Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið Þriðjudagur 9. desember 1997 - Rætt við Steinþór Skúlason, forstjóra Sláturfélags Suðurlands um söluátak á íslensku lambakjöti í dönskum stórverslunum Nýlega birtist hér í blaðinu viðtal við Danann Claus Pedersen en hann er yfirmaður kjöt- og fiskviðskipta hjá stórfyrirtækinu FDB sem rekur meðal annars stórar verslunarkeðjur í Danmörku. í viðtalinu reifaði Pedersen reynslu sína og Dana af íslensku lambakjöti en þar í landi hefur að undanfömu staðið yfir sölu- og kynningarátak fyrir lambakjöt ffá íslandi. Á honum var að heyra að sú tilraun sem þar er gerð lofaði góðu. Bændablaðinu lék því forvitni á því að vita hvemig hin íslenska hlið á þessu átaki liti út og hvort þess væri að vænta að útflutningur á lambakjöti til Danmerkur myndi bæta hag íslenskra sauðfjárbænda svo um munaði. Steinþór Slcúlason forstjóri Sláturfélags Suðurlands varð fyrir svömm en SS hefur á undanfömum ámm verið að þreifa fyrir sér á erlendum mörkuðum. Hvernig skyldi þetta Danmerkurævintýri hafa komið til? „Við fengum útflutningsleyfi frá Evrópusambandinu á sláturhús okkar á Selfossi haustið 1996. Reyndar dróst það mjög að leyfið yrði gefið út, það var ekki fyrr en komið var langt fram í nóvember sem við fengum leyfið þótt húsið hefði verið skoðað í lok ágúst. Þessi dráttur varð til þess að öll vinna við sölu í síðustu sláturtíð fór að heita má í vaskinn. Við gát- um ekki gert neina bindandi samninga um afhendingu kjöts. Það gerðist hins vegar þetta sama haust að forseti íslands fór í opinbera heimsókn til Danmerkur. Það hafði verið haft samband við okkur áður og við beðnir að leggja til kjöt í íslandskynningu í tengslum við för forseta. Að þeirri kynningu stóð fjöldi íslenskra fyrirtækja en vörur þeirra voru á boðstólum í 12 stórmörkuðum Super Brugsen keðjunnar. Við höfðum því eytt töluverðum tíma í að þróa pakkningar, bæklinga og annað slíkt. Kynningin fór svo fram í síðari hluta nóvember í fyrra og tókst nokkuð vel.“ Smátt skorió kjöt „í framhaldi af þessari kynningu unnum við með móður- fyrirtæki þessarar keðju sem heitir FDB að því að þróa áfram pakkningar og vinnslu á þessum vörum. Áður höfðum við ákveðið að gera Danmörku að okkar for- gangsmarkaði. Við höfðum kann- að aðstæður á helstu mörkuðum og vegna þess að við höfum ágæt sambönd í Danmörku töldum við rétt að einbeita okkur að þeim markaði. Það sem kom í ljós í þessari vörukynningu var að þessar hefð- bundnu pakkningar og skurður á kjötinu í stór stykki - hrygg, læri o.þ.h. - sem hvert fyrir sig er matur fyrir 4-5 manns og jafnvel af- gangur til næsta dags, þetta hentar ekki Dönunum. Þeir vilja kaupa minna í einu sem svarar einni hóf- legri máltíð. Við eyddum því nokkrum mánuðum í að þróa mis- munandi skurð og sundurhlutun á skrokknum í samvinnu við FDB. Við sendum þeim sýnishom og þeir svöruðu aftur og þar kom að þeir vom ánægðir með ákveðna úr- beiningu og sundurhlutun. Sala á því fór í gang síðasta vor og þannig seldum við hátt í 1.500 skrokka.“ Náum Færeyjaverði „Það sem við höfum svo lagt mesta áherslu á núna í haust er að selja ferskt kjöt meðan á sláturtíð- inni stendur. Staðreyndin er sú að í Evrópu er markaður fyrir ferskar vöm allt annar og betri en fyrir fryst kjöt. Við emm því búnir að finna vélbúnað og þróa fram- leiðsluferli og pakkningar sem gerir okkur kleift að bjóða upp á ferskt kjöt í Danmörku. Það er gætt ýtrasta hreinlætis við vinnsl- una, kjötið er kælt með ákveðnum hætti og því pakkað í loftskiptar umbúðir sem tryggja átján daga geymsluþol. Með því að flytja það út með flugi getum við selt fersk- vöm. Söluverðið á þessu kjöti er mjög hátt, 330-350 