Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 30
30
BÆNDABLAÐIÐ
Miðvikudagur 14. júní 2000
Ný og endurskoOuO útgáfá
ai reglum Túns nm lífræna
IramleiOslu í undirbúningi
Undanfama mánuði hefur staðið
yfir viðamikil endurskoðun á regl-
um Vottunarstofunnar Túns fyrir
lífræna framleiðslu. Sérstök nefnd,
sem stjóm Túns skipaði í mars s.l.,
stýrir þessu verki með aðstoð
fjölmargra sérfróðra aðila.
Reiknað er með að ný útgáfa líti
dagsins ljós í sumar og reglumar
taki gildi síðar á árinu.
Endurskoðun þessi varðar að
nokkm leyti útlit, form og fram-
setningu, svo reglumar verði að-
gengilegri og notadrýgri fyrir
framleiðendur. Til hagræðingar er
þannig greint á milli markmiða,
ábendinga og lágmarkskrafna.
Reglur Túns munu sem fyrr taka
náið mið af alþjóðlegum stöðlum
til þess að tryggja að íslensk vottun
lífrænna afurða sé sambærileg við
vottun slíkra afurða á helstu
markaðssvæðum okkar. Þótt ekki
verði grundvallarbreytingar á
þeim kröfum sem gerðar verða má
vænta nokkurra breytinga þar sem
íslenskar lagareglur, reglugerðir
ESB og staðlar IFOAM hafa
breyst talsvert á liðnum ámm.
Síðast en ekki síst verða ýmis
áhugaverð nýmæli í væntanlegri
útgáfu. Má þar meðal annars nefna
kafla um sjávargróður, fiskeldi,
matreiðslu, textíliðnað, o.fl.
Verki þessu stýrir ráðgjafar-
nefnd, skipuð þeim Runólfi Sigur-
sveinssyni nautgriparæktarráðu-
naut, sem jafnframt er formaður
nefndarinnar, Þórði G. Halldórs-
syni garðyrkjubónda og formanni
VOR-félags bænda í lífrænni
ræktun, Guðrúnu Andrésdóttur,
líffræðingi og ferðaþjónustubónda,
og Almari Emi Hilmarssyni fram-
kvæmdastjóra Ágætis hf. Ritari
nefndarinnar er Gunnar Á. Gunn-
arsson, frkvstj. Túns.
Jafnframt vinna sérfræðihópar
að skoðun á reglum fyrir afmörkuð
svið lífrænnar framleiðslu. Þannig
fjallar til dæmis hópur undir for-
ystu Magnúsar Óskarssonar um
reglur fyrir lífræna jarðyrkju og
matjurtaræktun, en með honum
starfa Guðfmnur Jakobsson bóndi í
Skaftholti og Hrafnlaug Guðlaugs-
dóttir kennari á Hvanneyri. Annar
hópur undir forystu dr. Ólafs R.
Dýrmundssonar fjallar um reglur
fyrir lífræna búfjárrækt, og með
honum eru þeir Jóhannes Svein-
bjömsson fóðurfræðingur á RALA
og bóndi í Heiðarbæ, og Kristján
Oddsson bóndi á Neðra-Hálsi.
Fjöldi annarra sérfróðra umsagn-
araðila hefur komið að verkinu.
Fréttatilkynning.
Aðeins
1.258
kr. kílóið
ABS hemiakeffi
Hitt og iágt dríf
Bygg&ur á grínd
dts3véí
Raflcnóin stjómrasici
isamt fieíru
Langar þig f öflugan 7 manna jeppa sem hefiir allt en kostar lítið?
Galloper er svaríð. Hann hefur altt sem haegt er að hugsa sér i
lúxusfeppa og lcostar sáralfríð miðað við sambaerílega jeppa 4
marícaðnum. Gafloper er stór, rúmgóður og ríkulega búinn jeppi
sem hentar fjötskyldufólki afarvd. Það besta við Galloper er verðið,
aðeins 2-290.000 lcrónur! Hafðu samband við sölumenn HEKUJ
eða naesta umboðsmann og kynntu þér kosti Galloper.
1.820 Idtó af GALLOPER kosta aðeins
2.290.000 kr.
Laugavegur 170-174 • Sfmi S69 SSOO • HeimaiiOa www.hefcla.is • Netfang heklaOhefcla.it
HEKLA
- íforyam i nýrri SU!
GAUOPER
Stjórnarfundur LK
Á stjómarfundi LK á
fimmtudaginn voru rædd og
afgreidd ýmis mál. Áhugasamir
geta lesið fundargerð fundarins
í lok vikunnar á veraldarvefn-
um á slóðinni: http://www.
bondi.is/wpp/bondi.nsf/pages/1
skuab
Biðlistar eftir slátrun
Um mánaðamótin var
kannað hvort enn væri biðlisti
eftir að fá nautgripum slátrað
og reyndist svo vera.
Það er mat margra starfs-
manna sláturhúsa að of margir
bændur hafi skráð gripi í
slátrun - gripi sem ekki voru
tilbúnir til slátrunar. Rétt er að
vara alvarlega við þessu því
vinnubrögð af þessu tagi skaðar
verulega hagsmuni heildar-
innar.
Þegar kaupendur kjötsins
frétta af því að margir hafi
skráð gripi til slátrunar, eykst
verulega þrýstingur á slátur-
leyfishafana að veita afslætti.
Við hvetjum hlutaðeigandi
til að huga að þessu. Hugsan-
lega mætti losna við þetta með
betra bókunarkerfi fyrir slátmn,
en víða erlendis þekkist það að
bændur panta slátmn með
margra mánaða fyrirvara og fá
fyrir vikið alltaf slátrað á þeim
tímum sem pantaðir vom.
Norskir fósturvísar
Samkvæmt heimildum LK
hafa allir þeir sem beðnir vom
um álit á umsókn BÍ og LK um
tilraunainnflutning á norskum
fósturvísum, skilað umsögn til
landbúnaðarráðherra. Við
væntum því að ráðherra geti
fljótlega tekið ákvörðun í
málinu.
Þar sem vemlegar tarfir
hafa orðið á þessum innflutn-
ingi var ákveðið að skipuleggja
framhaldið á nýjan leik. Verði
leyfi gefið út í sumar og ef
niðurstaðan verður á þann veg
að rétt er talið að halda áfram
gæti sæði komið til almennrar
dreifingar árið 2009.
Hauggeymar
22 stœrAlr mismunandi
útfærsiur
Vélaval - Varmahlíð HF
Síml: 453 8888 Fax: 453 8828