Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 10
10 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 14.júní 2000 Starfsreglur um uppkaup ríkissjóðs á greiðslumarki sauðfjár á árinu 2000 Framkvæmdanefnd búvörusamninga f.h. ríkissjóðs auglýsir eftir umsóknum um kaup ríkissjóðs á greiðslumarki sauðfjár frá greiðslumarkshöfum sem vilja semja um uppkaup fyrir 15. nóvember 2000 í samræmi við 2.3. gr. í samningi um fram- leiðslu sauðfjárafurða sem gerður var á grundvelli 30. gr. laga nr 99/1993 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breytingum og undirritaður 11. mars 2000. Framkvæmdanefnd búvörusamninga getur ákveðið að hætta uppkaupum þegar keypt hafa verið 45.000 ærgildi. I. Umsókn og fylgigögn. í umsókn skulu koma fram upplýsingar um nafn, kennitölu, heimilisfang og símanúmer umsækjanda, nafn lögbýlis, sveitarfélag og sýslu, lögbýlisnúmer, greiðsiumark lögbýlis sem óskað er sölu á, verð greiðslumarks, bankareikning sem leggja má söluverð inn á og yfirlýsing selj- anda um að hann gangist undir kvöð um að framleiða ekki sauðfjárafurðir til ársloka 2007, sbr. IV og undirritun umsækjanda. Umsókn um kaup á greiðslumarki verður ekki tekin til greina nema óskaö sé eftir sölu á öllu greiðslumarki lögbýlis til sauðfjárframleiðslu. Ef handhafar greiðslumarks á lögbýli eru fleiri en einn verður umsókn um kaup á greiðslumarki ekki tekin til greina nema þeir óski allir eftir upp- kaupum ríkissjóðs á greiðslumarki sínu. Eftirtalin gögn skulu fylgja umsókn eða lögð fram fyrir lok umsóknarfrests, sbr. V: a) veðbókarvottorð er ekki sé eldra en vikugam- alt, b) samþykki eiganda jarðar ef hann er annar en umsækjandi, c) samþykki ábúanda ef hann er annar en umsækjandi, d) samþykki sameiganda ef hann er fyrir hendi, e) samþykki veðhafa fyrir sölu greiðslumarksins. II. Kaupverð og greiðsluskilmálar. Eftirtaldar reglur gilda um kaup ríkissjóðs á greiðslumarki sauðfjár á gildistíma samnings um framleiðslu sauðfjárafurða sem undirritaður var 11. mars 2000: a) Greiðslumarkshafar sem semja um uppkaup ríkissjóðs á greiðslumarki sínu fyrir 15. nóvember 2000 fá greiddar kr. 22.000.- fyrir hvert ærgildi greiðslumarks eins og það var skráð 1. janúar 2000. b) Greiðslumarkshafar sem semja um uppkaup ríkissjóðs á greiðslumarki sínu fyrir 15. nóvember 2001 fá greiddar kr. 19.000.- fyrir hvert ærgildi greiðslumarks eins og það var skráð 1. janúar 2001. c) Greiðslumarkshafar sem semja um uppkaup ríkissjóðs á greiðslumarki sínu fyrir 15. nóvember 2002 fá greiddar kr. 16.000.- fyrir hvert ærgildi greiðslumarks eins og það var skráð 1. janúar 2002. d) Greiðslumarkshafar sem semja um uppkaup ríkissjóðs á greiðslumarki sínu eftir 15. nóvember 2002 fá greiðslur sem svara til þriggja ára beingreiðslna en þó aldrei lengur en til loka samningstímans. Framangreindar fjárhæðir taka breytingum í samræmi við vísitölu neysluverðs, grunnvísitölu í mars 2000, 196,4 stig. Greiðslur samkvæmt a-c-lið verða inntar af hendi með eingreiðslu eftir að samningi hefur verið þinglýst á lögbýlið ásamt kvöð um tímabundið fjárleysi, sbr. IV. Heimilt er að semja um að greiðslur dreifist á annan hátt, þó að hámarki til þriggja ára. Gjalddagi vegna uppkaupa á greiðslumarki, sem samið er um fyrir 15. nóvem- ber 2000 er 20. janúar 2001. III. Heimild til að selja greiðslumark í tvennu lagi. Ef samningur er gerður um sölu greiðslumarks fyrir 15. nóvember 2000 er heimilt að selja greiðslumarkið í tvennu lagi, þ.e. á árunum 2000 og 2001, en þá skal að lágmarki selja 25% greiðslumarksins hvort ár. Gjalddagar verða 20. janúar 2001 og 20. janúar 2002. Greiðslur sem inntar verða af hendi 20. janúar 2001 verða kr. 22.000.