógrœktarmenn að herfa landið. Stórvirkar jarðýtur eru notaðar við jarðvinnsluna. Jarðvinnslan er kostnaðarsöm og skilur landið eftir í sárum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.