Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 2
2 Bændablaðíð Þriðjudagur 25. febrúar 2003 ÁRMÚLI 5 • RVK • SÍMI 568 6411 Finn Winther, yfirmaður flokkunar skinna hjá danska uppboðshúsinu: Eina iyMkið i íslandi sem framleiOir lambamerki Á Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi er rekin starfsþjálfun og vernduð vinnustofa fyrir fatlaða og langtímaatvinnulausa. Staðurinn er rekinn af Akureyrarbæ sem hefur gert þjónustusamning við ríkið um málefni fatlaðra. Höfuðáhersla er lögð á margs konar iðnaðarframleiðslu. Þrjár deildir eru stærstar: Plastiðnaðardeild, þar sem eru framleidd margs konar raflagnaefni, ljósakrossar og lambamerki. Textíldeild, en helstu framleiðsluvörur þar eru mjólkursíur, rúmfatnaður, ýmis konar klútar og vinnuvettlingar, bæði saumaðir og prjónaðir. Kertadeild, en þar eru framleidd handdýfð og steypt kerti auk útikerta. Plastiðjan Bjarg-Iðjulundur (PBI) er eina íyrirtækið hér á landi sem framleiðir lambamerki - þ.e. steypir og prentar. Á síðasta ári framleiddi PBI rétt um 140 þúsund merki og það stefnir í svipaða framleiðslu í ár. Þess má geta að margir bændur klippa út auglýsingu PBI í Bændablaðinu - og skrifa pöntunina inn á hana. Mikilvægt er að upplýsingar um bæjamúmer og litamerkingar séu réttar. Fyrir utan eigin framleiðslu tekur vinnustaðurinn að sér þjónustu við önnur íyrirtæki, s.s. pökkun og álímingu á umbúðir. Einnig er rekin skiltagerð. Eins og kunnugt er stendur fyrir dyrum að einstaklingsmerkja búsmala bænda. PBI notar prentborða við framleiðslu lambamerkjanna en ytra er einnig notuð önnur tækni, sk. laserprentun. Aðspurðar sögðu þær Ólöf Leifsdóttir, forstöðumaður, og Elín H. Gísladóttir, rekstrarstjóri, að ekki stæði til að endumýja vélbúnað PBI að sinni enda væri nokkuð langt í land að sauðfé yrði merkt á sama hátt og nautgripir. Auk þess væri þetta spuming um milljóna ljárfestingu. Elín sagði að það skipti miklu fyrir ffamleiðsluna ef bændur pöntuðu merkin snemma. Þeir sem pöntuðu í janúar og fram til ló.febrúar fengu afslátt. „Þetta hefur gjörbreytt okkar vinnuumhverfi. Nú emm við að vinna við framleiðslu á merkjunum í fimm mánuði í stað tveggja áður," sagði Ólöf og sagði ástæðu til að hrósa bændum fyrir að hafa bmgðist vel við tilboðinu um afslátt. „El fslendingar geta ekki búið með loðdýr geta Danir það ekki heldur!" RAFVÖRUR Hér eru framleidd lambamerki. F.v. Kristinn Edvinsson, starfsmaður plastiðnaðardeildar, og Jakob Tryggvason, verkstjóri. Fyrir stuttu komu hingað til lands þeir Finn Winther, einn aðalflokkunarmaður skinna hjá Uppboðshúsinu í Kaupmanna- höfn, og Per Knudsen, sölustjóri hjá sama fyrirtæki. Þeir félagar flokkuðu og dæmdu skinn frá íslenskum loðdýrabændum vegna árlegrar sýningar sem haldin var í Bændahöll fyrir liðugri viku. AIIs fóru þeir í gegnum 117 búnt af minka- skinnum, en í hverju búnti eru 5 skinn. Þá flokkuðu þeir 12 búnt af refaskinnum. Hvert skinn er metið með tilliti til gæða og litar, en skinnin fá einnig stig fyrir hreinleika og stærð. Alls bárust 12 mismunandi litaafbrigði minks, og ber það merki þeirrar fjölbreytni sem orðin er í fram- leiðslunni. Refurinn skiptist í bláref og hvítref. Danimir sögðu að íslenskir loðdýrabændur næðu stöðugt betri tökum á framleiðslunni. Athyglis- vert væri að bú með mjög góð skinn yrðu æ fleiri. Nokkrir loð- dýraffamleiðendur em komnir upp fyrir danska meðaltalið sérstak- lega hvað varðar stærðina, en hún hefúr mesta þýðingu í verð- mynduninni. „Þetta er ekki einfalt mál en við sígum uppávið," sagði Katrín Sigurðardóttir loðdýra- bóndi á Mön í Gnúpverjahreppi og þakkaði ffamfarimar innflutningi á dýmm sem em notuð til að bæta stofninn. „Faglegur andi og metnaður er mikill í greininni. Hins vegar er fæð bænda áhyggju- efni. Fóðurverð er líka of hátt. Á Islandi er mikið til af úrgangi sem hentar í loðdýrafóður en flutningskostnaður er hár. Það er verið að vinna í þessum málum," sagði Katrín. Finn Winther sagði að vindar tískunnar væm loðdýrabændum hagstæðir um þessar mundir. Tískuhönnuðir notuðu mikið skinn, enda vilji fólk náttúmlegar vömr. „Ég er ekki hræddur um ffamtíð loðdýraræktar. Hvað ísland varðar þá er heppilegt loftslag hér fyrir þessa atvinnugrein, einkum á Suður- landi. Hér er til dæmis hægt að fá gífúrlegt magn af fiskúrgangi í