Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 9. desember 1997 Bændablaðið 27 Heyskapur og heyverkun Kristinn Guðnason á Þverlæk í Holtum Heysýni eru mjfig Á Þverlæk í Holtum í Rangárvalla- sýslu búa félagsbúi feðgar, þeir Guðni Guðmundsson ásamt Mar- gréti Þórðardóttur og Kristinn Guðnason ásamt Elínu Guðjóns- dóttur. Þeir eru með um 40 mjólk- andi kýr en í fjósinu eru um 130 gripir. í sumar var allur heyfengur- inn rúllaður, af um 90 hekturum í fyrri slætti en 55 í þeim seinni. Hey- sýni staðfestu góð hey nú eins og undanfarin ár. Bændablaðið ákvað að taka Kristin Guðnason tali og forvitnast um hver galdurinn í þessu væri. -Hver er galdurinn á bak við góð hey? „Galdurinn er fólginn í nánast óteljandi atriðum þar sem eitt atriði er ekki mikilvægara en annað. Þau þurfa helst að vera sem flest í lagi en vitanlega eru ytri aðstæður afar sjald- an hagstæðar öllum þáttum. Áratuga reynsla sýnir að hér á Suðurlandi er vorið þurrasti tími ársins og síðan eykst vætan er líður á sumarið. Sprettunni þarf því að koma snemma af stað til að nýta vorþurrkinn til hey- skapar. Rétt er að taka fram að hér eru öll tún friðuð á vorin. Ég miða byrjun sláttar við skrið hjá algengum sveifgrösum, þá eru um tíu dagar í skrið hjá vallarfoxgrasinu. Reynt er klára að heyja kúgæfa heyið um það leyti sem vallarfoxgrasið skríður. Yfir- leitt er slegið síðdegis, sé þess kost- ur, því að rannsóknir hafa sýnt að þá er grasið sykruríkara og þornar betur en ef slegið er að morgni dags. Þó að þurrkur sé ekki tryggur getur verið betra að slá eitthvað heldur en að bíða ef grasið er að spretta úr sér. Áhættan er lítið meiri af að slá heldur en að láta það standa. Betra er að slá snemma þó svo háin verði kannski stundum grófari en fyrri slátturinn. Það er skárri kostur en að láta allt spretta úr sér, það borgar sig að nýta þerrinn. Ekki þýðir að geyma sjóveð- ur var mér sagt. Síðan er það heppni og innsæi sem ómögulegt er að skil- greina sem gegnir stórtu hlutverki fyrir utan það að taka mátulega mikið mark á veðurspánni." -Hvernig er áburðargjöf háttað? „Haugurinn er keyrður á túnin um leið og þau eru fær. Hann er helst borinn á í þurrlegu veðri áður en rignir og í vor tókst að koma haugnum á túnin á undan tilbúna áburðinum. Grasið tekur strax við sér undan haugnum en tilbúinn áburður er u.þ.b. viku að byrja að verka. Haugnum er dreift á öll túnin, u.þ.b. 15 tonn á hektara, því að ef mikill haugur fer á sömu túnin ár eftir ár verður kalí inni- hald heyjanna of hátt sem hindrar upptöku á magnesíum og þá er hætta á hörgulsjúkdómum í kúnum. Einnig er borið á túnin á milli slátta. Heysýni eru mjög gagnleg, þau sýna hvað hefur gefist vel og hvað ekki. Heysýni gagnast við fóðrun að vetrinum og af þeim er dreginn lærdómur sem nýttur er næstu ár. Góð hey kalla á meiri kjarnfóðurgjöf eftir burð því að kýrnar ætla sér meira og til þess að missa þær ekki í súrdoða þarf að fylgja þeim eftir með aukinni fóðrun. Áburðar- áætlunin