Bændablaðið - 14.06.2000, Blaðsíða 12
12
BÆNDABLAÐIÐ
Miðvikudagur 14.júní 2000
Borgarfiröi
Þegar minnst er á Borgarfjörð, er
líklegt að lax og laxveiði í hinum
fjölmörgu veiðivötnum héraðsins
verði með því fyrsta sem kemur
upp í hugann. Óhætt er að fullyrða
að ekkert annað landsvæði kemst
með tæmar þar sem Borgarfjarðar-
hérað hefur hælana með tilliti til
aflasældar og fjölbreytileika veiði-
vatna. Hvítá í Borgarfirði er aðal-
vatnsfall héraðsins og hefur frá
fomu fari verið sýslumörk milli
Mýra - og Borgarfjarðarsýslu.
Hinar ljölmörgu þverár Hvítár em
víðfrægar fyrir náttúrufegurð og
fiskisæld og ár eftir ár tróna Þverá,
Norðurá og Grímsá efst á listum
stangveiðitímarita yfir aflahæstu
laxveiðiárnar. Ekki má gleyma
minni vatnsföllum eins og
Andakflsá, Flókadalsá,
Reykjadalsá og Gljúfurá sem allar
þykja góðar veiðiár. í Mýra -og
Borgarfjarðarsýslu eru ennfremur
lleiri nafntogaðar veiðiár eins og
Laxá í Leirársveit, Langá á
Mýrum, Alftá og Hítará.
Verðmætamat okkar mannanna
er breytingum undirorpið, en góð
laxveiði og veiðiréttur hvers konar
hefur haldið verðgildi sínu frá
upphafi landnáms. I Egils sögu er
sagt frá því er Skalla-Grímur og
menn hans könnuðu landkosti í
Borgarfirði og urðu þeir þess fljólt
áskynja „ at þar var hvert vatn l'ullt
af fiskum“. Öldum saman var litið
á borgfirsku ámar sem matarholur
og mikinn hlunnindagjafa. í Egils
sögu segir t.a.m. að „Skalla-
Grímur hafði ok menn sína uppi
við laxárnar til veiða. Odd Einbúa
setti hann við Gljúfurá at gæta þar
laxveiðar". Réttur til veiða hefur
ljóslega verið mikils virtur strax
við landnám, enda em ömefni
tengd laxi og silungi strax orðin
fjöldamörg í Landnámu, og í
Vatnsdælu er sagt frá fyrstu mála-
ferlunum vegna laxveiði. Deilum
um veiðirétt hefur fjölgað í aldanna
rás, en sem betur fer hafa þær þó
ekki endað með mannvígum eins
og lýst er í Vatnsdælu.
Laxveiðar hafa framan af
öldum einkum verið bundnar við
bergvatnsár héraðsins og eingöngu
til heimilisnota. Við veiðarnar
vom margvíslegar aðferðir notaðar,
en líklegt er að lagnet og
ádráttamet hafi verið notuð alla tíð.
Efniviður í net hefur líklega verið
taglhár eða hör (lín), en jafnvel
notuðust menn við ull eða togþráð
úr togi ullarinnar. Síðar verða
hampnet allsráðandi, þar til
nælonnet og síðar gimisnet taka
við af hampinum.
Þegar líður á 19. öldina verður
lax síðan útflutningsvara í vem-
legum mæli. Þá voru teknar upp
netaveiðar í Hvítá og vom fyrstu
netin svokölluð einhölunet,
spunnin úr ull og lögð út frá
klapparnefjum. Um miðja 19.
öldina berst einnig ný veiðitækni til
landsins með Norðmanni nokkrum,
sem kenndi mönnum veiðar í
króknet. Þá var net lagt frá
fyrirstöðu undan straumi og neðri
endi þess bundinn upp í krók. Saga
Borgarness er samofin nýtingu á
laxi, en fyrsta húsið sem byggt var í
Borgamesi var reist af Skotanum
James Ritchie er kom til íslands
vorið 1857 og reisti hús við
Brákarpoll til niðursuðu á laxi.
Ritchie flutti síðar aðstöðuna að
Grímsárósi og dvaldist tuttugu ár í
héraðinu við niðursuðu á laxi. Um-
svif hans hafa verið töluverð því
heimildir em til um að eitt sumarið
hafi hann flutt út þrjátíu og tvö
þúsund pund af laxi er allur var
veiddur í borgfirskum ám. Síðar
var lax einnig fluttur út ísaður,
saltaður og frystur.
