Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 09.12.1997, Blaðsíða 21
Þriðjudagur 9. desember 1997 Bændablaðið 21 OpiO bréi fil stjúrnar Bændasamtaka íslands ■ M Stefáni Tryggvasyni, búnria, ÞúrisstOSum, Svalbarfissirttnd Gagnrýni svarað Guömundur Þorsteinsson, Skálpastöðum._______________ í síðasta Bændablaði (25. nóvember 1997) gagnrýnir Sverrir Heiðar Júlíusson, kennari við Bændaskólann á Hvanneyri, framkvæmd skoðanakönnunar um inn- flutning erfðaefnis til blöndunar við íslenska kúakynið, sem fram fór á á kynningarfundi í Borgarnesi þannlO. nóvember sl. (Sjá bls. 18: Eru ekki aðrar leiðir færar.) Þar sem ég ber að mínum hluta ábyrgð á þeirri framkvæmd, langar mig til að koma á framfæri þeim sjónarmiðum, sem þarna lágu að baki. Aðfinnslur Sverris Heiðars beinast að því, að strax að loknu framsöguerindi Jóns Viðars, eða kl. 14:25, var fólki gefínn kostur á að nálgast atkvæðaseðla og greiða atkvæði og skila þeim, þegar það hefði mótað afstöðu sína til málsins. Gefinn var frestur til kl. 16.00 til að skila seðlum, en þess um leið getið að kjömefnd gæti lengt þann frest um hálftíma, sæi hún ástæðu til, sem og varð. Enginn gerði athugasemdir við þetta á fundinum. Sverir Heiðar telur að eðli- legast hefði verið að gera skoðanakönnunina í fundarlok og nefnir sérstaklega að erindi héraðsd vralæknisins í Mýra- sýslu, Gunnars Gauta Gunnars- sonar, hefði komið seint fram, en það hefði verið til þess fallið að telja þeim hughvarf, sem hlynntir vom innflutningi. Ástæðumar fyrir því að þessi háttur var hafður á vora einkum þær, að þegar líða tekur að fjósamálum ókyrrast kúabændur jafnan á fundastólum enda var hópurinn farinn að grisjast talsvert í fundarlok. Þar sem atkvæða- greiðslan hlaut að taka nokkurn tíma, því merkja varð við í kjörskrá bæði við afhendingu og móttöku atkvæðaseðla, óttuðumst við að einhverjir teldu brýnna að komast rétt- stundis I fjós en taka þátt í skoðanakönnuninni. Þá væri óhklegt að einhver aðalatriði væra óreifúð eftir framsögu og tveggja klukkutíma umræður. I mínum huga orkar það helst tvímælis, að settur var lokafrestur til að skila atkvæða- seðlum. Það var í því skyni gert að marka eins konar fundarlok og draga úr líkindum þess að óhæfílega teygðist úr umræð- um, sem við þessar aðstæður einkennast of oft af eilífum endurtekningum þess sem áður var komið fram. Eftir á að hyggja get ég þó ekki fundið neina þá hnökra á fundarstjórn eða framkvæmd atkvæða- greiðslunnar, sem gætu verið tilefni alvarlegra athugasemda. Hvað varðar innlegg Gunnars Gauta í umræðurnar, þá er það rétt hjá Sverri Heiðari að hann, eins og aðrir dýralæknar, taldi mögulegt að sjúkdómar bærust með fósturvísum, en af einhverjum ástæðum lætur Sverrir Heiðar þess ógetið, sem Gunnar Gauti bætti við en það var að þyrfti hann sem Yfirdýralæknir að taka afstöðu til beiðni um inn- flutning af þessu tagi, yrði svar hans jákvætt. Því þykir mér það í meira lagi hæpin ályktun að málflutningur hans hafí haft einhlít áhrif á afstöðu manna til málsins. Nú getur auðvitað hver trúað þvi sem viU að Gunnar Gauti kynni að veita slíka heimild gegn betri vitund, en er þá ekki um leið verið að gera svo h'tið úr faglegum metnaði hans sem dýralæknis, að ekki verði horft til hans sem ráðgjafa í þessu máli? Stefán