Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 28
28 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 14. júní 2000 Samkvæmt búvörulögum skal landbúnaöarráðherra ákveöa útflutningshlutfall fyrir 1. september ár hvert. Ásetningur sauöfjár, sala undanfarinna mánuöa og blrgöir kindakjöts gefa tilefni tilað ætla aö útflutningshlutfalliö verði svipaö og á síðasta ári eða nálægt 25%. Þá er gert ráö fyrir aö hálf útflutningsskylda veröl f ágúst og full útflutningsskylda f sept., okt. og nóv. en slátrun f öörum mánuöum undanþegin útflutningsskyldu. Umsjón Erna Bjarnadóttir Af hverjum 100 krónum sem variO er 01 eð styðja bændur - renna 25 krónur í þeirra vasa! Á þinginu var fjallað um markaðsmál búvara m.a. mjólkur, kjöts og korns. Fram- leiðsla mjólkur í heiminum jókst um 0,47 % á árinu 1998. Birgðir af smjöri eru með minni móti í heiminum um þessar ntundir en mikil aukning hefur orðið á birgðunt af undanrennudufti síðustu tvö ár. í flestum mjólkurframlciðslulöndum hef- ur verð til framleiðenda lækkað verulega síðan árið 1995. Efna- hagskreppan í mörgum löndum Asíu og Rússlandi hcfur valdið óvissu og verðlækkun á mjólkurafurðum. Búast má við áframhaldandi þrýstingi á verð til framleiðenda þar til efnahag- ur batnar á ný í áðurnefndum löndum. Þátttakendur í umræðum voru sammála um að neytendur væru ekki ósáttir við það verð sem greiða þyrfti fyrir mjólk. Hins veg- ar væri krafa úrvinnslu og smá- söluaðila um aukin gæði og lægra verð viðvarandi. í Þýskalandi hefur verið ákveðið að breyta reglum um til- færslu á mjólkurkvóta milli búa. Virðisaukaskattur á matvörum í vestur Evrópu í maí 1999 Almennur Vská VSK matvæli Danmörk 25% 25% Noregur 23% 23% Finland 22% 17% ísland 24,5% 14% Svíþjóð 25% 12% Austurríki 20% 10% Grikkland 18% 8% Þýskaland 16% 7% Holland 17,5% 6% Belgía 21% 6% Frakkland 20,6% 5,5% Portúgal 17% 5% Ítalía 20% 4% Spánn 16% 4% Lúxemborg 15% 3% Sviss 7,5% 2,3% írland 21% 0% Stóra-Bretland 17,5% 0% Frá og með 1. október verða við- skipti frjáls en leiga á kvóta verður óheimil. Breytt stefna ESB í mjólkurframleiðslunni mun að mati breska þátttakandans í umræðunum leiða til þess stærri hluti mjólkurframleiðslunnar mun koma frá litlum búum í S-Evrópu. Stuðningur við verð til fram- leiðenda mun lækka í áföngum en í staðinn verða í fyrsta sinn teknar upp beinar greiðslur til mjólkur- framleiðenda í ESB. Kúabændur í ESB löndunum standa einnig andspændis vaxandi kostnaði við kvóta og land sem þarf til fram- leiðslunnar auk strangari reglna er varða umhverfísmál, aðbúnað dýra og heilbrigði þeirra svo og um annan aðbúnað heima á búunum sem tryggja á aukið öryggi í matvælaframleiðslunni. I máli Bandaríkjamanns kom fram að aðgerðum sem gripið var til, til stuðnings kúabændum í BNA verði framhaldið í tvö ár í viðbót en upphaflega átti þeim að ljúka á þessu ári. Fyrir þinginu liggur einnig tillaga um að hækka stuðningsverð til bænda um 26%. Verð á mjólk um þessar mundir of lágt til að standa undir rekstri fjölskyldubúa. Á síðasta ári var 125 milljónu