Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 4
4 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 14.júní2000 Útgefandi: Bændasamtök íslands Bændahöll við Hagatorg, 127 Reykjavík Sími: 563 0300 Fax á aðalskrifstofu BÍ: 562 3058 Fax hjá Bændablaðinu: 552 3855 Kennitala: 631294-2279 Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Beinn sími ritstjóra: 563 0375 GSM sími: 893 6741 Heimasfmi ritstjóra: 564 1717 Netfang: bbl@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Beinn sími auglýsingastjóra: 563 0303 Blaðamaður: Hallgrímur Indriðason. Blaðstjórn: Sigurgeir Þorgeirsson, Hörður Harðarson, Þórólfur Sveinsson. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Alls fóru 6.519 eintök í dreifingu hjá íslandspósti hinn 15. febrúar sl. Bændablaðinu er dreift frítt til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 3.800 en sjötugir og eldri grelða kr. 1.800. Umbrof: Prentsnið Prentun: ísafoldarprentsmiðja Nr. 115 ISSN 1025-5621 Bændqhlqfliá Jógúrt og byggðastefna Síðustu vikur og mánuði hefur verið mikil umræða um byggðaþróun í landinu og hvaða úrræði séu tiltæk til að draga úr þeim fólksflutningum sem á sér stað frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins. Má full- yrða að ríkur skilningur sé á því hjá þjóðinni að flutningar í þeim mæli sem verið hafa síðustu missiri eru ekki hagkvæmir fyrir þjóðfélagið. Hvernig beri að bregast við er þrautin þyngri, enda ástæður flutn- inganna margþættar. í leit að úrræðum má ekki gleym- ast að það eru grundvallarréttindi að fólk geti búið og starfað þar sem það vill, en stjórnvöld geta að sjálfsögðu haft veruleg áhrif á það val. Hvers konar þjónusta skiptir þar mjög miklu máli og ekki síður að styðja við bak þeirra sem eru tilbúnir að stunda eða hefja rekstur á svæðinu, að ógleymdri staðsetn- ingu á opinberri starfsemi. En hvernig tengist jógúrt og byggðast- efna? Jú, undanfarna mánuði hefur verið talsvert flutt inn af spænskri jógúrt. Kannski er nokkur vafi um nafnið, því hingað til höfum við litið svo á að jógúrt einkenndist af lifandi gerlum sem leggja grunninn að holl- ustu hennar, en í þeirri spænsku eru þeir allir drepnir um leið og henni er pakkað. Því er hún ekki kælivara. Hvað um það, þessi vara mettar hluta af íslenska mjólkur- markaðnum og er farin að hafa nokkur áhrif á sölu á íslenskri jógúrt. íslenskar mjólkurvörur eru framleiddar á þeirri sömu lands- byggð og mikil samstaða er um að reyna að verja. Því hlýtur það að vera umhugsunarefni að í flestum milliríkjasamningum sem á annað borð taka til landbúnaðarafurða, er samið um lækkandi vernd fyrir íslenska framleiðslu. Vissulega er því haldið fram að hér sé um alþjóðlega þróun að ræða en á það skal minnt að ekki verður bæði sleppt og haldið. Ef framleiðsla mjólkurvara fyrir íslend- inga á að halda áfram að skapa störf í sveitum, þurfa leikreglur í samskiptum við aðrar þjóðir að vera með þeim hætti að innlenda fram- leiðslan hafi góða stöðu. En hafa bændur ekki gott af samkeppni og geta þeir ekki lækkað verðið? Samkeppni leiðir oft af sér hug- myndir að betri lausnum og víst er verð á mjólk til bænda á íslandi frekar hátt en lágt miðað við nágrannalöndin. Hins vegar verður ekki séð að hjá bændum safnist upp gróði eða að mjólkur- framleiðslan sé að greiða bændum óheyrilega hátt kaup. Þvert á móti. Það virðist því miður nauðsynlegt að fá þetta verð til að framleiðslan geti gengið. íslensk nautgriparækt gengur nú í gegnum miklar breytingar og bendir allt til að svo verði áfram. Vonandi eru þar að myndast rekstrarhæfari og hagkvæmari einingar. í flestum tilvikum er þar um að ræða yngra fólk sem leggur mikið á sig, bæði vinnu og fjárhagslegar skuldbind- ingar. Til að það berjist til einhvers, verða íslensk stjórnvöld að standa í ístaðinu og tryggja stöðu íslenskrar framleiðslu á markaðnum. Þórólfur Sveinsson, stjómannaður í BÍ Hart tekist á nm búvflruviOskiptí Fyrir ráðstefnunni í Hannover lágu drög að ályktun um áherslur samtakanna í lokaferli samning- anna. Þrátt fyrir að unnið hafi verið að drögunum undanfama mánuði var hart tekist á um þau á fundinum og samkomulag náðist ekki fyrr en í þriðju lotu á lokadegi