Tryggvason, bóndi, Þóris- stððum, Eyjafirði. Nú, þegar niðurstöður í skoð- anakönnun fagráðs í nautgriparækt um afstöðu kúabænda til inn- flutnings fósturvísa til kynblönd- unar við íslenska landnámskynið liggja fyrir, vakna ýmsar spum- ingar um framhald mála. Ekki síst vakna spumingar um gmndvallar- viðhorf stjómar BÍ til ræktun- arstarfsins í ljósi frétta af stjómar- fundi samtakanna og ályktunar sem þar var Jgerð og lesa má um í síðasta Bændablaði. Hver einstakur bóndi er í eðli sínu frjáls að nota það búfé sem hann kýs til framleiðslunnar svo fremi hann brjóti ekki lög sem um hana gilda og að hún samræmist öðmm kröfum stjómvalda og markaðarins. Búfjárræktarlög kveða ekki sérstaklega á um að eingöngu skuli rækta íslensku landnámskúna, búvömsamningur setur slíkt ekki sem skilyrði og afurðastöðvar ekki heldur. Þátttaka í ræktunarstarfmu er mönnum fijáls en starfsemin nýtur hins vegar opinberra framlaga. Fram til þessa hefur að mestu verið litið á kúabændur í landinu sem einn hóp sem stæði einhuga að ræktun íslensku kýrinnar. Reyndar hefúr hluti hópsins aðeins verið þiggjendur, þ.e. ekkert lagt til ræktunarstarfsins sjálfs, með því að standa utan skýrsluhaldsins. Niðurstaða skoðunarkönnunarinn- ar bendir hins vegar til að fram sé kominn allstór hópur bænda sem hefur áhuga á að rækta sínar kýr með blóðblöndun við innflutt kyn. Þar sem BÍ verður að skoðast sem samnefnari ræktunarstarfs í Stefán Á. Jónsson, bóndi, Kagaðarhóli, A.-Húnavatnssýslu. Nú liggja fyrir úrslit í almennri skoðanakönnun meðal kúabænda um innflutning á erfðaefni úr norskum, hymdum kúastofni sem átti að blanda saman við íslenska kúastofninn. Nokkrir úr forystu- sveit bænda og fagmanna á vegum samtaka bænda kynntu þessar hug- myndir af mikilli eljusemi og áhuga. Tókst þeim að fá sam- þykktir á aðalfundum Landssam- bands kúabænda og Búnaðarþingi fyrir tilraunum í þessu skyni. Oþarfi er að fara mörgum orðum um framvindu þessa máls. Sam- kvæmt kynningu þess mátti búast við að þessi svokallaða tilraun mundi með tímanum leiða til þess að hreinræktaðar íslenskar kýr yrðu eins sjaldséðir og hvítir hrafnar. I skoðanakönnuninni kom í ljós að íslenskir kúabændur höfnuðu með miklum mun leið innflutningskórsins og sýndu með því trú sína á íslenska kúastofnin- um. Þeir vildu heldur ekki leggja í nautgriparækt á íslandi, vaknar sú spuming hvort það verði ekki að teljast skylda félagsins að sinna óskum þessa hóps til jafns við þá sem eingöngu vilja halda sig við ræktun landnámskynsins. í fyrmefndri frétt af stjómar- fundi BI koma fram áhyggjur sam- takanna af því að „einstaklingar úr röðum mjólkurframleiðenda tækju sig saman og óskuðu eftir að fá að flytja inn erfðaefni á eigin vegum því að slíkt gæti valdið því að mjólkurframleiðendur í landinu klofni í tvo hópa eftir því hvaða mjólkurkúakyn þeir ræktuðu“. Úr skoðanakönnuninni má lesa að rúmlega fjórðungur mjólkurfram- leiðenda, og trúlega þriðjungur ræktenda, er fylgjandi því að til- raun með innflutning nýs kyns sé gerð. Þessum hópi svarar stjómin engu um hvers nú megi vænta um framhald málsins heldur kýs að drepa málinu á dreif með því að draga afstöðu Yfirdýralæknis inn í málið. Eins og rakið var í greinar- gerð nautgriparæktamefndar er umsóknarferillinn um innflutning erfðaefnis mjög