Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 25
Miðvikudagur 14.júní2000 BÆNDABLAÐIÐ 25 Upplýsingarit Ferðapjónustu bænda „UPPI' SVEIT 2000" er komið út. Ritið hefur að geyma upplýsingar um alla bæi á Islandi sem starfa undir merkjum Ferðaþjónustu bænda. Þar auglýsa um 130 bændur þjónustu sína og bjóða um 2.700 uppábúin rúm, fjölda svefn- pokaplássa og sumarhúsa. í bæklingnum er einnig að finna upplýsingar um aðra þjónustu sem bændur bjóða, má þar nefna, tjaldstæði, veitingar, veiði, lengri og styttri hestaferðir, gönguferðir, golf, hellaskoðun, bátsferðir, snjósleðaferðir, hvar handverk er til sölu og hvar hægt er að greiða með greiðslukortum. Einnig er í ritinu fjöldi ferðatengdra auglýs- inga t.d. frá helstu söfnum á land- inu, sundlaugum, ferðamanna- verslunum, upplýsingar um hvala- skoðun og aðra áhugaverða afþreyingarmöguleika. Upplag ritsins er 40 þúsund eintök, því er dreift á öllum bæjum innan Ferðaþjónustu bænda, á öllum ESSO bensínstöðvum, upplýs- ingamiðstöðvum ferðamanna og á skrifstofu Ferðaþjónustu bænda Hafnarstræti l,Reykjavík. 127 n'kisjarðir hafa verið seldar siöustu 10 ðr Ríkið seldi 127 ríkisjarðir á tímabilinu 1991-2000 samkvæmt svari landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Drífu Hjartardóttur um ríkisjarðir. Flestar jarðir voru seldar 1998 eða 25 talsins og 10 hafa verið seldar það sem af er þessu ári. 15 jarðir voru seldar í fyrra. A sama tíma keypti ríkið að- eins 21 jörð og hefur keypt eina það sem af er þessu ári. Fjórar jarðir voru keyptar í fyrra og annað eins árið 1998. Þá kom fram að tekjur ríkis- sjóðs af ríkisjörðum á forræði landbúnaðarráðuneytisins voru ríf- lega 150 milljónir króna á síðasta ári en gjöld ríkissjóðs af þessum jörðum voru rúmlega 249 milljónir á sama tíma. Rlefnd skipuð 01 að end- urskoða girðingarlög Landbúnaðarráðherra hefur skipað nefnd til að endur- skoða girðingarlög nr. 10 frá 10. mars 1965. Nefnd þessa skipa: Ingibjörg Ólöf Vil- hjálmsdóttir lögfræðingur í landbúnaðarráðuneytinu, sem jafnframt er formaður, Grétar Einarsson sviðsstjóri bútæknisviðs RALA, Ólafur R. Dýrmundsson landnýting- arráðunautur hjá BÍ, Stefán Erlendsson lögfræðingur hjá Vegagerðinni og Valgarður Hilmarsson oddviti Bólstaða- hlíðarhrepps. Girðingarlög þessi eru komin mjög til ára sinna og hafa ekki fylgt þróuninni að öllu leyti að sögn Ólafs R. Dýrmundssonar. „I lögin vant- ar m.a. ákvæði um rafgirðingar sem hafa breiðst mjög út á seinni árum. Þá hafa verið sett- ar reglur um vörslu búfjár sem m.a. taka til girðinga og skyldra mannvirkja,“ segir Ólafur og vísar þá í reglugerð um vörslu búfjár nr. 59/2000 en þau ákvæði eiga betur heima í girðingarlögum að hans mati. Nefndin á að leggja fram tillögur um lagabreytingar sem lagðar verða fyrir Alþingi á komandi hausti. BGÍ fundur á Hvanneyri: Fjallað um skála í múhm Bœndablaðsmynd: MHH Málþingið hófst á því að fulltrúar skólanna og frá Bændasamtökum íslands skrifuðu undir nýjan samning við Framleiðnisjóð landbúnaðarins um endurmenntun. Talið frá vinstri: Sveinn Aðalsteinsson, skólameistari Garðyrkjuskólans, Skúli Skúlason, skólameistari Hólaskóla, Magnús B. Jónsson, rektor Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri og Sigurgeir Þor- geirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna. Nýverið var haldið tveggja daga málþing á Hvanneyri á vegum Búnaðar- og kennarafélags Islands (BGÍ) með yfirskriltinni; „Skólar í mótun“. A fundinn mættu fulltrúar búnaðarskólanna þriggja, þ.e. Landbúnaðarháskólans á Hvann- eyri, Bændaskólans á Hólum og Garðyrkjuskólans á Reykjum. Bjöm Sigurbjömsson, ráðun- eytisstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu setti málþingið en þar á eftir var boðið upp á fjölmörg fróðleg erindi um starfsemi skólans og fleira sem lítur að íslenskum landbúnaði. Síðari daginn var m.a. fjallað um endurmenntun og tölvumál. Hátíðarkvöldverður var í boði Hvanneyringa og skoðunar- ferð um staðinn. Formaður BGÍ er Ásdís Helga Bjamadóttir, frá Hvanneyri. MHH VEIAVERf — - .w m 'j*j*&* 'áSi >. Pantið - • : /i: í . * —— 7 Verhi stórhuga - FELLA vortilboð Þýskgæðavara í fararbroddi Fjölbreytt úrval heyvinnuvéla frá FELLA, sem er þekkt fyrir vandaðar, léttbyggðar og sterkar vélar. FELLA er þýskt fyrirtæki og í fararbroddi í heimalandi sínu. FELLA heyvinnuvélar hafa verið seldar hér á landi áratugum saman. Bændur hafa góða reynslu af FELLA, enda eru vélamar fyrsta flokks, verðið hagstætt og þjónustan góð. Bjóðum tímabundið tilboðsverð á öllum heyvinnuvélum frá FELLA. Verðdæmi Diskasláttuvélar ffá kr. 298.000 án vsk. Heyþyrlur frá kr. 278.000 án vsk. Stjörnumúgavélar frá kr. 228.000 án vsk. Bændur, gerið hagstæð innkaup tímanlega meðan tilboðið gildir. Lágmúli 7 Reykjavík Sí

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.