loðdýrafóður. Ef íslendingar geta ekki búið með loðdýr þá ætti það ekki heldur að vera hægt í Danmörku." Per Knudsen sagði loðdýra- rækt gegna mikilvægu hlutverki í verðmætasköpun landsins. „Ár- lega em fimm skinnauppboð í Kaupmannahöfn og ffamleiðendur ákveða sjálfir á hvaða uppboði þeir selja. Febrúamppboðinu er nýlokið. Þar vom tæplega 14 þúsund íslensk minkaskinn sem seldust fyrir um 29 milljónir íslenskra króna. Fjölbreytni litaafbrigða hefúr aukist í loðdýra- ræktinni á Islandi, sem ætti að gera bændunum kleift að standa af sér sveiflur sem óhjákvæmilega verða alltaf innan greinarinnar." Á íslandi em 42 loðdýra- bændur. Framleiðsla þeirra á síðasta ári var 160 þúsund minka- skinn og 16 þúsund refaskinn. Heildarútflutningsverðmæti loðskinna á sl. ári var um 450 milljónir króna. Loðdýrabændum hefúr fækkað á liðnum ámm, en bú hafa stækkað. Fjórar stórar fóðurstöðvar em á landinu. Þá reka nokkrir bændur sínar eigin stöðvar. Amerísk gæða framleiðsla 30-450 lítrar Umboðs- menn um land allt Vaxandi efdrspurn eftir landi í BláskðgabyggO í Bláskógabyggð, sem er sam- einað sveitarfélag Biskups- tungnahrcpps, Laugardalshrepps og Þingvallasveitar, er vaxandi eftirspurn eftir landi til frís- tundabyggðar. Vegna þessa hef- ur sveitarstjórn Bláskógabyggð- ar óskað eftir heimild Skipulags- stofnunar til að auglýsa breytingar á aðalskipulagi. Það eru fjögur svæði í Laugardal sem öll fara úr því að vera land- búnaðarsvæði í það að verða frístundasvæði. Þetta eru svæði BárOdælip óska eftir aðila fil aö reka greiOasölu Um árabil hefur Bárðdælahreppur, nú Þingeyjarsveit, lcigt út húsakynni Barnaskóla Bárðdæla til rekstrar gisti- og greiðasölu yfir sumartímann. Nú hefur verið auglýst eftir áhugasömum aðilum til að reka þessa þjónustu við Apavatn, Leyni I og II og Mýri í landi Snorrastaða. Eitt svæði við Rima í landi Torfa- staða í Biskupstungum fer úr landbúnaðarsvæði í frístunda- svæði. í Haukadal III verður landbúnaðarsvæði breytt í golf- völl. Frístundabyggð verður við Leyni I og II og Setberg, Laugardal. Þá hefur verið óskað eftir frístundasvæði í Mjóanesi. Golfvellir vinsœlir Ragnar S. Ragnarsson, sveitar- stjóri Bláskógabyggðar, sagði í samtali við tíðindamann Bænda- blaðsins að mikil og vaxandi ásókn væri í ffístundasvæði. Ásókn er í byggingu golfvalla og eru þeir þegar orðnir margir í Blá- skógabyggð. Hann segir að mikið sé um að fólk af höfúðborgarsvæðinu hafi samband og óski eftir landi. Þar er ekki endilega verið að óska eftir sumarbústaðalandi heldur vill fólk eiga landspildu þar sem það getur tjaldað, ræktað skóg eða kartöflur og annað grænmeti. Hann sagði að ræktað land fari undir golfvöll sem fyrirhugað er að byggja í Grímsnesi, en ekki nema að hluta til undir golfvöllinn í Haukadal. í þeim tilfellum þar sem ræktað land er að fara undir frístundastörf eru það mest fyrrum bændur sem hafa byrjað smátt í tengslum við ferðaþjónustu en eru að stækka við sig. Svo eru aðrir bændur sem eru að hefja ferða- þjónustu í einhverri mynd. Stutt i milljón ferðamenn „Hér líta menn það ekki óhýru auga þótt ræktað land fari undir ferðaþjónustu með einum eða öðrum hætti. Bláskógabyggð er alveg sér á parti varðandi ferða- mennsku í landinu. Samkvæmt nýrri rannsókn fóru 950 þúsund gestir um Bláskógabyggðarsvæðið árið 2001 og af þeim eru 75% íslendingar. I Bláskógabyggð eru margir helstu ferðamannastaðir landsins eins og Þingvellir, Laugar- vatn, Gullfoss og Geysir svo nokkur dæmi séu nefnd, og þá eru ótalin hin fjölmennu sumarbú- staðasvæði. Hér erum við að berjast fyrir framkvæmdum svipað og sjálf höfúðborgin. Vegaáætlun gerir ráð fyrir ffamkvæmdum fyrir á annan milljarð hér á svæðinu í ár. Um er að ræða Gjábakkaveg og brú yfir Hvítá milli Reykholts og Flúða," segir Ragnar. Sauðjjárrœkt vikur fyrir ferðaþjónustu Hann segir að þeim fjölgi sem fara út í ferðaþjónustu og þeir sem fyrir eru stækki við sig. Mest hefúr ferðaþjónustan bætt við 30 árs- verkum á ári á Bláskógasvæðinu. Hefðbundinn búskapur, einkum sauðfjárrækt, sé á undanhaldi fyrir ferðaþjónustunni. Lausaganga sauð- fjár viðgengst á svæðinu og þegar um það bil ein milljón gesta fari þar um bjóði lausagangan hættunni heim. Hér sé um að ræða vanda- mál sem finna þurfi lausn á.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.