Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 9. desember 1997 Bændablaðið 7 Starfssamningurinn undirritaður. F.v. Hörður Harðarson, stjórnarmaður, Haukur Halldórsson, formaður stjórnar, Hrönn Greipsdóttir og Sigurgeir Þorgeirsson. IUVR HMMKVÆMDASTJÖRl HÓTE SflGU 06 HdfTEL ÍSLAND Tvær reið- leiOir 0 Kili Myndvarpar Myndvarparnir varpa upp Ijós- myndum, teikningum, myndum úr blöðum og bókum í fullum lit. Tilvalin jólagjöf fyrir myndlistarmenn á öllum aldri. Margar gerðir. EOpið á lauaardöaum frá póstkröfu um land allt. jstþjónustan Hverfisgötu 105, sími 561 2866 15% afsláttur til jóla „Tvær reiðleiðir á Kili, leiðar- lýsing og uppdráttur" er einblöðung- ur í A3 stærð sem Landgræðslufélag Biskupstungna hefur gefið út. Mikið er um hestaferðir um Kjöl og geta hestamenn nú vahð um tvær leiðir milli Hveravalla og Árbúða. Vestari reiðleiðin er með Fúlukvísl og er mjög fjölfarin af hestamönnum. Til að dreifa álaginu á landið merkti Landgræðslufélag Biskupstungna helstu kennileiti á fomri leið með Svartá um Gránunes. Reiðvegurinn er dágóður, eftir gömlum götum og farið er um marga sögufræga staði s.s. Beinhól þar sem Reynisstaða- bræður urðu úti árið 1780. Kortið er í mælikvarðanum 1:150 000 og á bakhlið þess em gagnlegar upp- lýsingar um skála á Biskupstungna- afrétti og leiðarlýsing er Amór Karlsson samdi. Unnt er að nálgast kortið hjá Ferðamálafulltrúa upp- sveita Amessýslu í Aratungu og í sæluhúsum við Kjalveg. 100 Ijðð og lausavísur Út er komin bókin „Hundrað ljóð og lausavísur" eftir Jón Sig- urðsson frá Skíðsholtum, Hraun- hreppi í Mýrasýslu. Bókin er gefin út í tilefni þess að eitt hundrað ár eru liðin frá fæðingardegi Jóns en hann lést árið 1992. Ljóðin valdi Sesselja Davíðsdóttir. Útgefandi og styrktarmaður útgáfunnar er Hjörleifur Sigurðsson, bróðir höfundar. Bókin fæst hjá út- gefanda, sími: 553 4892 - enn- fremur í bókabúð Kaupfélags Borgfirðinga í Borgamesi og í verslun Máls og menningar í Reykjavík. Hrönn Greipsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Hótel Sögu og Hótel íslands frá og með 1. mars nk. og tekur við af Konráð Guðmundssyni sem lætur af starfi framkvæmda- stjóra frá sama tíma. Starfs- samningur við Hrönn var undirritaður fyrir skömmu. Hrönn Greipsdóttir er ahn upp að Geysi í Haukadal og byijaði ung að starfa við ferðaþjónustu; bæði í söluskálanum og á Hótel Geysi. Hrönn er dóttir hjónanna Greips heitins Sigurðssonar, landgræðslu- varðar frá Geysi í Haukadal og Kristínar Sigurðardóttur frá Úthlíð í Biskupstungum. Eftir stúdentspróf hóf Hrönn störf hjá Ferðaskrif- stofunni Útsýn og vann þar sam- hhða háskólanámi. í ársbyrjun 1992 tók hún við nýrri stöðu sölustjóra ráðstefna og hvataferða í innan- landsdeild Úrvals-Útsýnar og var jaftiffamt staðgengill deildarstjóra. Árið 1993 tók Hrönn svo við stöðu deildarstjóra