kr./kg, en á móti kemur að kostnaður er mikill. Flugfragt er dýr og við höfum orðið að fjárfesta í umbúðum og vélbúnaði sem er einnig mjög dýr. En okkur telst til að þetta sé að skila okkur nokkum veginn Fær- eyjaverði, þe. FOB-verði á bilinu 240-250 kr./kg. Magnið sem hefur farið út í haust og fyrirsjáanlegt er að fari fram til jóla er í sjálfu sér ekki mikið, þetta verða kannski 1.000- 1.500 skrokkar eða 12-14 tonn. Hins vegar er reynslan mjög góð og á næsta ári getur magnið stór- aukist. Þess vegna er mikilvægt að geta boðið þetta frá ágústbyrjun fram til jóla. Nú þegar er mikil eftirspum eftir fersku kjöti fyrir páska og fyrirséð að við munum ekki geta útvegað kjöt upp í allar pantanir." Þarf að dreifa innlegginu betur - Þú nefndir að þið gœtuð boðið Dönunum ferskt lambakjöt frá því í ágúst fram að jólum, er það alveg víst? „Já, en þó má segja að fram- boðið sé ekki nægt fyrrihluta ágúst og eftir miðjan nóvember. Við höfum lagt áherslu á að nota ferskt kjöt í innanlandssölunni og þar er að verða stórbreyting. Áður fyrr var framboðið á fersku kjöti fyrir og eftir hefðbundna sláturtíð svo stopult að það var ekki hægt að byggja eðlilega framleiðslu á því. Nú er þetta komið í það gott lag að við tökum vikulega ferska skrokka sem við skemm niður í álegg og þess háttar og líka það sem við seljum í stykkjum, læri og hryggi. Þetta hefur það í för með sér að varan er miklu fallegri og hefur meira geymsluþol en uppþítt kjöt þannig að þetta stuðlar að aukinni sölu. En okkur vantar enn betri dreifingu á innlegginu, einkum í byrjun ágúst og eftir miðjan nóvember. Þetta er þó að færast í betra horf og það borgar sig tví- mælalaust fyrir bændur að sinna þessu ef þeir hafa til þess að- stæður." - En Pedersen vill fá kjöt allt árið, jafnvel þó það sé misstórt. Eru einhverjir möguleikar á að verða við þeirri ósk hans? „Eins og er sé ég ekki að það Steinþór Skúlason forstjóri Slátur- félags Suðurlands. geti orðið. Það sem ég held að sé raunhæft á allra næstu ámm er að hafa gott framboð frá byrjun ágúst fram að áramótum og svo þokka- legt framboð rétt fyrir páska. En það verður langsótt að lengja tímann meira." - Er ekki líka hœtta á að ef farið verður að lengja slátur- tímann þá verði það á kostnað þessara lífrœnu gœða, það þyrfti að gefafénu meira tilbúið fóður? „Jú, jú, en ég held samt að þó það breyti bragðinu eitthvað þá vegi það þyngra að geta boðið ferskt kjöt í stað þess frysta." Fótbrot og frelsi - Pedersen minnist á áhyggjur danskra neytenda af vellíðan lambanna og nefnir dœmi um ótta þeirra við að þau gangi sjálfala á heiðum uppi þar sem þau geta orðið fyrir slysum og lent í klóm hrafna og varga. Hafið þið velt þessu fyrir ykkur? „Nei, það höfum við nú ekki gert, en almennt má segja að neyt- endur tengi afurðimar við hrein- leika og að einhverju leyti frelsi búfjárins. Þessi ræktun sem felst í því að loka dýr inni í búmm hefur mjög neikvæða ímynd þannig að ég held að hugsun einstakra neyt- enda um hugsanleg fótbrot vegi nú minna en þeir þættir.“ - Hann nefnir einnig uppruna- merkingar, hvað er átt við með þeim ? Merkir það að ég geti vitað að kjötið sem ég er að borða sé af lambi sem ólst upp hjá honum Jóni áHóli? „Já, við erum komnir með slík- ar merkingar. Öll slátmn á Selfossi og Klaustri er uppmnamerkt. Skrokkurinn er merktur með strikamerki sem hægt er að lesa úr frá hvaða framleiðanda kjötið kemur. I vistrænni ræktun á bónd- inn auk þess að halda heilsu- farsbók þar sem hægt er að sjá hvort viðkomandi gripur hefur fengið lyf eða orðið veikur. Þetta er liður í vistrænni ræktun.