Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið Þriðjudagur 9. desember 1997 D Landsvirkjun Óskum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsœls komandi árs. Landsvirkjun «,r,----- N Gleðileg jól, ?_L gottog / farsælt komandi ár. Mjólkurfræðingafélag íslands Gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár. Mjólkursamlag ísfirðinga Óskum mjólkurfram- leiðendum og viðskipta- mönnum okkar gleðilegra jóla. Mjólkursamlag KÞ Gleðileg jól, gott og farsœlt komandi ár. Mjólkursamlagið Búðardal Óskum við- skiptavinum okkar gleðilegra jóla ogfarsœls komandi árs Norðvesturbandalagið hf f; BAU TAB ÚRIÐ - fullt búr niatar Gleðileg jól, þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Gleðileg jól, óskam bændum og búaliði hagsældar á komandi ári Skinnaiðnaður hf. Akureyri Gleðileg jól, óskum bændum hagsældará komandi ári Slátursamlag Skagfirðinga hf. Óskum viðskipta- vinum okkar gleði- legra jóla ogfar- sæls komandi árs Vélahlutir hf. Borgarfjörður eystri ’' Sauðfjárbúskapur er undirstaða byggðar,” segir Þorsteinn Kristjánsson Þorsteinn Kristjánsson og Katrín Guðmundsdóttir búa á Jökulsá á Borgarfirði eystra. Þau búa með tæplega 300 vetrarfóðraðar kindur og hafa stundað sauðfjárbúskap í 20 ár. Katrín vinnur úti, þar sem bú af þessari stærð dugir vart til framfæris fyrir fjölskyldu þar sem unglingar eru í framhaldsskóla. Þau eiga þrjú börn og sækja tvö þau eldri framhaldsskóla á Egilsstöðum. Þorsteinn vinnur mest einn að búskapnum nema yfir háannatímana á sauðburði og við heyskap. Sonur þeirra hefur mikið unnið við búskapinn í skólafríum. Þorsteinn var kosinn í stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda síðastliðið sumar og hefur hann tekið virkan þátt í félagsmálum sauðfjárbænda en um skeið var hann stjórnarformaður Búnaðarsambands Austurlands. Bændablaðið tók Þorstein tali á dögunum. Hvernig er framleiðslunni háttað hjá ykkur? „Við erum hérna á svokallaðri 0,7 reglu sem ég vil helst kalla ásetningskvóta. Þegar þessi regla kom til fannst mér hún henta okkur nokkuð vel, því að framlciðslan var það mikil miðað við fjárfjölda og nokkur framleiðsluréttur hafði verið keyptur til að bæta upp skerðingu. Hérna var féð skorið niður vegna riðu árið 1987 og tekið aftur árin 1990-'91. Núna er því að koma að mikilli endurnýjun og þá fínnst mér dálítið þröngt innan þessa ramma. Næstu tvö ár þarf að setja á margar gimbrar og það er helsta ástæðan fyrir því að við erum nokkuð hugsi yfír því hvort við höldum áfram innan þessarar reglu. Að öðru leyti hentar okkur þetta ákvæði nokkuð vel.“ Hverjar eru framtíðarhorfur í sauðfjárrœktinni? „Eg vil trúa því að sauðfjárræktin hafi náð botninum í þessari niðursveiflu og að núna sé leiðin upp á við, bara spurningin hversu hratt hún réttir úr kútnum. Mikilvægasta málið er að halda stöðu okkar á innanlandsmarkaðnum en þar er samkeppnin milli kjöttegunda alltaf að aukast. Ferðanetið, sem stofnað var til í átaksverkefni Dala og Reykhóla fyrir nokkrum árum með það að markmiði að byggja upp ferðavef á Intemetinu hefur nú náð þeim árangri að vera orðin öflugasta upplýsingaveitan um íslenska ferðaþjónustu og ferðamál á Inter- netinu. Allra, sem koma að ferðaþjónustu á Islandi, er getið með nafni, heimilisfangi og síma- númeri án gjaldtöku. Þar er að Það er ekki síður mikilvægt að útflutningsmarkaðurinn þróist enn frekar, bæði í hærri verð og öruggari markaði. Stíla verður upp á hreinleikaímyndina og nýta þá sérstöðu, þó að ég reikni ekki með stórfelldri framleiðslu á lífrænu kjöti alveg á næstunni. En það hlýtur með tímanum að fara smám saman vaxandi. Meginhluti framleiðslunnar verður þó alltaf undir öðrum merkjum, a.m.k. miðað við þær reglur sem nú gilda um lífræna framleiðslu. Við þurfum að fara að gera okkur grein fyrir því hvernig við getum skilgreint framleiðslu okkar, því að neytandinn þarf einhverja tryggingu fyrir gæðunum s.s. vottun um uppruna og hreinleika kjötsins. Smærri og viðráðanlegri málum þarf einnig að huga að eins og breyttum áherslum í kjötmatinu sem tekur gildi um næstu áramót. Það er samkvæmt Evrópustöðlum og kemur það vonandi skýrari flnna upplýsingar um meira en 3000 aðila. Ferðanetið býður „Þjónustusíður" þeim sem áhuga hafa á að vekja enn frekari athygli á þjónustu sinni og sérstöðu. Á þjónustusíðum er áherslum ferða- þjónustuaðila enn frekar komið á framfæri í máli og myndum. Þjónustusíðumar em nú orðnar á fjórða hundrað talsins. Færst hefur í vöxt að þjónustusíður séu jafn- framt nýttar sem Vefsíður og á skilaboðum til ræktenda um áherslur og árangur í kynbótastarfínu. Fitumæling á hverjum skrokk og ítarleg flokkun eftir holdfyllingu mun gefa bóndanum nákvæmara mat og meiri upplýsingar til að byggja ræktunina á. Kynbætur ættu því að geta orðið hraðari og markvissari. Núverandi kjötmat hefur verið dálítið einhliða, þar má fítan ekki fara yfír ákveðin mörk, jafn margir millimetrar fyrir 15 og 20 kg föll. Fitumagnið verður núna metið í hlutfalli við stærð og þroska lambsins og byggingarlag fær aukið vægi.