Um miðja 19. öld kemur til nýtt
veiðitæki, en þá kemur fyrsta
veiðistöngin til landsins árið 1852,
og er talið að fyrsti stangaveiddi
laxinn hafi verið veiddur í
Borgarfirði af Andrési Fjeldsted.
Þar með hefst saga stangaveiða á
Islandi. Þegar líður á 19. öldina
fara Englendingar að sækja í ámar.
Andrés Fjeldsted leigði
Englendingum Grímsá frá ósi að
Norðlingavaði árið 1885 og ári
síðar var Flókadalsá leigð
Englendingum. Borgfirðingar
höfðu fremur lítið álit á þessum
tilburðum, og hinir útlendu
veiðimenn vom ýmist kallaðir
„hinir vitlausu“ eða „hinir vitlausu
ensku“. í dag þætti slíkt hugarfar
tíðindum sæta, þar sem veiðar á
stöng er allsráðandi veiðiaðferð og
mikil tekjulind fyrir héraðið.
Stangaveiðar þróast er líður 20.
öld, en þá er farið að stofna
veiðifélög um árnar, þar sem veiði-
réttarhafar vinna sameiginlega að
nýtingu ánna. Netaveiðar lögðust
smám saman af og er skemmst að
minnast þess að netaveiðar í Hvítá
hafa ekki verið stundaðar síðan
árið 1990, en síðan þá hefur
rétturinn til veiða í Hvítá verið
leigður af veiðiréttarhöfum í
þverám hennar. Jafnframt heyra
laxveiðar í sjó nú sögunni til.
Nýting á laxi hefur þannig
verið samofmn lífi Borgfirðinga frá
upphafi Iandnáms á Islandi. Þótt
veiðiaðferðir og nýting hafi breyst í
aldanna rás, þá heldur laxinn enn
velli og þær tekjur sem laxinn
skapar hafa sennilega aldrei verið
mikilvægari fyrir íbúa héraðsins.
Víða erlendis hafa stofnar
Atlantshafslax horfíð eða látið
undan síga, einkum vegna afskipta
mannsins. Búsvæði laxins hafa
horfið vegna virkjanaframkvæmda,
mengun veldur hnignun stofna og
sjúkdómar hafa komið upp í
tengslum við uppbyggingu
laxeldis.
Enn sem komið er hefur laxa-
stofnum ekki hnignað á íslandi.
Stöðuga árvekni þarf til að svo
verði áfram. Mikilvægast er að að
þekking og skilningur sé til staðar á
þessari auðlind og hvemig best sé
að ganga um hana svo ekki sé
gengið of nærri laxastofnum né bú-
svæðum laxins. Laxinn í ánum er
tákn fyrir hreinleika vatnsins og
tilvist hans sönnun þess að ekki er
verið að ofbjóða náttúrunni.
Vonandi getum við um ókomna
framtíð gengið að laxinum vísum í
borgfirsku ánum þar sem við
getum fylgst með baráttu hans við
að komast á klakstöðvar sínar og
dvalið við veiðar í umhverfi sem á
engan sinn líka.
Sigurður Már Einarsson
fiskifrœðingur
Veiðimálastofnun í Borgarnesi
Samkvæmt uppgjörstölum um
mjólkurframleiðslu í lok apríl er
hún um 3,77 % minni en á sama 12
mánaða tímabili árið áður og
heildarframleiðslan tæpar 106
millj 1. Mjólkursala umreiknuð á
próteingrunn fer heldur vaxandi en
umreiknuð á fitugrunn dregst hún
saman. .
A síðastliðnu ári hækkaði
meðalnyt skýrslufærðra kúa meira
milli ára en dæmi eru um áður og
varð tæplega 4600 lítrar eftir
árskúna. Ég hef áður bent á það í
skrifum um fóðrun og umhirðu
mjólkurkúa að í okkar ágæta
kúakyni búi ónotuð framleiðslu-
geta sem hefur skilað sér nú, sum-
part vegna bættrar fóðrunar, meiri
heygæða og aukinnar kjamfóður-
gjafar. Aukna kjamfóðurgjöf má
m. a. rekja til hagstæðs verðlags nú
um stundir.
