Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 5

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 14. júní 2000 BÆNDABLAÐIÐ 5 MÉÉri Lesendur hafa oróiú Grímur hlustaði á fréttir um daginn þar sem forsvarsmaður dvalarheimilis aldraðra í Reykjavík sagði nauðsynlegt að fá aðstandendur vistmanna til að koma á staðinn og hjálpa til. Ekki fengist fólk til þess að sinna gamla fólkinu. Launin væru einfaldlega of lág. Grímur var að velta þessum málum fyrir sér á dögunum þegar hann heyrði af vanda aðstandenda gamallar konu sem hafði dvalið um skeið á sjúkrahúsi. Gamla konan er helsjúk en þó rólfær. Sterk lyf deyfa sársaukann sem fylgir sjúkdómnum. Sem betur fer hefur gamla konan um langt skeið búið heima ásamt manni sínum sem hefur í raun annast hana - rétt eins og hann væri útlærður hjúkrunarfræðingur - á níræðisaldri. Þau hafa með öðrum orðum ekki íþyngt samfélaginu en lagt ótæpilega til þess í áratugi. Ættingjar gömlu konunnar vildu að hún fengi að vera áfram á sjúkrahúsinu enda væri vonlaust fyrir eiginmann hennar að sinna konunni þar sem sjúkdómurinn væri kominn á nokkuð hátt stig og ruglandi fylgdi lyfjagjöfinni. Það var ekki hægt. Starfsfólk sjúkrahússins, sem vildi allt fyrir þau hjón gera, sagði: "Við skulum fylgjast með konunni heima en hún verður að fara héðan. Hér er ekkert pláss." Og nú er konan komin heim og eiginmaðurinn, sem lærði í uppvextinum að menn ættu að bíta á jaxlinn og bölva í hljóði, gerir hvað hann getur til þess að leika hjúkrunarfræðing. Víst fær hann aðstoð sérfræðinga sem koma reglulega í heimsókn en sá gamli er frekar tregur til að lyfta upp tóli og hringja ef eitthvað bjátar á. Hann lærði aðra lexíu í uppvextinum. MEP 3EINNI 30LLANUM Ættingjarnir gera hvað þeir geta en þeir eru fáir og eiga fæstir heimangengt. Þessi frásögn kunningja Gríms kom í huga hans þegar hann las í Morgunblaðinu viðtal við bandarískan prófessor, Barböru Bowers, sem sagði að ástandið í hjúkrun aldraðra væri betra hér á landi en í Bandaríkjunum. Grímur varð dálítið hissa og hóf að ræða við kunningja sína innan heilbrigðiskerfisins sem sögðu hjúkrun og lækismeðferð væri í góðu lagi á íslandi • en það væru bara ekki allir sem hefðu heilsu til þess að bíða eftir henni.... Staðreynd málsins væri sú að sumt fólk færi yfir móðuna miklu á biðtímanum en heilsa annarra versnaði til muna. Á stundum væri hægt að rekja verra heilsufar til þess að viðeigandi læknismeðferð fékkst ekki í tíma. Hjúkrunarrými fyrir aldraða eru of fá og ástandið á eftir að versna til muna. Þarna hikuðu kunningjarnir og sögðu svo: Ástandið núna er hátíð miðað við það sem verður ef ekkert verður að gert. Öldruðum fjölgar en vinnandi fólki fækkar. Okkar árlegi vandi er nú rétt að fara í hönd, sögðu kunningjarnir, en hann er sumarleyfin sem verða til þess að heilu deildunum er steypt saman og fjöldi fólks sendur heim. Á stundum eru sendir heim einstaklingar sem í raun ættu alls ekki að fara út af sjúkrastofnunum. Við getum ekkert gert. Fyrirskipanirnar eru einfaldar: Sparið og sendið fólk heim. Einn af kúabændum Suðurlands skrifar grein í blað fyrir nokkru, og vill flytja inn „fósturvísa“ úr norskum kúm. Þetta á að vera gróði fyrir kúabændur. Nokkuð oft hefur verið flutt inn búfé til kynbóta og oftar orðið tjón af - ekki gróði. Fjárkláði sem olli miklu tjóni, kom með innfluttu fé. Sú plága stóð lengi yfir, og fór um stóran hluta landsins. Miltisbrandur kom með inn- fluttri húð og drap margar kýr, og hefur komið upp aftur og aftur, og gæti ennþá falist í jörð. Mæðiveiki og gamaveiki kom með innfluttu fé frá Þýskalandi. Með því kom heilbrigðisvottorð, en dugði h'tt. Af þessu varð stór- tjón, og er enn. Minkur var fluttur inn í hagnaðarskyni, en er einhver al- versta plága sem flutt hefur verið inn, og verður aldrei útrýmt. Að innflutningur til kynbóta svína hafi skilað hagnaði eins og bóndinn nefnir, getur verið rétt á sinn hátt. En svínakjötsfram- leiðsla er á hinn bóginn aðför við sauðfjárbúskap landsmanna - og stór þáttur í flótta fólks af lands- byggðinni. A sama tíma og æmar