Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 9. desember 1997 Bændablaðið 23 Bætt þjónusta við hestaeigendur Samstarf um faglegri fófirun hrossa Vilhjálmur Þórarinsson bóndi og heyverkandi Litlu-Tungu, Davíð Jónsson fóðurfræðingur og Bernharð Laxdal dýra- læknir hjá Pharmaco sem er umboðsaðili, MIRA hestavöru- línunnar á íslandi hafa tekið upp samstarf um faglegri fóðrun hrossa. Meginmarkmið samstarfsins er að efla vitund hestaeigenda á fóðri og fóðurvörum, vekja athygli á Skynmatsaðferðir fyrir fiskeldi Ráðstefna hér á laadi í maí 1998 Vinnuhópur innan samtakanna Norrænir rannsóknarmenn á land- búnaðarsviði (Nordiska Jord- brugsforskare förening, NJF) stendur fyrir ráðstefnu um sky- matsaðferðir fyrir fiskeldi. I vinnuhópnum er einn fulltrúi frá hverju landi og er formaður hóps- ins Þyrí Valdimarsdóttir, matvæla- fræðingur á fæðudeild Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins. Ráðstefnan verður haldin í Reykjavík daganna 21. til 24. maí 1998. Ráðstefnan er öllum opin og er sniðin fyrir þá sem hafa áhuga á gæðamálum í fiskeldi. Fyrirlestramir verða haldnir á ensku. Ráðstefnugjaldið er kr. 20.000 fyrir félaga í NJF og kr. 30.000 fyrir aðra, en innifalið í gjaldinu eru hádegisverðir og tvær heimsóknir í fyrirtæki. Gjald fyrir félaga í NJF er 2000 kr á ári. Þeir sem hafa áhuga á að sýna veggspjöld á ráðstefnunni um rannsóknir sem tengjast fiskeldi geta hringt í Þyrí Valdimarsdóttir í síma 577 1010. Hún tekur einnig á móti skráningum á ráðstefnuna. efha- og orkuþörf hestsins við mis- munandi þroska- og brúkunarstig. Lauslega áætlað eru um 10.000 hestar á húsi á Suð-Vestur homi landsins og fóðurþörfm gæti því verið um 10.000 tonn af heyi yfir veturinn. Hey em af mismunandi gerð og gæðum og hefur fram til dagsins í dag oftast verið seld sem óskilgreind söluvara þegar lykt- og sjónmati sleppir. Verkun á heyi hefur líka tekið miklum breyt- ingum og ljóst er að um töluverða breytingu er að ræða hvað efna- og orkuinnihald áhrærir. Einkenni ójafnvægis í orkugjöf er yfirleitt auðvelt að leggja mat á. Erfiðar getur verið að meta einkenni efna- skorts og því oft farsælla að fyrir- byggja heldur en að þurfa lagfæra með lyfjagjöf. Þeir félagar segja að heyverk- un Vilhjálms sé nýjung hérlendis en um er að ræða plastpakkaða 250 kg bagga þar sem þurrkstig er á bilinu 70-80%. Vilhjálmur lætur efnagreina heyfeng sinn og verð- leggur samkvæmt fóðurgildum. Við kaup á heyi frá Vilhjálmi fær kaupandi yfirlit yfir orku- og efna- innihald heysins. Sé þess óskað er hægt að fá útskrift úr fóðurforriti Davíðs þar sem sýnt er fram á að með ákveðinni hey- og fóðurbætis- gjöf megi fullnægja efna- og orkuþörf hestsins. Fóðurforritið metur þarfir hestsins m.t.t. þroska, þyngdar og brúkunarstigs. Einnig gefur forrit- ið til kynna fóðurkostnað á dag miðað við að forsendum forritsins sé fylgt. í mörgum tilvikum getur verið um mikla hagkvæmni að ræða sé fóðuráætlunum fylgt. MIRA hestavörumar eru fram- leiddar af lyfjafyrirtækinu Bayer í Þýskalandi. I þessu samstarfi er horft til fóðurbætiefnanna með það að leiðarljósi að þau geti bætt upp þann mismun sem á vantar þegar heygjöfinni sleppir. Þá er einnig til orkudrykkur fyrir hesta við mikið álag. Með MIRA er komin nýjung í