er mjög lík milli ára en er alltaf í þróun í samræmi við niður- stöður heysýna og fengna reynslu." -Er endurræktun fastur liður? „Já, alltaf er eitthvað í endur- ræktun, svona 3 - 5 hektarar árlega. Þau tún sem eru lengst frá bæ eru plægð að hausti og sáð í að vori. í túnum nær bænum er ræktað merg- kál til haustbeitar fyrir kýrnar. Hérna er nægilegt landrými þannig að við þurfum ekki að flýta okkur að loka flögum eftir grænfóðurrækt og þau standa opin og gróa meðan arfinn drepst. Síðan eru þau unnin og gerð aftur aö túni. í nokkur ár hefur verið sáð vallarfoxgrasi (2/3) og vallarsveif- grasi (1/3) í blöndu. Vallarfoxgrasið gefur mikla og góða uppskeru í fyrsta slætti en vallarsveifgrasið góða há og sterkan grassvörð. Skeljasandi er dreift í alla túnrækt, 3-4 tonn í hektara." -Hvað ber hæst í vali véla? „Hérna hefur stefnan verið að velja eins stór tæki aftan í dráttarvélar og þær ráða við. Sú fjárfesting skilar meiru en að stækka dráttarvélarnar og nota gömlu tækin. Mér finnst alltaf skondið að sjá litlar snúningsvélar aftan í 70-100 hö stórum dráttarvél- um. Þetta er alltof algeng sjón. Undanfarin ár hafa verið keypt afkastameiri heyvinnutæki, þar á meðal 2,4 m sláttuvél, 7,3 m snúningsvél og 6,8 m múgavól. Tækin eru nú orðin það afkastamikil að þau eru farin að ráða við sprettuna. Nú á að vera hægt er að ná öllum heyjum á kjörtíma grasanna og engin afsökun er lengur að láta grösin spretta úr sér. Heyskapartækin eru ekki lengur nein unglingaverkfæri og í sumar vann aðeins heimafólk á vélunum sem þekkir tækin út og inn. Það er mjög mikilvægt að hafa örugga vélamenn, þá er miklu minna um óhöpp og vélabilanir. Auk þess býr yngsti bróðir minn enn í foreldra- húsum og sér um allt viðhald og um- hirðu véla en hann er bifvélavirkja- meistari.“ Þverlækur í Holta- og landssveit, Rangárvallasýslu Heysýnameðaltöl 1995 til 1997 fjöidi Fem Prótein AAT PBV Ca P Mg 9 0,83 175 74 48 3,8 3,6 1,9 11 0,85 152 76 21 4,1 3,2 2,1 8 0,93 182 79 46 4,7 3,5 2,5 0,80 150 85 1 4,0 3,0 2,1 sá að hún krefst mikils mannafla, helst þarf þrjá til fjóra vélfæra menn. Með aukinni forþurrkun eykst hætta á hitamyndun í heyinu. Plast er sett niður með veggjunum og yfir gryfjuna. Einu lagi af rúllum er raðað yfir og notað sem farg. Þá kemst ekkert loft að og votheyið er alveg óskemmt. Ef ekki tekst að þjappa heyinu og útiloka loft verkast heyið Stóra-Hildisey II í Austur-Landeyjum, Rangárvallasýslu Heysýnameðaltöl 1995 til 1997 fjöldi Fem Prótein AAT PBV Ca P Mg 1995 10 0,84 148 78 12 3,6 3,1 1,9 1996 6 0,83 141 75 12 3,5 3,1 1,9 1997 9 0,86 141 77 7 3,8 2,7 2,0 Viðmiðun 0,80 150 85 1 4,0 3,0 2,1 ekki vel. í þurrheyshlöðunni er sjálfvirkt dreifikerfi og heyhleðsluvagninn er notaður fyrir báðar heyverkunarað- ferðirnar. Þurrheyshlaðan er núna aðeins hálffull en slíkt hefur ekki gerst áður í okkar búskaparsögu. Ég varð að rúlla hluta af fyrra slætti og alla hána en venjan er að þurrka hana að mestu. Háin er dálítið