“ -Hvernig horfir fyrir framleiðslu á lífrœnu og vistrœnu kjöti? „Það er mjög háð aðstæðum á jörðunum hvort hægt er að fá nægilega mikil hey án notkunar tilbúins áburðar en það er forsenda fyrir framleiðslu lífræns kjöts. Þeir sem helst hafa möguleika á því sviði eru bændur á þeim býlum þar sem framleiðsla hefur dregist mikið saman og túnin því stór, miðað við framleiðslu, og á blönduðum býlum þar sem sauðfé er í minnihluta. Þar er helst hægt að hafa minnihluta túnanna undir lífræna framleiðslu. Ef markaðurinn leitar ákveðið eftir lífrænum vörum og býður verulega hærra verð getur komið til greina fyrir talsverðan hluta sauðfjárbænda að hafa einhvern hluta framleiðslunnar lífrænan. Allt er þetta spurning um framboð og eftirspurn. Aftur á móti horfír málið betur við vistræna framleiðslu og þann hátt hafa menn sparað sér veruleg útgjöld við gerð heima- síðna. Vefsíðunnar er þá getið í kynningarefni þjónustuaðila og hafa þær þegar sannað gildi sitt. Þjónustusíða er hagkvæmur kostur því hún er lifandi kynning sem hægt er að breyta og laga hvenær sem er. Slóð ferðanetsins er http://www.travelnet.is (Fréttatil- kynning) Bændablaðið kemur næst út 20. janúar Ferðaneflfi á Interneflnu með á fjúrða flúsund ferðafljónustuafiila mörg bú þurfa sáralítið að breyta sínum búskaparháttum til að fá vistræna vottun. Kröfurnar eru í megindráttum þær að á búinu sé viðurkennt skýrsluhald til þess að hægt sé að sannreyna ýmsar upplýsingar, t.d. um lyfjagjöf og aðra meðferð á fénu. Þessi atriði eru víðast hvar í góðu lagi og lyfjagjöf lítil sem engin eftir hálfsmánaðar aldur en við það er miðað. Þar virðist helst stangast á hjá bændum sem hafa gefíð lömbum ormalyf áður en þau fara á fjall.“ -Er nýliðun í sauðfjár- rœktinni ekki fremur lítil? „Jú, nýliðun hérna austanlands, þar sem ég þekki best til, hefur verið lítil undanfarin ár sem verður eiginlega að teljast eðlilegt í þeim samdrætti sem hefur verið í búgreininni. Það hefur verið sáralítið svigrúm fyrir nýliðun en ef búgreinin á að halda velli þurfa ungir bændur að komast inn í stéttina. Þegar þessum búvörusamningi lýkur verða reglur um kvóta að gefa svigrúm til eðlilegrar nýliðunar. Dæmi má nefna um jörð sem er vel fallin til sauðfjárræktar og þar býr eldra fólk þar sem búskapurinn hefur dregist saman jafnt og þétt. Þar væri mjög óaðgengilegt fyrir unga bændur að byrja búskap en þannig er ástandið víða. Það eru fyrst og fremst tveir þættir sem skipta máli fyrir unga bændur. Annars vegar eru það lánakjör til jarðakaupa og hins vegar er það réttur þeirra til beingreiðslna. Jarðakaupalán þurfa að bjóða upp á nægilegt svigrúm til að bændur rísi undir þeim. Þetta eru helstu málin fyrir utan að markaðsmálin þróist í rétta átt sem náttúrlega er aðalatriðið í þessu öllu saman.“ -Hvernig er búskap Itáttað í byggðarlaginu ? „Hérna á Borgarfírði eystra er sauðfjárbúskapur undirstöðuþáttur byggðar auk smábátaútgerðar. í sveitinni eru nú um sjö bændur sem hafa sauðfjárbúskap að aðalatvinnu en nokkrir hafa fáeinar ær fyrir heimilið. Einn bóndi er með stórt hrossabú en sauðfé sem aukabúgrein en að öðru leyti eru bændur alveg háðir sauðfjárbúskap í Borgarfirði eystra því að aðeins ein kýr er í fírðinum. Fjárbúskapur dróst mikið saman þau ár sem riðuveikin herjaði mest og einnig í kjölfar niðurskurðarins. Fé var ekki tekið aftur á öllum bæjum og oft á tíðum ekki jafn margt og var fyrir fjárskipti. Afréttarlandið er bæði stórt og gott sauðf járland og er einkum í Víkunum og allt suður í Loðmundarfjörð. Ef bændum í sveitinni fækkar mcira en nú þegar, blasa við hreinustu vandræði við fjallskil.“ Auglýsingar hækka Frá og með 1. janúar hækkar verð auglýsinga í Bændablaðinu en það hefur verið óbreytt frá því að Bænda- samtökin hófu útgáfu blaðsins fyrir tæpum þremur árum. Verð á dálksentimetra hækkar úr kr. 600 í kr. 660 eða um 10%. Verð smáauglýsinga hækkar úr kr. 1000 í kr. 1100. Ástæða hækkunarinnar er annars vegar almenn hækkun á umræddu tímabili en þyngst vegur 400% hækkun Pósts og síma á dreifingu blaðsins.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.