hafa verið skomar niður í hundraða og þúsunda tali, er stómm svína- búum komið á fót, og sú fram- leiðsla rekin af hörku af pening- armönnum sem sjá og vita hvað þeir em að gera. Svínabúin nýta ekki heiðagróður landsins eins og sauðfé gerir. Svín og fuglar þurfa innflutt fóður - en sauðfé notar hey og hin heilnæmu grös heið- anna - á þessu er skils munur. Norskar kýr munu varla bæta hag bænda, nær væri að gera bet- ur við íslensku kýmar, þær munu engan svíkja - og afurðir þeirra hollar. Farið nú varlega umbrota- menn, nóg er komið af innflutn- ingi á búfé og reynslan er ekki glæsileg. Sagan er skýr. Takið mark á henni. Hjörtur Einarsson Gröf, Búðardal Vegna greinar Daníels Magnússonar skal þetta sagt: Þeir sem búið hafa langa ævi með kýr sömu ættar áratugum saman, vita vel að sumum kúm er hættara við stálma en öðmm og auðvitað er það ættgengt eins og aðrar veilur s.s. súrdoði, júgur- bólga og fl. En þegar lítið sem ekkert ber á stálma í kvígum sum ár en nánast allar fá slæman stálma næsta ár, er eitthvað annað en ættgengur galli á ferð þegar um kýr af sömu ættum er að ræða. Hitt þykir mér vera alvarlegra mál að sumir bændur sem láta nautkálfa á sæðingastöð virðast fremja vísvitandi skemmdarverk í ræktuninni með því að segja ekki satt til um ágæti þeirra gripa sem valdir era til undaneldis. Það er nánast óhugsandi að annað eins msl geti komið út af svo ágætum gripum sem nautsmæður em sagðar. Ekki vil ég ætla kynbóta- nefnd að vera svo græn að velja vxsvitandi nautkálfa sem gefa svo áberandi slæma galla er stundum koma ffam. Ég tel að við kúabændur eigum heimtingu á faglegra mati á ágæti nauts- mæðra en hlutlægri, lauslegri umsögn eigandans, það mundi a.m.k. ekki tekið gilt við val á kynbótahrossum. Það er dýrt að ala upp kálfa, og hver kvíga sem ekki nýtist sem skyldi hækkar framleiðslu- kostnað. Við eigum góðan efrnvið í okkar íslensku kúm ef við bemm gæfu til að nýta hann af skynsemi. Það er ekki nóg að horfa bara á afurðageluna því þó júgur og spenagerð ein og sér skapi ekki framleiðsluverðmæti þá getur hún mjög auðveldlega komið í veg fyrir sköpun verðmæta. Mér þætti t. d. æskilegt þegar nautkálfur er tekinn undan ungri kú með miklar afurðir, sem er síðan lógað eftir 2. eða 3. mjalta- skeið, að fá að vita hvers vegna henni var lógað og stöðva í fram- haldi af því dreifingu á sæði úr nautinu ef hefur verið um óhraust júgur eða slíka galla að ræða. „ Vandamálabóndi“ Hver ep múuríiiii? í myndasafni Bændasamtaka íslands leynast margar perlur sem segja mikla sögu. En margar myndanna eru án nokkurra skýringa og nú á að kanna hvort lesendur geti aðstoðaðar okkur. Hér kemur mynd sem við vildum gjarnan vita meira um. Þeir sem þekkja til mannsins eru beðnir um að hafa sam- band við Jónas Jónsson, Matthías Eggertsson eða Áskel Þórisson í síma 563 0300. Mynd í síðasta Bændablaði, 10. töíublaði, er af Gunnari Guðmundssyni, en faðir hans var hin kunna refaskytta Guðmundur Einarsson frá Brekku á Ingjaldasandi. Gunnar bjó á Hofi í Dýrafirði fram til ársins 1958 er hann flutti ásamt konu sinni til Þing- eyrar. Á Þingeyrarárunum stundaði Gunnar hrognkelsa- veiðar fyrir landi jarðarinnar Meðaldals í sömu sveit. Myndin er tekin í Meðaldalsfjöru. ískyeúi................... I sömu aðstöðu Andrés Fjeldsted bóndi á Hvítárvöllum var maður kerskinn og gamansamur. Hann reyndi stundum að stríða tengdamóður sinni, en hún var greind og orðheppin og galt honum ísömu mynt. -Eg er að hugsa um aðfara að gifta þig, sagði hann eitt sinn við liana, - og hefur mér helst dottið í huga að bera niður hjá Sigurði straum. (En Sigurður straumur var förumaður og rœfilskarl.) -Jœja, ég lendi þá í svipaðri stöðu og hún dóttir mín, svaraði sú gamla. Bóndi úr Borgarfirði var eitt sinn að fara til kirkju og fann dautt trippi, sem hann átti. Það liafði farið ofan í pytt. Þegar hann var seinna að skýra frá þessum atburði, sagði hann: - Og ég hélt áfram og var við messu og enginn sá neitt á me'r. (Borgfirsk blanda, safnað hefur Bragi Þórðarson).

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.