Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 14. júní 2000
BÆNDABLAÐIÐ
9
Undirbúningur Bú
2000 gengur vel
Allt í heyskapinn
Hágæða rúlluplast
Undirbúningur landbúnaðar-
sýningarinnar gengur nokkuð
vel að. sögn Jóns Hákonar
Magnússonar framkvæmda-
stjóra Kynningar og markaðar.
Jón Hákon segir viðbrögðin
nánast alls staðar hafa verið góð.
„Sýnendur hafa sýnt þessu mikinn
áhuga og þá erum við einnig í
góðu samstarfi við skipu-
leggjendur á landsmóti hesta-
manna. Við ætlum okkur að hafa
landbúnaðarviku í Reykjavík á
menningarári.“
Jón Hákon segir annan tilgang
með sýningunni að kynna fyrir
þéttbýlisbúum hvað er að gerast í
íslenskum landbúnaði. „Það hefur
verið töluverður misskilningur í
gangi milli dreifbýlis og þéttbýlis
og við vonumst til að geta haft
einhver áhrif á að leiðrétta hann.“
Jón Hákon segir að sýnendur
verði hátt í 100 eins og staðan er
núna. „Við erum að fara í loka-
sprettinn í að deila út sölubásum.
Það er hins vegar alveg ljóst að
breiddin í sýningunni verður tölu-
verð, t.d. nýjasta tækni, matvæli,
störfin í landbúnaði og margt
fleira. Við viljum sýna fjölbreytni
íslensks landbúnaðar og hvemig
hann hefur aðlagast breyttum
tímum.“
Sýningin hefur fengið góðar
undirtektir að sögn Jóns Hákonar.
„Eg vonast til að flestir nýti
tækifærið til að koma á sýninguna.
Það veitir sérstaklega ekki af því
að þéttbýlisbúar kynnist hvað er að
gerast og sjái hversu framarlega
íslenskur landbúnaður stendur."
Reiknað er með þúsundum, ef
ekki tugum þúsunda gesta á
sýninguna. Jón Hákon telur þó að
það fari nokkuð eftir veðri. „Ef
það verður brakandi þurrkur þá
verða bændur líklega ekki eins
margir og þeir myndu annars vera.
Það verða þó örugglega margir
höfuðborgarbúar utan síns heimilis
á þessum en á móti kemur að það
verður mikið af utanbæjarfólki og
útlendingum í Reykjavík," segir
hann.
Laufl í landbúnaði
Að undanförnu hafa
fjölmargir bændur hringt til
Bændasamtakanna og spurt
um laun vinnufólks í
landbúnaði. Því er til að vara
að nýlega var gengið frá
samningum á milli VMSI og
BÍ. Launataxta er hægt að sjá
á heimasíðu BÍ (bondi.is) en
fólk getur líka haft samband
við Jóhann Ólafsson (sími 563
0387) og fengið upplýsingar
um launataxta og annað sem
samningum viðkemur.
Silotite rúlluplastið er
framleitt í stærðinni
500 og 750 mm
Silotite rúllumar em
framleiddar úr sterku
hágæða plasti,
Silotite rúlluplastið
hefur verið notað af
bændum á (slandi
með mjög góðum
árangri.
Við ábyrgjumst
okkar plast.
Til afgreiðslu strax
kr. 4.950
ifwH
kr. 3.950
11»
•HLfitni
^Lfrfn;
Huntni
^rrrrs
rrn
Lágmuli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007
www.velaver.is
VELAVER?
WELGER Ný lína af rúllubindivélum
Þar sem vörugæði, afköst og ending skipta máli.
Welger rúllubindivélar hafa verið seldar á íslandi
avík Sími: 588 2600 • /■
www.velaver.is
INyungar seni bjooast aðeins i WELC.LR rtillubindivelum
• Smyrjanlegar legur á ölluni keflum
• Vökvaopnun á botnplöiu. Sjálfvirk stíflulosurL^^^^—
Auðveld umhirða.
Ný kefli með auknum styrk og auknu gripi.
Keflin eru gerð úr 3,2 mm heildregnu stáli
og með 10 styrktarribbum (staðalbúnaður)
Ný og fullkomnari stjórnbúnaður.
Búnaður að vali kaupanda:
Sópvinda 1,5 - 2,0 og 2,25 m breidd
Sjálfvirkt smurkerfi á keðjum
Þjöppunarvals
Flotdekk
Gam / netbindikerfi
Tvöfaldur hjöruliður á drifskafti
Söxunarbúnaður 12 eða 23 hnífar
Baggasparkari
Auka garnrúlluhólf
í fjöldamörg ár og hafa sýnt og sannað að þær eru
með endigabestu og gangöruggustu
rúllubindivélum sem völ er á.