þingsins. Harðast var deilt um hve mikið og með hvaða hætti þjóðum ætti að leyfast að styðja sinn landbúnað og má segja að þar skiptust fulltrúar í þijár fylkingar eftir afstöðu: Þjóðir sem vilja áframhaldani möguleika á að styðjja eigin land- búnað einkum vegna fjölþættra áhrifa hans ekki síst byggðaáhrifa °g öryggis varðandi magn og gæði fæðunnar. Fyrir þessum þjóðum fóru Japanir og Norðmenn studdir af flestum þjóðum Evrópusam- bandsins en einnig af bændum frá USA sem er mikilvæg stefnubreyt- ing þeirra frá fyrri fundum. Annar hópur þjóða vildi draga sem mest úr stuðningi við land- búnaðinn og afnema allan stuðning sem hugsanlega gæti truflað við- skipti með búvörur milli landa. í þessum hópi voru einkum þjóðir með gott landbúnaðarland og öfl- uga búvöruframleiðslu. Fyrir þeim hópi fóru Ástralía og Nýja Sjáland með dyggum stuðningi Brasilíu og fleiri þjóða sem flytja út mikið magn búvara. Þriðji hópurinn og ef til vill sá stærsti samanstendur af fátækum vanþróuðum ríkjum sem hafa enga möguleika á að styðja sinn land- búnað en vilja aðgang að mörkuðum hins vestræna heims, sem þau ná því aðeins að sá markaður sé án tollahindrana og markaðstruflandi stuðnings heima- fyrir. í lokaályktunni er staðfest það markmið viðskiptasamninganna að draga úr stuðningi og tollvemd landbúnaðar. Viðurkennd er þýð- ing viðskipta fyrir hagvöxt þjóða og bætt lífsskilyrði þegnanna en jafnframt minnt á að viðskipti ein og sér leysa ekki fátækt og fæðus- kort heimsins. í komandi WTO samningi verði að gefa land- búnaðinum tækifæri til að þróast þannig að hann standist til framtíð- ar félagslega, fjárhagslega og spilli ekki umhverfi, en ekkert af þessu er sjálfgefið í opnu og hörðu við- skiptaumhverfi. Fullt samkomulag var um að hver þjóð ætti að hafa rétt til að styðja ákveðna þætti síns landbúnaðar með markvissum hætti enda hefði slíkur stuðningur ekki áhrif á búvörumarkaði og væri óháður búvöruframleiðslu ( grænt box ). Jafnframt var minnt á að með samdrætti í framleiðslu- stuðningi mætti búast við lækkuðum tekjum framleiðenda og því yrði að mæta með óbeinum stuðningi eða tekjutryggingu. Þá var einnig minnt á að skilyrði til búvöruframleiðslu eru afar breyti- leg bæði innan landa og milli, því þurfi að gefa þjóðum svigrúm til að mæta þessum breytileika enda hafi sá stuðningur ekki truflandi áhrif á búvöruviðskipti mili landa. Varðandi beinan framleiðslu- tengdan stuðning ( bláa boxið ) voru skiptar skoðanir. Hjá sumum þjóðum eru þær bændum lífsnauð- syn til að ná viðunandi tekjum en viðurkennt er að þær hafa áhrif á markaði og eru því þymir í augum margra þjóða. Ekki var í ályktun- inni reynt að ná samkomulagi á þessu sviði en greint frá ágrein- ingnum. Fullt samkomulag var um að bæta þyrfti aðgengi þróunar- ríkjanna að alþjóðamarkaði með búvörur en í þeim hópi teljast í dag 41 þjóð, en markaðshlutdeild þeirra á alþjóðamarkaði er aðeins 0,5 %. Þótt ofangreind ályktun sé ekki ígildi nýrra viðskiptasamninga bendir margt til að meira sé nú hlustað á bændur en áður og því verði horft til þessar ályktunar í erfiðu lokaferli WTO samninga. Ætla má að þó að bændur vilji breiðari möguleika á stuðningi en stjómmálamenn og endanlegir samningar verði því ekki opnari en ályktunin. Fyrir íslenskan landbúnað virðist því mega ætla að möguleik- ar á beinum framleiðslutengdum stuðningi muni þrengjast á kom- andi ámm en á móti geti komið annar stuðningur t.d. tengdur ræktunar og fagstarfi.umhverfi, byggð og fleiri þáttum. Þó ætla megi að þessi þróun verði ekki hröð virðist hyggilegt að muna eft- ir henni við ákvarðanatöku um fjárfestingar í landbúnaði. Ari Teitsson, formaður Bœndasamtaka íslands. Aheimsráðstefnu IFAP í Hannover var fjallað um mörg mál sem varða hag og afkomu bænda. Mikilvægasta efni fundaris var þó án efa fyrirhugaðir samningar alþjóðaviðskiptastofnunarinna um búvömviðskipti. (Nýr GATTAVTO samning- ur). Á heimsráðstefnu IFAP í Manilla 1998 var samþykkt ályktun sem samtökin hafa unnið ötullega eftir síðan og gegnum IFAP hafu bændur betri aðgang að samningaviðræðum um búvömviðskipti en í fyrri fjölþjóða samn- ingum.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.