skýr í lögum. Með tilliti til þess, og með hliðsjón af þann gífurlaga kostnað sem þessar hugmyndir myndu hafa í för með sér. Þetta gerðist þrátt fyrir allan fyrirganginn og áróðurinn í þeim sem töldu það helsta bjargráðið að hefja tilraunir með glannafenginn innflutning þrátt fyrir aðvaranir traustra vísindamanna og dýra- lækna. Það kom í ljós að menntun og gæfa hins almenna bónda er sú að hann lætur ekki háværan hóp segja sér fyrir verkum þótt þessi hópur beiti samræmdum áróðri. Þess vegna munu íslenskir neyt- endur fá áfram góða og holla ís- lenska mjólk sem ef til vill hefur heilnæmari efnasamsetningu og verðmætari efni en mjólkin í stóru erlendu kúastofnunum. Nýlegar rannsóknir gefa sterklega vísbend- ingar í þá átt að sykursýki bama sé sjaldgæfari hérlendis vegna þessara eiginleika íslensku mjólk- urinnar. Eðlilegt er að gefa slíkum þáttum gaum. Þeir gætu styrkt mjólkurframleiðsluna og ef til vill leitt til útflutnings á hollustuvöru úr henni. umfangi innflutnings á erfðaefni og lifandi dýrum í dag og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða gæludýr, nautgripi eða önnur hús- dýr, er með öllu rakalaust að teíja málið með því að ætla að afger- andi niðurstaða yfirdýralæknis fáist á þessu stigi. Stjóm BÍ verður að horfast í augu við þá staðreynd að ræktun- arhópurinn er tvískiptur og að báð- ir hópar em jafn réttháir. í þessu máli er útilokað að annar hópurinn kúgi hinn. Því verður að gera ráð fyrir að næstu ár verði tveir ræktunarhópar starfandi í landinu. Það er hins vegar mun lakari kostur ef áhugamenn um inn- flutning nýs mjólkurkúakyns verða gerðir afturreka úr BI með því að horfið verður frá áformum um inn- flutning með fulltingi samtakanna. Komi hins vegar ekki fram af- gerandi yfirlýsingar stjómar um að ekki verði horfið frá fyrirhuguðum innflutningi aukast mjög líkur á að áhugamenn um innflutning bindist samtökum sem aftur kann að leiða til klofnings samtaka bænda með ófyrirséðum afleiðingum. Því spyr ég. 1. Mega áhugamenn um inn- flutning erfðaefnis úr öðm mjólk- urkúakyni vænta þess að BI vinni áfram að framgangi þeirrar til- raunaáætlunar sem nautgripa- ræktamefnd skipulagði? 2. Telja samtökin koma til greina að ræktunarstarfinu verði deildarskipt innan samtakanna meðan áhugi reynist á ræktun tveggja kynja? 3. Ef svarið við spumingu 2 er neitandi, telja samtökin sér stætt á að leggjast gegn því að sjálfstætt ræktunarfélag fái hlutfallslega fyrirgreiðslu, bæði hvað varðar þjónustu og fjármagn, og aðrir ræktendur? Alhs. ritstj. Stefán beinir spumingum sínum til stjómar BÍ en ncesti stjómarfundur verður ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. Spumingamar em þess eðlis að þœr þarf að leggja fyrir stjórn BÍ og því munu svörin ekki birtast fyrr en ífyrsta blaði eftir áramót. Ástæðulaust er að ræða niður- stöðu skoðanakönnunarinnar frek- ar heldur horfa fram á veginn og snúa sér að þeim krefjandi verk- efnum sem kúabændur standa nú frammi fyrir. Eitt af því sem veld- ur hvað mestum vonbrigðum er hversu lítill árangur hefur náðst á síðustu ámm í að bæta og laga júgur- og spenagerð íslenskra kúa. Nú verður að snúa sér að því verk- efni með sérstöku átaki, ráða til þess hæft menntað fólk og skipu- leggja öflugt alhliða ræktunarstarf á íslenska