vand- meðfarin í þurrkun. Ef lagið í hlöðunni er of þunnt, vill hún fúlna. Helst vildi ég geta minnkað hlutfall háar í heyfengnum, en túnin hafa verið fremur lítil miðað við bústofn. Heyið sem síðast er slegið er yfirleitt léttast en í sumum árum spretta grösin úr sér á nokkrum dögum en í öðrum árum á lengri tíma. Orkugildið fellur mishratt eftir tíðarfari. Reynt er að setja ekki fyrri slátt inn í hlöðu eftir miðjan júlí, einungis há eftir þann tíma.“ Eruð þið með mikla endur- ræktun? „Við erum alltaf í talsverðu jarð- raski, nálægt 10% af túnum eru tekin upp á ári. Það má ekki minna vera til að halda þeim góðum. Tún eru valin til endurræktunar eftir hlutfalli vallar- foxgrass, en jarðvegsgerð skiptir miklu máli um endingu þess. Þau tún sem eru á súrum og blautum jarð- vegi þarf að endurrækta á þriggja til fimm ára fresti. Aftur á móti eru hér 15 - 17 ára tún sem fyrst núna þarf að endurrækta. Þar er jarðvegurinn mókenndari og stutt niður á sand. Um leið og túnin eru endurræktuð hefur verið unnið að stækkun þeirra og bættri lögun. Reynt er að fá sem lengstar spildur en breiddin verður að vera nálægt 50 m til að framræsla sé nægileg. Lengstu spildurnar eru um 860 - 1000 metrar að lengd og hægt að keyra inn á þær í báöum endum, sem er mjög gott vegna minni þjöppunar og álags á gras- rótina. Öll túnin eru kýfð þannig að aldrei hefur kalið hérna. Grænfóðurrækt er alltaf þó- nokkur og þá aðallega til beitar. Rý- gresi og kál fyrir kýr og kvígur í upp- eldi. Við viljum helst vera laus við að rúlla það til gjafar. Okkur finnst það of dýrt, erfitt og alls ekki standast samanburð við vel verkað vallarfox- gras. Hámjólka kýr éta ekki nógu mikið af því. Seinni árin er vallarfoxgrasi sáð f hreinrækt nema í þau tún sem líklegt er að verði beitt, þá er vallarsveif- grasi sáð með. Svörðurinn verður sterkari og endurvöxtur meiri. Einnig hefur verið sáð rauðsmára með í nokkrar spildur sem reynst hefur misvel. Hann er vandlátur á land en getur sparað köfnunarefnisáburð verulega þar sem hann nær sér vel á strik. Ekki þýðir að þurrka hann verulega því að þá molna blöðin. Hann er beittur eða verkaður í vot- hey eða rúllur. Heygæðin byggjast að stórum hluta á góðri ræktun, sláttutíma og vönduðum vinnubrögðum.“ NOTAÐIR BÍLAR TIL SÖLU! BILASALANl Borgartúni 26, Símar 561 7510 og 561 7511 I_____________________I Nissan King Cap V6, árg. 89, 2ja dyra, sjálfsskiptur. Ekinn 100.000. Pallhús. Verð 780.000. MMC Pajero (langur), árg. 89, 5 dyra, sjálfsskiptur. Ekinn 143.000. Verð 1.190.000. MMC Pajero (langur), árg. 88, 5 dyra, 5 gíra. Ekinn 214.000. Verð 750.000. MMC Pajero (langur), 5 dyra, sjálfskiptur. Ekinn 107.000. Verð 1.490.000. Nissan Sunny Stadion 4x4, árg. 93, 5 dyra, 5 gíra. Ekinn 72.000. Verð 990.000. Renault Express, árg. 94, 3ja dyra, 5 gíra. Ekinn 101.000. Verð 660.000. MMC Pajero (stuttur), árg. 88, 3ja dyra, 5 gíra. Ekinn 130.000. Verð 660.000. I

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.