fóðurbætiefnum hérlendis þar sem gerflóra er nýtt til að koma á jafnvægi í meltingarvegi hestsins og á þann hátt bætir meltinguna og dregur úr líkum á hrossasótt. Auk fóðurbætiefnanna eru í MIRA línunni hreinlætis- og hjúkmnarvörur. Rétt er að taka fram að í fyrmefndu samstarfi er ekki um „allt eða ekkert“ fyrirbæri að ræða heldur er öllum frjálst að tína þá þætti úr sem hentar hverjum og einum. Davíð Jónsson, fóðurfrœðingur (t.v.) og Barnharð Laxdal, dýralœknir á vinnufundi. Bændur! Mjólkurframleiðendur! Hún er komin !! Edesa L63 er nú fáanleg. Verð aðeins kr. 26.900 án vsk. kr. 33.490. m.vsk „Áríðandi er að sjóða eða þvo í þvottavél á suðuprógrami alla júgurþvottaklúta eftir notkun, ef ekki eru notaðir einnota pappírsklútar. í Eyjafirði hafa bændur farið þá leið með góðum árángri, að eiga tvo umganga af klútum og sjóða þá í þvottapotti með einföldum tímarofa á nóttinni. Ef þetta er gert, ráðlegg ég að sleppa öllum íblöndunarefnum í júgurþvottavatnið, þau eru til lítils gagns.“ Bændablaðið 6. maí 1997. Glæsileg og fullkominn þvottavél á hreint ótrúlegu tilboðsverði Hún sómir sér vel hvar sem er, í hvað sem er, Verðið gerir hana þó sérlega áhugaverða fyrir mjólkur- framleiðendur. Tvöfalt sett af klútum í vélina eftir kvöldmjaltir og þeir bíða ykkar hrcinir og gerilsneyddir að morgni. „Ég ítreka Ifka ábendingu mína um júgurþvottaklútana, Það er ekki samræmi í að sótthreinsa mjaltakerfið, en þvo síðan spenana á kúnum fyrir mjaltir með gerlamenguðum klút. (t.d.júgurb.gerlum) Sjóðið kiútana alltaf, og hafið minnst einn klút á hverja kú.“ Bænda- blaðið 16. september 1997. Tilvitnanir í tvær fræöslugreinar eftir Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmann í Eyjafirði SIEMENSBÚO,N LJós • Heimilistæki • Viðgerðir Glerárgötu 34, Akureyri, sími 462 7788 Aðalfundur Æðarræktarfélags íslands Dúntekja var gófl f vor þrátt lyrir aö varp væri seial á ferO Árni Snæbjörnsson, Bændasamtökum fslands. Laugardaginn 15. desember sl. hélt Æðarræktarfélag íslands aðal- fund sinn í Reykjavík. Fundurinn var haldinn í Bændahöllinni og var vel sóttur að vanda, en sjötíu manns sátu fundinn. Margt fróðlegt kom fram á fundinum. Varp var óvenju seint á ferðinni um allt land á liðnu vori, en þrátt fyrir það var dúntekja góð víðast hvar, nema á stöku stað á Norðausturlandi, þar urðu sumir fyrir áföllum vegna ótíðar. I einu slíku varpi sást enginn bliki þetta vorið og hafa ekki fengist skýringar á því. Allt virðist því benda til þess að dúntekja verði í góðu meðallagi, en undanfarin ár hefur útflutningur verið um og yfir 3000 kg af fullhreinsuðum æðar- dúni á ári. Á fundinum var rætt um að tófu sé að fjölga, en samfara því eykst tófugangur í æðarvörp svo mikið að til vandræða horfir. Æðarbændum finnst verulega á skorta, að vandamál tengd vargi mæti eðlilegum skilningi hjá yfirvöldum. Sala á æðardúni gekk vel á liðnu ári og hefur verð á útfluttum dúni aldrei verið hærra, en fram kom að enn helst verðið gott, þó að dregið hafi úr mestu spennunni sem ríkt hefur varðandi eftirspum. Þá var rætt um það tjón sem verður þegar olía og/eða grútur fer í sjó og drepur bæði æðarfugl og annan fugl og vom nefnd nýleg dæmi þar um frá Seyðisfirði og Djúpavogi. Greint var frá rannsóknum þeim á æðarfugli, sem í