kúastofninum. Eðlilegt væri að gera nú þegar nokkurra ára áætlun og tryggja fé til hennar. Fyrir nokkuð löngu var tekin upp sú stefna að rækta kollóttar kýr og nota ekki hymd naut eða þau sem gæfu hymd afkvæmi. Þessi ræktunarstefna var kynnt bændum sem tóku henni vel svo að hún hefur borið árangur. Það er orðið sjaldgæft að það fæðist kálf- ar sem verða hymdir. Nú fundu þeir sem móta og hafa mótað ræktunarstefnuna hymdan norskan kúastofn sem blanda átti við koll- óttu íslensku kýmar. Slíka kú- vendingu í ræktunarstefnu er erfitt að skilja og svona á ekki að vinna framvegis. Ræktun byggist ekki á því að segja eitt í dag og annað á morgun. Eftir að sæðingar vom teknar upp á landsvísu var hægt að hafa mikil og nokkuð skjótvirk áhrif á nautgriparæktina. Möguleikar voru á að dreifa ættgengum göllum ekki síður en kostum um landið ef ekki var verið vel á verði. Benda má á að það var löngu seinna eða aðeins fyrir um tuttugu ámm sem farið var að leita til mjólkurframleiðenda og þeir beðnir að raða kvígum eftir hversu þær væm góðar í mjöltum. Sú aðferð var heldur ekki nógu mark- viss þótt betri væri en engin. Sem dæmi um það vil ég taka bónda sem fær 5 kvígur í gagnið eitt árið. Hann á að gefa þeirri sem hann tel- ur best að mjólka 1 og þeirri verstu 5 og hinum raðar hann á milli. Þessi aðferð segir ekki til um hvað sú besta er góð. Hún gæti verið mjög góð og þær allar en hún gæti líka verið sú eina góða og hinar allar gallaðar. Þetta er því handa- hófsaðferð. Það hefði þurft að gefa þeim einkunn miðað við mjalta- gæði og einnig lýsa stuttlega júg- ur- og spenagerð. Síðar hefði hæft búfræðimenntað fólk, sem kynni að mjólka, þurft að skoða kvígum- ar, flokka þær betur og samræma dóma milli býla. Það þýðir ekki að vera að harma orðinn hlut heldur leggja hér eftir áherslu á nútíma- legri vinnubrögð í ræktunarstarfi eins og þær þjóðir viðhafa sem lengst em komnar á þessu sviði. Það er því tími til kominn að Landssamband kúabænda taki til höndunum í samvinnu við Bænda- samtök Islands og láti endurskipu- leggja ræktunarstarf íslenska kúa- stofnsins. Þá verður að leggja ríka áherslu á júgur- og spenagerð, mjaltatíma og frumutölu ásamt fleiri þáttum sem margir em í nokkuð góðu lagi sem betur fer. Þessi verkefni era brýn og full ástæða að hvetja stjóm Landssam- bands kúabænda til þess að taka á sig rögg og hefja markvissa sókn í samræmi við vilja þorra bænda í skoðanakönnuninni. Full ástæða væri til að Framleiðnisjóður styrkti slíkt verkefni. Jafn fráleitt er að hann styrki furðulegar hugmyndir einstakra bænda sem Iáta sér detta í hug að hlíta ekki niðurstöðum skoðanakönnunarinnar og segjast ætla að sækja um leyfi til inn- flutnings á erfðaefni úr norsku kúnum. Félagsþroski er alltaf nokkurs virði þegar fengnar eru niðurstöður á lýðræðislegan hátt. Ég skora því á alla mjólkur- framleiðendur að taka höndum saman og hefja markvissa sókn tii að kynbæta íslenska kúastofninn. Forystuna á Landssamband kúa- bænda að taka og fagráð á að vera þar sterkur bakhjarl. Metum stöðuna eins og hún er í dag og horfum fram á við í sátt og sam- lyndi. Þá eigum við sóknarfæri sem brátt munu skila ríkulegum árangri sem full þörf er á fyrir mjólkurframleiðendur í landinu. og kynbætun

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.