Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 26
26 Bœndablaðið Þriðjudagur 9. desember 1997 Gleðileg jól, gott ogfarsœlt komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu Áburðarverksmiðjan hf. Gleðileg jól, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Ágæti hf. Vagnhöfða 13-15. Gleðileg jól, gott ogfarsœlt komandi ár! Þökkum viðskiptin á árinu Áræði ehf. Höfðabakka 9 Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla ogfarsæls komandi árs Gleðileg jól, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Ferðaþjónusta bænda Gleðileg jól, gott ogfarsœlt komandi ár Garðyrkjuskóli ríkisins Gleðileg jól, óskum bœndum og búaliði hagsældar á komandi ári Heyskapur og heyverkun I______________... Heyskapurinn Maggar eru góO verslunarvara Á Litlu-Tungu í Holtum í Rangárvallasýslu búa hjónin Vilhjálmur Þórarinsson og Guðbjörg Ólafsdóttir með börnum sínum og stunda þar blandaðan búskap. Þau keyptu sér bindivél fyrir stórbagga og hafa notað hana í tvö sumur. Bændablaðið fýsti að vita hver reynsla þeirra væri af henni. -Hvert var markmiðið með kaupunum? „Fyrst og fremst er markmiðið að bæta heyverkunina og gera heyið að betri verslunarvöru. Heyið í stórböggum pressast vel saman, þannig að verkunin er mjög góð vegna lítils loftrýmis. Stórbaggarnir raðast mjög vel og eru þar með miklu hagkvæmari í flutningi og geymslu en rúllur. í fyrra seldum við talsvert af heyi til hestamanna og tóku þeir stórböggunum mjög vel. Baggarnir er minni en rúllur og henta því oft betur en þær, auk þess sem hitnar síður í þeim. Auðvelt er að taka þá í sundur en heyið er í flögum eins og venjulegum smáböggum. Á Stóðhestastöðinni i Gunnarsholti var notað hey frá okkur og gafst það mjög vel. Vélin opnar einnig þann möguleika að flytja hey til útlanda sem verið er að kanna nánar.“ Þarf sérstaka tækni við stórbaggana? „Sérstök greip sem tekur yfir baggann er notuð til að flytja hann til en unnt er að notast við venjulega rúllugreip. Við smíðuðum okkur greip sem getur tekið þrjá þurra bagga í einu. Þeir passa þvert yfir pallinn á bílnum sem við flytjum heyið á. Við notum rúllupökkunarvél með sérstök- um aukabúnaði sem heldur við baggann á brettinu þannig að hann velti ekki á hliðina. Stórbaggarnir eru 80x80x100- 240 sm á stærð. Lengdina er hægt að stilla en vegna pökkunarvélarinnar takmarkast lengdin við 130 sm. Ef heyið er þurrt eru baggarnir um 250 kg en geta verið mun þyngri ef heyið er blautt en vélin getur bundið hey á öllum þurrkstigum." -Hvernig gekk heyskapurinn? „Það hefur gengið nokkuð vel að binda og afköstin geta verið mjög mikil eða allt að 150 baggar á klukkustund. Pökkunarvélin ræður við um 60-70 bagða/klst. þannig að í fullum afköstum þarf tvær pökkunarvélar á móti einni bindi- vél. Við höfum átt í ákveðnum erfiðleikum með bindiverkið í vélinni þannig að við höfum ekki alltaf náð fullum af- köstum en við erum að reyna að komast fyrir það núna. Best er að túnin séu sem sléttust og stærst til að nýta vélina sem best. í sumar voru bundnir um 8000 baggar og er þá meðtalinn hálmur sem bundinn var fyrir Landgræðsl- una í Gunnarsholti. Hálmbaggarnir voru ekki pakkaðir og því var mesta möguleg lengd.“ Vilhjálmur í Litlu-Tungu smíðaði sér greip í líkingu við þessa til að auðvelda flutning á stórböggum. // A Hagþjónusta /f/f/f0* landbúnaðarins Óskum viðskiptamönnum okkar og landsmönnum öllum gleðilegra jóla ogfarsœls komandi árs Hótel Saga Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœls komandi árs Kartöfluverksmiðja Þykkvabæjar hf. Gleðileg jól, gott ogfarsœlt komandi ár Kaupfélag Héraðsbúa Heyskapur og heyverkun Vandvirkni skipflr tíllu máli - segir Ólafnr Bjarnason í SUrn-Hiiaey i Austur-Landeyjum Hjónin Ólafur Bjarnason og Birna Þorsteinsdóttir hafa búið í Stóru- Hildisey í Austur-Landeyjum í tvo áratugi. Þau eiga fjóra syni sem hafa tekið virkan þátt í búskapn- um. Þau búa með um 30 mjólk- andi kýr og talsvert af geldneytum og hafa verið að kaupa kvóta og eru komin með 140 þús. lítra. Einnig eru nokkur hross á bænum og örfáar ær til heimilisbrúks. Þau nota heyskaparaðferðir sem hafa gefist þeim vel. Hey- fengurinn er geymdur í tveimur flat- gryfjum og þurrheyshlöðu, auk rúlla sem eru óvenju margar í ár vegna tíöarfars í sumar. Heysýni staðfesta góðan árangur í heyverkuninni í áranna rás. -Stendur til að breyta um hey- verkunaraðlerðir? „Nei, við höfum ekki hugsað okkur að breyta um heyverkunarað- ferðir, við teljum okkur hafa náð góð- um tökum á heyverkun. Aðstaðan hér er það góð, eins og hún er, og ég á erfiðara með að gefa rúllurnar. Á veturna er lítil dráttarvél notuð til að losa heyið, bæði úr flatgryfjunum og þurrheyshlöðunni og keyra það inn á fóðurgang. Ég get ekki séð að aðrar aðferð- ir séu ódýrari og ég tel mig ekki hafa efni á að hafa hlöðuna tóma eða fylla hana með innpökkuðu heyi. Ég hef ekkert á móti rúllum, þær hafa vissulega sína kosti og þá notfærði ég mér í óþurrkunum í sumar. Heyskapur er ekkert einfalt mál en vandvirkni skiptir þar öllu máli, sama hvaða aðferð er beitt við hey- skapinn sjálfan. Þekkja verður kosti og galla hverrar aðferðar og vinna eftir því.“ -Hvernig er áburðardreifingu háttað? „Borið er snemma á eða um leið og fært er um túnin vegna bleytu. Ég er mjög vandlátur á haugdreif- inguna. Haugurinn er borinn á í gróandanum og helst í vætutíð, síður í mjög þurru, þá þornar áburð- urinn á stráunum og köfnunarefnið nýtist verr, auk þess sem heyið verður ólystugra. Túnin fá góðan viðurgerning og eru snemma tilbúin til sláttar. Sjaldan hefur brugðist að um og upp úr Jónsmessunni kemur góður þurrkur og þá vil ég helst heyja sem mest. Það má engan tíma missa. Kýrnar þurfa mjög kraft- mikið fóður því að flest allar bera að haustinu." -Hverjar eru vinnuvenjur við heyskapinn hérá bæ? „Heyið í flatgryfjunum er talsvert forþurrkað, helst a.m.k. 40% þurrefni og engin íblöndunarefni voru notuð í sumar en við höfum verið að draga úr notkun þeirra undanfarin ár. Ný- búið er að opna aðra gryfjuna og heyið virðist vera alveg sælgæti. Aðalkúnstin er að hirða nógu hratt og ganga nógu vel frá heyinu. Hvor gryfja er helst fyllt á V/2 - 2 sólar- hringum. Gallinn við þessa aðferð er

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.