Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 14
14 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 14. júní 2000 Tveggja hseða flutningskassi sem tekur 230 lömb Það var haustið 1996 sem Jóhann Lárusson, Hall- gilsstöðum í Þórshafnarhreppi, keypti vörubíl af Ragnari Sigfússyni á Gunnarsstöðum og gekk inn í þriggja ára samning við Fjallalamb á Kópaskeri um flutning á sláturfé. Þetta var gamall draumur hjá Jóhanni að komast í fjárflutninga en sem strákur og ungur maður vann hann gjarnan með föður sínum við slíka flutninga. Á bflnum frá Ragnari var kassi sem er upp- hafið á tveggja hæða kössum sem Norður-Þingeyingarnir nota á haustin til fjárflutninga. í kassann var hægt að setja 180 lömb. Jóhann keypti svo annan bíl haustið 1997 og smíðaði - með aðstoð þúsundþjalasmiða í Árteigi í Kinn - nýjan flutning- skassa sem tók jafn mörg lömb og sá gamli. Samningurinn rann út 1998 og aftur gerði Jóhann samning við Fjallalamb. í kjölfar hans var 230 lamba flutningskassi smíðaður og ann- ar hinna eldri lagfærður þannig að hann tók jafn mörg lömb. „Maður stendur ekki í svona hlutum einsamall og ég þurfti að fá góða menn til aðstoðar. Auðvitað leitaði ég til bræðranna í Árteigi um alla járnavinnu," sagði Jóhann er Bændablaðið hitti hann á fömum vegi. „en auk þess leiðbeindi Eiður í Árteigi mér um efnisval. Trésmiðjan Brú í Þistilf- irði sá svo um innréttingar." Eins og fyrr segir er kassinn á tveimur hæðum. Hann er úr vatnsheldum krossviði og vatnsþétt gólf er á milli hæða. Flórar eru út við veggi. Kassinn skiptist niður í 22 misstór, raflýst hólf. Rýmið er svo mikið að lömbin geta öll legið meðan á ferð stendur. Jóhann sagði að lömbin notfærðu sér það óspart. En hvem- ig líður lömbunum? Jóhann sagðist ekki merkja annað en að þeim liði vel. „Ég nefnt sem dæmi að 1998 fór ég með líflömb úr Þistilfirði að Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu. Þetta er um 400 km leið. Þegar við vorum að losa bílinn lýsti Erlendur bóndi yfir ánægju sinni með meðferðina á lömbunum. Þau væm hrein og óbæld en mestan hluta leiðarinnar lágu þau og vom róleg. „Ég skoðaði innfluttan gripa- vagn hjá sláturhúsinu á Hvamms- tanga en sá tekur 360 - 380 lömb. Munurinn á þeim vagni og kössun- um hjá okkur er fyrst og fremst sá að innflutti vagninn er smíðaður með það fyrir augum að flytja gripi eftir malbikuðum vegum mjög langar leiðir,“ sagði Jóhann. „Við komumst hins vegar heim á alla bæi og við vitum að það er víða þröngt við réttir. Auk þess er erfitt að draga þunga vagna eftir þessum vegum í snjó og erfiðri færð.“ Sem dæmi um þróunina í íjárflutningum má nefna að Lárus, faðir Jóhanns, átti eitt sinn 42 módelið af vömbíl sem tók 45 lömb. Þessi bíll var að sjálfsögðu opinn og notaður í mörg ár. Árið 1966 keypti Láms, Benz 322 sem tók 70 lömb. Tuttugu árum seinna keypti Lárus, Benz 1413 sem tók 85 lömb. Árið 1990, þegar Þistilf- irðingar hófu að senda fé til slátmnar á Kópasker, vom settar upp hillur fremst á pallinn og nú var hægt að fara með 120 lömb í hverri ferð. Árið 1991 smíðaði Ragnar á Gunnarsstöðum fyrsta tveggja hæða flutningskassann og tók hann 180 lömb eins og fyrr sagði. Sumarmynd Bændablaðsins Takið þátt í glæsilegri samkeppni. 1. verðlaun Stafræn myndavél frá Hans Petersen hf. að verðmæti kr. 35.000.oo 2. og 3. verðlaun i Sneisafull matarkarfa - með úrvals íslenskum matvælum að verðmæti kr. 15.000.oo Reglur keppninnar eru einfaldar: 1. Myndin þarf aö hafa verið tekin í sumar 2. Myndin á að vera tekin í íslenskri sveit Þið getið farið að senda okkur myndir nú þegar, en skilafrestur er 15. ágúst. Dómnefnd mun kveða upp úrskurð skömmu síðar og úrslit tilkynnt í Bændablaði sem kemur út 5. september. Dragtengd einnar stjörnu múgavél Nýtt frá með mikilli vinnslubreidd VÉIAVERf FELLA er þýskur framleiðandi sem er þekktur fyrir vandaðar, léttbyggðar og sterkar vélar. FELLA heyvinnuvélar hafa verið seldar hér áratugum saman. FELLA 425T Hydro er dragtengd einnar stjömu múgavél. Vinnubreidd 4,20 m „Tandem“ hjólabúnaður sem fylgir vel eftir ójöfiium landsins. Einvirkur vökvatjakkur sem lyftir vélinni í flutningsstöðu. Enginn þungi á þrítengibeisli. Kynningarverð aðeins kr. 288.000 án VSK Lágmúli 7 Reykjavík Sími: 588 2600 • Akureyri Sími 461 4007 www.velaver.is .ngfiiííilUD go -gnífív

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.