dala varið í neyðaraðstoð við bandaríska bændur. I Ástralíu á hinn bóginn verður öllum stuðningi við mjólkurfram- leiðslu hætt frá og með 1. júlí á þessu ári og verð til bænda mun al- gerlega ráðast af þróun heims- markaðsverðs. Á móti fá kúabændur tímabundinn beinan stuðning til að aðastoða við aðlögun búgreinarinnar að þessum nýju aðstæðum. Skýrsla OECD um landbúnað- arstefnuna í aðildarríkjunum kom út í síðustu viku. Hlutfall stuðnings við framleiðendur af heildartekjum þeirra (PSE%) er sem fyrr mjög breytilegt. Lægst er þetta hlutfall á Nýja Sjálandi 2% en hæst í S-Kóreu 74% og Sviss 73%. Næst á eftir koma Noregur (69%) og ísland (68%). Að meðaltali er stuðn- ingur við framleiðendur 40% fyrir öll OECD löndin. (sjá mynd). Heildarkostnaður OECD landanna við stuðning við landbúnað var 361 billjón US$ eða 1,4% af þjóðarfram- leiðslu þeirra. (mynd 4) Mikill breytileiki er einnig á stuðningi við einstakar búgreinar. Minnstur stuðningur er við ullar-, eggja, og svínakjötsframleiðslu en sem fyrr er stuðningur mestur við mjólkurframleiðslum og syk- ur- og hrísgjrónarækt. (Mynd 5) A íslandi lækkaði PSE% lítil- lega frá árinu 1998. Sé litið á ein- stakar búgreinar mælist stuðning- ur (PSE) mestur við alifugl- akjötsframleiðslu (86%), og mjólkur- og eggjaframleiðslu (%). PSE% í kindakjötsfram- leiðslu reiknast 54%, sambæri- legur og innan ESB. Hér á landi nemur verðmæti mjólkurfram- leiðslunnar um 50% að verðmæti þeirra búvara sem stuðningur (PSE) er metinn við með að- ferðum OECD. í fréttabréfi OECD er fjallað um þörfina fyrir umbætur á land- búnaðarstefnunni í aðildar- löndum. Nauðsynlegt sé að auka skilvirkni þeirra aðgerða sem beitt er til að auka tekjur bænda, með því að velja aðferðir sem ná skýrt afmörkuðum markmiðum hjá skilgreindum markhópum. í dag er áætlað að aðeins 25 krónur haf hverjum eitthundrað sem varið er til stuðnings við fram- leiðendur renni í raun í þeirra vasa. Afgangurinn komi ýmist í hlut úrvinnsluaðila eða birgja eða komi fram í hærra verði á föstum framleiðsluþáttum (landi og kvóta). Ennfremur rennur mest af stuðningnum til stærstu búanna í núverandi fyrirkomulagi. Áætlað er að 25% búanna, þau sem mest- ar tekjur hafa, fái í sinn hluta allt frá ríflega helmingi og upp í 90% af þeim stuðningi sem stjómvöld veita með einum eða öðrum hætti. Viúskipti 03 atviiinulíl Frá þingi Alþjóðasamtaka búvörufram- leiðenda í Hannover 28. - 31. maí sl. VerO til mjólkur- MeiOenda lækkar Aætlaður stuðningur við framleiðendur eftir löndum (PSE) (Hlutfall af tekjum í6 # i? ^ ^ í? 3' o6 ■jS’ 3 / / / / / O* / / / / ^ # cT Aætlaður stuðningur við framleiðendur eftir afurðum (PSE) (Hiutfall af tekjum) % 100 - 80 60 40 20 AOilaskipti á greiðslumarki í mjólk 1995-1999, pús. Itr. Þús. Itr. 1995 3.352 1996 2.908 1997 3.569 1998 3.478 1999 4.466 Aðiiaskipti með greiðslumark á verðlagsárinu sem senn lýkur voru með allra mesta móti eða 4,5 millj. lítra. Þetta er um 1 milljón lítra meira en á síðasta verðlagsári.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.