“ Samkeppni um sláturfé - Verðið sem þú nefndir, 240- 250 kr. FOB, hvað þýðir það í skilaverði til bœnda ? „Það hefur ekki verið ákveðið. í sambandi við bændaverðið verð- ur að hafa í huga að við fengum á okkur útflutningskvöð á bilinu 100-120 tonn. Einhver hluti fer til Færeyja og sem ferskt kjöt til Dan- merkur og fyrir það fæst þetta verð sem ég nefndi, en svo er einhver hluti sem verður að selja á lægra verði. Verðið til bænda ræðst því ekki af hæsta verði sem fæst held- ur af meðalverði. Það er margra ára þróun að koma sem stærstum hluta vömnnar í það söluform sem skilar hæstu verði. Síðasta haust skiluðum við bændum 175 kr./kg af DIA, auk greiðslu fyrir gæm og innmat. Það er alveg ljóst að í því verði fólst nokkur yfirborgun, við vomm í raun að borga meira til bændanna en söluverðið gaf tilefni til með eðlilegum hætti. Við höfum verið að reikna okkur um 80 kr./kg fyrir slátmn á þessu fé til útflutnings. Verðið sem við greiðum eftir þetta haust hefur ekki verið ákveðið og það mun ráðast af því hversu mikið við emm reiðubúnir að yfir- borga kjötið. Þetta tengist þeirri samkeppni sem á sér stað um innleggið. Við höfum orðið að kaupa um 300 tonn af kjöti af öðmm en okkar eigin framleiðendum á sama tíma og framboð á nautakjöti og svínakjöti hjá okkur hefur verið nægt. Það er miklu hagstæðara fyrir okkur að geta aukið eigin sauðfjárslátmn í stað þess að kaupa hundrnð tonna af öðmm og láta aðra innleggjendur nauta og svína bíða eftir slátrnn hjá okkur. Það er alltaf ákveðin hætta á að slík staða komi niður á sölu lambakjötsins." - Er niðurskurðurinn farinn að leiða til samkeppni um slátur- gripina? „Það er mikil samkeppni um þá, sérstaklega sauðfé, sem hefur leitt til alls konar yfirborgana á dilkakjöt, einkum í formi álags fyrir og eftir slátmn. Menn em að bjóða staðgreiðslu og við höfum boðið álag á vistrænt kjöt og kjöt af líflambasvæðunum. Þessi sam- keppni mun halda áfram að aukast." Vantar kvóta fyrir unnar kjötvörur - Þú minntist á leyfi frá ESB, hversu mikið er leyft aðflytja út af lambakjöti til Evrópusambands- landa? „Það em fjögur sláturhús með útflutningsleyfi til ESB-landanna. Kvótinn er um 1.200 tonn svo það hefur ekki reynt á að það þurfi að skipta honum. Við höfum ekki fullnýtt kvótann. Við emm hins vegar að undir- búa stækkun vinnslustöðvarinnar á Hvolsvelli og eitt af markmiðun- um með þeirri stækkun er að fá fulla útflutningsheimild á allar unnar kjötvömr. Við teljum að við eigum mikla markaðsmöguleika erlendis með hangikjöt, pylsur, álegg og tilbúna rétti. Þessar vömr Lime-marinerede lammekoteletter med gronsager CTil ca, 4 personer) 8 lammhotcletter Drys koteletterne med pcber og læg dem i eri reven shal ajlM limcfrugt plasticpose. Kom limesaft og -skal ved: lad safi af 112 limefrugt posen stá i kaleskab i ca. 2 timer og vend peberfra kvcern kotelctterne af og lil. Marinaden kasseres 100 g grgrme bttnner umiddelbart efter endt marinering. Bonneme 100 gforárshg koges sprode ct par minutter, keles i koldt 2 spsh otie vand og skærest skrát i „spidser". i dlpískeflode Forárslðget skæres i tykke, skrá strimler. 1 tsh hclc Madagascar pebcrkom Varm ovnen til 160°. Brun koteletteme i i spsli jintshárel ingefcer olien pá en pande 11/2 min. pá hver síde. Læg dem i et ovnfast fad, drys med lidt salt ogsæt fadet iovnen 10-15 min. Kom.. Madagascarpeber, piskeflyde og ingefær i j®) panden og lad det koge nogle min. Tdsæt gronsageme og smag sovsen til. Varm sovsei godt igennem og servér den sammen mcd kodeli Som tiibehor kan f.eks. serveres 200 g frisk brod og 1 kg.bagte kartofler. Eftir útgáfu bœklingsins œttu Danir ekki að velkjast í vafa um hvernig matreiða á íslenskt lambakjöt.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.