- á hvert ærgildi en greiðslur sem inntar verða af hendi 20. janúar 2002 verða kr. 19.000.- á hvert ærgildi að teknu tilliti til breytinga í samræmi við vísitölu neysluverðs. IV. Fjárleysiskvöð. Við sölu á greiðslumarki sauðfjár til ríkissjóðs undirgangast greiðslumarkshafar kvöð um að framleiða ekki sauðfjárafurðir til ársloka 2007. Þeim er þó heimilt að halda allt að 10 vetr- arfóðraðar kindur enda séu afurðir þeirra til eigin nota. Þessari kvöð verður þinglýst á lögbýli það sem greiðslumark er keypt af. Framkvæmda- nefnd búvörusamninga mun annast þinglýsingu samninga um sölu greiðslumarks og ríkissjóður greiða kostnað sem af því leiðir. Ef greiðslumark er selt í tvennu lagi verður kvöð um fullkomið fjárleysi á þinglýst jörðina áður en greiðsla vegna fyrri hluta sölu fer fram og skulu greiðslumarkshafar uppfylla kröfu um fjárleysi haustið 2001. Greiðslur ríkissjóðs fyrir greiðslumark, sbr. II verða ekki inntar af hendi nema fyrir liggi staðfesting forðagæslumanns um að bústofn umsækjanda sé ekki umfram 10 kindur. Þetta á þó ekki við um fyrri greiðslu til þeirra sem skipta sölunni á tvö ár sbr. III.. V. Umsóknarfrestur og skil á umsóknum. Frestur til að skila umsóknum er til 15. október 2000 og skal umsóknum skilað á skrifstofum búnaðarsambanda VI. Hvenær verður umsókn bindandi? Umsóknir um kaup ríkissjóðs á greiðslumarki sauðfjár sem borist hafa fyrir 15. október verða bindandi þá hafi umsækjandi ekki afturkallað umsókn skriflega fyrir þann tíma. Þegar landbúnaðarráðherra hefur áritað umsókn um samþykki er kominn á bindandi samningur milli aðila. VII. Sala greiðslumarks sem bundið er fjárskiptasamningi. Athygli er vakin á því að við sölu á greiðslumarki sem bundið er fjárskiptasamningi falla aðrar bótagreiðslur niður um leið og beingreiðslur. VIII. Lok uppkaupa og forgangsröðun umsókna. Ef Framkvæmdanefnd búvörusamninga tekur ákvörðun um að hætta uppkaupum eftir að keypt hafa verið 45.000 ærgildi eða síðar verður umsóknum sem borist hafa um sölu á greiðslu- marki sauðfjár umfram 45.000 ærgildi raðað í for- gangsröð sem miðast við hvenær umsókn barst samkvæmt dagstimpli búnaðarsambands. Allar umsóknir sem bárust sama dag verða jafnréttháar. Þeir umsækjendur sem fyrstir sóttu um sitja fyrir um sölu á greiðslumarki sínu. IX. Umsóknareyðublöð. Umsóknareyðublöð um kaup ríkissjóðs á greiðslumarki sauðfjár liggja frammi á skrifstofum búnaðarsambanda. Framkvæmdanefnd búvörusamninga, 9. júní2000 Við undirritun samninganna. F.v.: Jón Loftsson skógræktarstjóri, Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri og Þorsteinn Tómasson forstjóri RALA. Rannsóknasamningar milli Landsvirkjunar, Skógræktar ríkisins, Landgræðslunnar og RALA: Landsvirkjnn kemur með mrkum hætli að rannsókniim uni bindingu koletnis Landsvirkjun hefur gert sérstakan samstarfssamning við Skógrækt ríkisins, Landgræðslu ríkisins og Rannsóknastofnun landbúnaðarins um fjárstuðning við þau rannsóknaverkefni á sviði skógræktar, landbóta