innanlandsdeildar. Sama ár flutti hún til London þar sem hún vann að ýmsum sérverk- efnum á sviði markaðsmála fyrir Úrval-Útsýn. Hrönn er viðskiptafræðingur ffá Háskóla íslands. Síðasthðið ár hefur hún stundað framhaldsnám í City University Business School í London og lauk nú í haust meistara- gráðu í viðskiptafræðum (MBA) með fjármál sem sérsvið. Lokarit- gerð hennar fjallaði um notkun margmiðlunar við markaðssetningu á fjármálaþjónustu. Eiginmaður Hrannar er Sig- urður Skagfjörð Sigurðsson, svæðisstjóri Flugleiða í London. Þau eiga tvær dætur, Júlíu Skag- fjörð 11 ára og Kristínu Þöll Skag- fjörð, þriggja ára. Notaðar dráttarvélar biIjöfur Case 895,80 hö, árg'92,2x4, notuð 670 klst. m/Trima ámoksturstækjum, mjög gott ástand og útlit. Verö: 1.550.000 kr. Fendt LSA 307,70 hö, árg.' 86, 4x4, notuð 4.600 klst. Verð: 1.200.000 kr. Ford 6610, 70 hö, árg.' 84,4x4, notuð 4.900 klst. Gullfalleg vél. Verð: 900.000 kr. Case 785, 80 hö, árg.'90,4x4, notuð 2.000 klst. m/Veto F15 FX ámoksturstækjum. Verð: 1.500.000 kr. Steyr 8090, árg. 86. Með tækjum og frambúnaði. Verð 1.400.000 kr. Zetor 9540, árg. 92. Verð 1.500.000 kr. Case 4240, 93 hö, árg. '96, 4x4, notuð 1.700 klst. m/Veto F16 ámoksturstækjum. Verð: 2.700.000 kr. Fendt LSA 309, 86 hö, árg. 86,4x4. Keyrð 7000 klst. með tækjum, frambúnaði og snjótönn. Verð 1.700.000 kr. Welger heyhleðsluvagn, 24m3. Verð: 70.000 kr. Zetor 7745,4x4, árg. '91. Keyrð 1.400 klst. Verð kr. 800.000. MF 690, 4x4, árg. 86, með Trima festingum. Verð kr. 750.000. Zetor 7745,4x4, árg. 91, með Alö 640. Keyrð 1600 klst. Verð: 1.100.000. Ford 3910,2x4, árg. 88 Verð kr. 650.000. Case 585 XL, 2x4, árg. 86. Verð kr. 650.000. Öll verð án VSK Deutz 4006, árg.'67, m/Baas ámoksturstækjum. Verð: 175.000 kr. Deutzárg. 62. Verð kr. 100.000 Fleiri vélar væntanlegar buIjofur Krókhálsi 10,110 Reykjavík, sími 567 5200, fax 567 5218, farsími 854 1632 Gunnar á Hjarðarfelli Ahugaverð bók fyrir alla sem láta sig íslenskan landbúnað varða Endurminningaþættir Gunnars Guðbjartssonar Ahrifarík saga jarðar og fólks á síðustu öld og framan af þessari Fróðleg og glögg lýsing á búskaparháttum og búnaðarframförum og félagsstörfum á fyrrihluta aldarinnar í minningu góðs granna Frásögn Erlendar Halldórssonar í Dal af félagsmálamanninum og bóndanum Gunnári á Hjarðarfelli Stéttarsamband bænda og störf Gunnars Guðbjartssonar Stofnsaga og starfssaga Stéttarsambandins er rekin ítarlegar en áður hefur verið gert Rakin eru óvenju fjölbreytt og umfangsmikil trúnaðarstörf Gunnars Guðbjartssonar í þágu íslenskra bænda Jólagjöftil allra íslenskra bœndaf Útgefandi: Bændasamtök íslands, Bændahöll við Hagatorg. Bókin er fáanleg í póstkröfu hjá BÍ og kostar kr. 4.100.oo (Póstkröfukostnaður innifalinn). Pöntunarsími 563 0300.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.