gangi hafa verið undanfarin ár, en niðurstöð- ur sumra þeirra rannsókna liggja nú fyrir. Á fundinum var upplýst að ÆÍ hyggst gefa út veglegt rit um æðar- fuglinn. Vonast er til að það verði fullbúið á 30 ára afmæli félagsins haustið 1999. Ritnefnd er starfandi og hefur hún ráðið Jónas Jónsson, fyrrverandi búnaðarmálastjóra, rit- stjóra verksins. Á fundinum kynnti ritstjórinn hugmyndir að efnisvali, en stefnt er að veglegu riti, ríkulega myndskreyttu, sem fjalla mun um flest það sem tengist æðarfugli og æðarrækt fyrr og nú. Á fundinum vom samþykktar sex tillögur um eftirfarandi efni: Frá stjóm ÆÍ; 1) Áskomn á sjávarútvegsráðuneyti um að grá- sleppuveiðar á Breiðafirði hefjist ekki fyrr en 15. maí ár hvert og að þeim ljúki eigi síðar en 25. júlí. 2) Áskorun til umhverfisráð- herra um að hann beiti sér fyrir því að hart verði tekið á þeirri um- hverfismengun sem á sér stað þegar olía og/eða grútur kemst í sjó og rekur svo á fjömr og veldur ómældu tjóni á fuglum og öðm lífríki. Þetta verði gert með skýrri lagasetningu sem kveði m.a. á um a) að sekta þá sem menguninni valda, b) bótum til þeirra sem verða fyrir tjóni, c) hvemig bregð- ast eigi við ofangreindum meng- unarslysum varðandi úrbætur á því sem aflajga fer við mengunina. 3) Osk til umhverfisráðherra um að hann beiti sér fyrir því að embætti veiðistjóra verði endur- skipulagt og faglegi þáttur þess, sem snýr að framkvæmd við fækk- un tófu, minks og flugvargs er heijar á íslenskan landbúnað, verði fluttur til Bændasamtaka íslands og þá til þess fyrirkomulags sem áður var. Með hverri af ofangreindum tillögum stjómar fylgdi svo ítarleg greinargerð. Frá æðarræktardeildinni Æðar- vé barst eftirfarandi tillaga; „Aðalfundur Æðarvéa, haldinn á Reykhólum 10. nóv. 1997, beinir eftirfarandi tilmælum til Æðar- ræktarfélags Islands: Félagið beiti sér fyrir því við stjómvöld að betur sé tekið á vömum gegn mengunarslysum en verið hefur. Stórslys af völdum olíu- mengunar vofa sífellt yfir, en þau geta haft geigvænlegt tjón á fugla- lífi í för með sér. Strand Vikartinds sl. vetur hefur beint athygli að málinu, og aðkallandi hlýtur að vera að herða vamir og reglur á þessu sviði. Brýnt er að banni við olíulosun skipa í sjó sé framfylgt." Frá æðardúnsútflytjendum barst tillaga um; að ÆI tilnefni tvo fulltrúa og æðardúnsútflyjendur tvo til að endurskoða núgildandi reglur um dúnmat og gera tillögu að breytingum fyrir næsta aðal- fund ÆÍ. Frá Pétri Guðmundssyni í Ófeigsfirði kom eftirfarandi til- laga: Skorað er á umhverfisráð- herra að láta nú þegar hefja veiðar á mink og ref í friðlandi Hom- stranda með það að markmiði að eyða mink og fækka ref verulega. ítarleg greinargerð fylgdi. Gestir fundarins fluttu ávörp og kveðjur, þeir Guðmundur Stefánsson, frá Bændasamtökum íslands, og Ásbjöm Dagbjartsson, veiðistjóri. Stjóm ÆÍ skipa; Davíð Gísla- son, frá Mýrum, formaður, en aðrir í stjóm em Hermann Guðmundsson, Stykkishólmi og Jónas Helgason, Æðey. Varastjóm skipa þau Ámi G. Pétursson, Vamsenda, og Ingibjörg Eyþórsdóttir, Kaldaðamesi. Á fundinum fór fram kosning á fulltrúa ÆÍ til Búnaðarþings til næstu þriggja ára. Kosningu hlaut Jónas Helgason, Æðey og til vara Valdimar Gíslason, Mýrum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.