Vegna þessa má reikna með að
margir kúabændur séu nú langt
komnir með sinn mjólkurkvóta og
að þeir geti ekki komið um-
frammjólkinni í verð hjá vinnsl-
ustöðvum á lokamánuðum
verðlagsársins. Ýmsar leiðir koma
til álita, bæði varðandi stjómun
eða að draga úr framleiðslunni
þessa síðustu mánuði
verðlagsársins svo og varðandi
nýtingu á umframmjólk, til annars
en úrvinnslu. Hér verða fáein
atriði nefnd:
Kjamfóðrið er virkt stjómtæki
í mjólkurframleiðslunni, bæði til
að auka hana og minnka. Mér
virðist alltof algengt að kúnum sé
gefið kjamfóður lengur út í
mjólkurskeiðið en nokkur þörf er
á. Kjamfóðri sem gefið er umfram
þarfir er illa varið. Þar sem sumar-
beit er þokkalega góð er alls ekki
ástæða til að gefa kjamfóður þeim
kúm sem mjólka undir 15 -17 kg á
dag. Jafnframt er eðlilegt að
reikna með að hvert kjamfóðurkfló
sem gefið er með sumarbeit, skili
meiri mjólk en reiknað er með á
innistöðu.
Beitarstjómun og skipulag get-
ur haft mikil áhrif á framleiðslu
kúnna yfir sumarmánuðina. Draga
má úr nyt kúnna með því að beita
að einhveijum hluta á rýrara beiti-
land og gefa minna kjamfóður. Ef
menn þurfa að ganga verulega
langt í takmörkun kjamfóðurgjafar
með beit, verður þó að gæta þess
að kúnum sé tryggt nægilegt magn
af vítamínum og steinefnum.
Hjá þeim bændum sem nú
stefnir í umtalsverða umframfram-
leiðslu hjá getur verið tækifæri að
grisja úr hjörðinni og losa sig við
lakari gripi og gallaða. Svo virðist
sem markaðurinn geti nú tekið við
einhverri aukningu á framboði
kýrkjöts.
Að gelda haustbæmrnar fyrr en
ella. Æskilegt er að mjólkurkýr
standi geldar í 6 - 8 vikur á hverju
framleiðsluskeiði. Þessi tími er af-
ar mikilvægur til uppbyggingar og
undirbúnings fyrir komandi
mjólkurskeið. Ekkert er því til fyr-
irstöðu að nýta fram-
leiðsluaðstæðumar nú til þess að
undirbúa haustbærumar sérstak-
lega vel undir komandi mjólkur-
skeið með því að gelda þær tíman-
lega og jafnvel mun fyrr en ella.
Mjólk er úrvalsfóður fyrir
kálfa og ungneyti. Ein
mjólkurfóðureining (FEm) sam-
svarar 4,4 1 af nýmjólk. í hverri
FEm eru 22 g AAT og 100 g PBV.
Ekkert er því til fyrirstöðu að nota
mjólk í stað kjamfóðurs fyrir eldri
kálfa, - allt að 6 til 10 mánaða
aldri. Sé það gert verður þó að
gæta þess að kálfarnir fái tak-
markað magn og að heygjöf sé
ríkuleg, - heyið vel verkað og lyst-
ugt. Gæta verður þess að
mjólkurfóðrun verði ekki það mik-
il að hún dragi úr gróffóðuráti
kálfanna. Heyfóðrið og örvem-
geijun þess í vömbinni hefur af-
gerandi áhrif á vöxt og þroska
vambarinnar og jórturdýramelting-
arinnar.
Það auðveldar mjög geymslu á
mjólk til fóðurs og bætir einnig
fóðureiginleika hennar að sýra
hana. Það er t. a. m. hægt að gera
með því að blanda hálfum til ein-
um lítra af „ferskri" súrmjólk ( eða
AB súrmjólk) út í 40-601 af mjólk,
- láta blönduna standa við stofuhita
í hreinu, yfirbreiddu fláti í 1-2
sólarhringa. A þeim tíma súmar
mjólkin nægilega mikið og getur
þannig geymst í allt að 3 vikur við
10-12 gráðu hita. Ef sýrð mjólk er
notuð fyrir smákálfa er heppilegt
að hita hana upp með því að
blanda 1 hluta af heitu vatni á móti
3 hlutum af sýrðri mjólk. Til þess
að tryggja geymslu mjólkurinnar í
3 vikur og hindra að röng gerjun
fari af stað þarf að þrífa öll flát og
búnað eins vandlega og kostur er.
Gunnar Guðmundsson,
forstöðumaður ráðunautasviðs
Bœndasamtaka íslands.