Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 22
22 BÆNDABLAÐIÐ Miðvikudagur 14. júní2000 frumkvæði af að kanna undirtektir við að koma á fót kennslustöð þar. Líklegt er að hún verði á Egils- stöðum. Þessum hugmyndum hefur verið vel fagnað af Aust- firðingum. Þá tók Fræðslunet Austurlands til starfa sumarið 1998 sem hefur það að megin- markmiði að bæta aðgengi íbúa fjórðungsins að háskólanámi og símenntun. í þessu ijórðungi er talið hentugt að þróa námsbrautir í ferðaþjónustu, umhverfisfræðum og tengdum greinum, t.d. á sviði landnota, gróður- og jarðvegs- vemdar og skógræktar. Á Vestfjörðum má segja að háskólanám hafi verið stundað í meira en áratug með fjarkennslu- sniði. Þá hafi Vestfirðingar staðið að stofnun Fjarskóla Kennarahá- skóla íslands 1993 og sýnt honum mikinn áhuga auk þess sem tíu nemendur á Vestfjörðum hafið nám í hjúkrun við Háskólann á Akureyri í gegnum fjamám. Loks var Fræðslumiðstöð Vestfjarða stofnuð í fyrra en hún á að vera vettvangur fyrir nám á háskóla- stigi í fjórðungnum. Hugmyndir em uppi um námsbrautir þar í ferðaþjónustu, sjávarútvegi og matvælaiðnaði. I lok greinargerðarinnar segir síðan: „Ákvörðun um að koma í fót háskólanámi á Austurlandi og á Vestijörðum gæti haft mikið gildi fyrir þessi landsvæði og um leið fyrir háskólamenntun í land- inu. Þótt hér sé stefnt að því að stofna háskóladeild undir stjóm Háskólans á Akureyri yrði það væntanlega aðeins fyrsta skref í uppbyggingu öflugra sjálfstæðra háskólastofnana. Þróun á sviði menntamála er ör og gildi fram- haldsmenntunar eykst ár frá ári. Landsfjórðungar eins og Vest- firðir og Austurland mega ekki verða þar afskiptir." Þuríður Backman er fyrsti flutningsmaður þingsályktunar- tillögu sem lögð hefur verið fram á Alþingi þess efnis að menntamálaráðherra sé falið að sjá til þess að haustið 2001 verði komið á fót kennsiustöðvum til háskólanáms á Austurlandi og Vestfjörðum undir stjórn Há- skólans á Akureyri. Aðrir flutningsmenn tillögunnar eru Hjálmar Jónsson, Jón Bjarna- son, Pétur Bjarnason og Stein- grímur J. Sigfússon. í greinargerðinni er það talið mikilvægt skref til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu byggðar um allt land að sjá til þess að íbúar á landsbyggðinni eigi greiðan aðgang að menntun á öllum skólastigum. Vísað er í hugmyndir Háskólans á Akureyri um kennslustöðvar á Egilsstöðum og Isafirði og telja flutningsmenn að ef þessi tillaga verði að veru- leika gefist mikilvægt tækifæri til að styrkja tengsl skólans við landsbyggðina og auka möguleika á fjölbreyttari starfsemi. Þá er einnig vísað í þingsályktun um stefnu í byggðamálum 1999-2000 þar sem m.a. var kveðið á um að menntun á háskólastigi yrði tekin upp á landsbyggðinni þar sem kostur væri og var sérstök áhersla lögð á Austurland og Vestfirði. Hvað varðar Austurland þá hefur Háskólinn á Akureyri haft POR HF REYKJAVÍK - AKUREYRI REYKJAVIK: Armúla 11 - sími 568-1500 - AKUREYRI: Lónsbakka - sími 461-1070 Plnnatætarar Stærðir 2,5 - 4 m. Háskólanám á Austur- landi oy Veslfjörðum

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.