og kolefnisbindingar sem stofnanirnar vinna saman að. Þrjú verkefni verða styrkt á þessu ári af Landsvirkjun sam- kvæmt samningnum. í fyrsta lagi er það verkefnið LANDBÓT, upp- bygging vistkerfa á röskuðum svæðum, en það verkefni snýst um að gera tilraunir til að setja mis- munandi landgræðslu- og skóg- ræktaraðgerðir af stað á Geitasandi á Rangárvöllum og kanna áhrif þeirra á umhverfið. I öðru lagi er það verkefnið Binding kolefnis í skógi, gróðri og jarðvegi þar sem kolefnisbinding er mæld við mismunandi aðstæður og svo að lokum Tilraunaskógurinn í Gunn- arsholti sem er nú orðinn tíu ára gamall og hefur m.a. það hlutverk að kanna hvemig umhverfísþættir hafa áhrif á starfsemi og vöxt trjánna. Við sama tækifæri var undir- ritaður samningur milli Lands- virkjunar og Skógræktar ríkisins um framhald á því samstarfi sem verið hefur um starfsemi á Tuma- stöðum og Múlakoti í tengslum við sumarskóla Landsvirkjunar. Þessi samningur gerir m.a. ráð fyrir þátttöku unglinga í rann- sóknaverkefnum og kynningu á þeim auk þátttöku í skógrækt og öðrum landbótastörfum, umhirðu skóga og bætt aðgengi almennings að skógunum. Reiknað er með að um 230 unglingar verði í sumar- skóla Landsvirkjunar í sumar. SjO ríkisjarðir seldar í fyrirspurn sinni ttil landbúnaðarráðherra um ríkis- jarðir spurði Drífa Hjartar- dóttir hvort áætlað væri að selja ríkisjarðir, og þá hverjar. Svar ráðherra við þessari spurningu var svohljóðandi. ,Áætlað er að auglýsa til sölu með opinberri auglýsingu og selja eftirtaldar jarðir: 1. Dalir II, Fáskrúðsfjarðarhreppi, Suður- Múlasýslu. 2. Eyjar II, Breiðdalshreppi, Suður-Múlasýslu. 3. Eystri-Torfastaðir II, Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallasýslu. 4. Hjalli, Reykdælahreppi, Suður-Múlasýslu. 5. Hræreksiækur, Hróarstungu, Norður-Múlasýslu. 6. Kirkjubær, Hróarstungu, Norður-Múlasýslu. 7. Kvoslækur, Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallasýslu. í 7. gr. fjárlaga fyrir árið 2000, nr. 124 28. desember 1999, eru heimildir til að selja eftirtaldar ríkisjarðir. Ekki hefur hins vegar verið tekin endanleg ákvörðun um hvort þær verða nýttar. Ef þessar heimildir verða nýttar verða jarðimar auglýstar með opinberri auglýsingu fyrir milligöngu Ríkiskaupa og leitað verðtilboða í þær: 1. Blábjörg, Djúpavogshreppi. Suður-Múlasýslu 2. Digurholt, Hornafírði, Austur- Skaftafellssýslu. 3. Framnes, Kaldrananeshreppi, Strandasýslu. 4. Geitafell, Húnaþingi vestra, Vestur-Húnavatnssýslu. 5. Gufudalur I og II, Ölfusi, Amessýslu. 6. Hólsland, Eyja- og Miklaholtshreppi, Snæfellsnessýslu. 7. Kotmúli, Fljótshlíðarhreppi, Rangárvallasýslu. 8. Lyngholt, Bæjarhreppi, Strandasýslu. 9. Minni-Ólafsvellir, Skeiðahreppi, Amessýslu. 10. Nýrækt, Skagafirði, Skagaíjarðarsýslu. 11. Reykjakot, Ölfusi, Amessýslu. 12. Setberg, Dalabyggð, Dalasýslu. 13. Straumur, Dalabyggð, Dalasýslu. 14. Þverá, Ólafsfírði, Eyjafjarðarsýslu. Þá hafa nokkrir ábúendur ríkisjarða óskað eftir að kaupa ábýlisjarðir sínar á grundvelli 38. gr. jarðalaga, nr. 65/1976, með síðari breytingum. Ekki hefur hins vegar verið samið um verð, greiðsluskilmála o.fí. og því ekki endanlega ákveðið hvort af kaupum verður." Þess má geta að búið er að auglýsa þrjár ríkisjarðir til sölu; Blábjörg, Framnes og Kirkjubæ.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.