Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 7
Þridjudagur 25. febrúar 2003 7 Tillögur WTO tnda hrun mrsks WMMar - segja norsku bændasamtökin Norsku Bændasamtökin hafa sent frá sér ákall í tilefni þeirra viðræðna sem nú eiga sér stað innan Alþjóða viðskiptastofhunarinnar (WTO). Þar er gert ráð fyrir lækkun tolla á landbúnaðarvörum um 60% og lækkun beins stuðnings við landbúnaðinn um meira en helming. „Tillaga Stuart Harbinson, sem leiðir viðræður innan WTO um landbúnað, ber vitni um algeran skort, virðingu og skilning á starfs- skilyrðum norsks landbúnaðar. Stóru útflutningslöndin keppa að því að stækka markaðshlutdeild sína og að valta yfir litlu löndin sem stunda dreifðan og umhverfis- vænan landbúnað. Það er útilokað að fella norskan landbúnað, sem rekinn er í litlum einingum, að tillögu WTO. Þess vegna er ástæða til að vara norska stjómmálamenn rækilega við því sem er að gerast. í samningunum innan WTO er tekist á um rétt hvers lands til að hafa sína eigin landbúnaðarstefnu og stunda sína eigin matvælaffamleiðslu. Norsku Bændasamtökin vilja að norskir stjómmálamenn, jafnt í nútíð sem framtíð, ákveði norska landbúnaðarstefhu. Við viljum áffam leggja áherslu á þá kosti sem norskur landbúnaður hefur, til að mynda sem framleiðandi ömggra matvæla, jafnframt því sem hugað er að góðu heilsufari og aðbúnaði búfjárins og sjálfbærri framleiðslu. Jafnffamt er matvælaframleiðslan í Noregi hluti af því að viðhalda innri uppbyggingu þjóðfélagsins, atvinnutækifærum og búsetu um allan Noreg. Landbúnaðarstefhan fjallar einnig um Noreg sem effirsóknarvert og greiðfært land fyrir ferðamenn og lifandi sam- félag í byggðunum á hverju svæði. Þess vegna verður ríkisstjómin að berjast fyrir norskum hagsmunum og gildum í viðræðum innan WTÖ. Tillagan ffá formanni land- búnaðarviðræðnanna, Stuart Harbin- son, leiðir til hmns í norskum landbúnaði. Um leið hrynur undir- staðan að matvælaiðnaðinum, ferða- mennskunni og þjónustustarfseminni um mikinn hluta Noregs. Fríverslun, þar sem ódýmstu vömmar og ódýrasta ffamleiðslu- aðferðin ræður markaðnum á hverjum tíma, hentar ekki land- búnaði. Bæði þjóðir og alþjóða- samfélagið bera ábyrgð gagnvart matvælaffamleiðslu. Hún er einnig mikilvægur þáttur í sjálfsvitund hverrar þjóðar. Þess vegna kveikjum við bál til að vara norska stjómmálamenn við því sem þeir em að missa úr höndum sér. Nú gildir að berjast fyrir norskum hagsmunum." Nýtl útspil i WTO samningaferli Stuart Harbinson fulltrúi WTO, sem leidir vidræður innan Alþjóða viðskiptastofnunarinnar varðandi nýjan samning um viðskipti með búvörur, sendi nýlega frá sér fýrsta uppkast að samningi. amkvæmt áœtlun skulu nýjar tillögur að samningi liggja fýrir 31. mars nk. 1 uppkastinu er lagt til að: - Allir tollar sem í dag eruyfir 90 % skuli lœkka um minnst 45 % og að meðaltali 60 %. Tollar sem eru milli 15 og 90 % skuli lækka um minnst 35 % og að meðaltali um 50 %. To/lar sem eru undir 15 % skuli lœkka um minnst 25 % og að meðaltali 40 %. - Allir innflutningskvótar á lágum tollum skuli hækka í 10% af neyslu. - Öryggisákvæói sem varða ntikla röskun á markaði i kjölfar innflutnings gildi ekki fyrir iðnrikL - Markaðsstuðningur (gula boxið) skuli lœkka um 60 % og verði ekki leiðréttur fyrir verðbólgu. - Stuðningur sem að hluta er tengdur framleiðslu (bláa boxið) skuli lœkka um Itelming. - Strangari reglur skulu takmarka stuðning við umhverfi og önnur markmið sem eru ótengd framleiðslu (græna boxið). - Hefðbundnar útflutningsbætur skulu leggjast af innan ntu ára. Matvælahjálp sem USA notfærir sér skuli takmarkast nokkuð. Þessi drög ganga lengra í frjálsrœðisátt en tillögur Evrópusambandsins og verða að skoðast sem tilraun til málamiðlunarmilli öflugustu hópanna. Olíklegt er að samkomulag náist á þessum nótunu 22 af stœrstu aðildarrikjum hittust á óformlegum fundi i Japan 14. - 16. febrúar. Þar bar mikið á milli í sjónarmiðum og langt virtist í samkomulag. Lauslega þýtt úr norskri samantektAT Innanlandsstuðningur við landbúnað Skilgreiomgar WIU Innan Aiþjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO, er nú tekist á um markmiðssetningu í næstu skrefum sem tekin verða í samningum um viðskipti með landbúnaðarvörur. Núverandi samkomulag hvílir á þremur meginstoðum. Sú fyrsta fjallar um markaðsaðgang (tollabindingar og kvóta á lágmarkstollum), önnur um útflutningsbætur og sú þriðja um innanlandsstuðning. WTO skilgreinir í aðalatriðum þrjá flokka (box) af innanlandsstuðningi, sem voru ýmist undanþegnir niðurskurði í síðustu samningalotu eða samið um tiltekinn niðurskurð. Fyrirliggjandi tillögur hinna ýmsu aðildarríkja WTO og málamiðlunartillögur formanns samninganefndar um landbúnað innan WTO, Stuart Harbinson frá Hong Kong, byggja á þessari flokkun og ganga síðan mislangt í kröfum um niðurskurð eða takmörkunum á nýjum greiðslum. Eftirfarandi er sett fram til frekari glöggvunar á eðli hvers flokks/box um sig. Gula boxið: í þennan flokk falla í meginatriðum annars vegar beinar greiðslur sem tengjast ffamleiðslumagni og hækka verð til ffamleiðenda. Hins vegar aðrar stjómvaldsaðgerðir sem valda því að verð til bænda verður hærra en við opin landamæri, svokölluð markaðsvemd. Markaðsvemd er metin sem munur á verði til framieiðenda á innanlandsmarkaði (administered price) og skilgreindu ytra viðmiðunarverði (heimsmarkaðsverði), margfaldað með seldu magni innanlands. Samanlagt myndar þetta gmnn, sem oft er vitnað til sem AMS, (Aggregate Measurement of Support). I síðasta samningi var samið um 20% niðurskurð á sex ámm ffá því sem gmnnurinn var að meðaltali á ámnum 1986-1988. Þessi niðurskurður heimilda til stuðnings (bindinga) var ffamkvæmdur á sex ára tímabili, 1995-2000. Bláa boxið: í síðustu samningalotu var stuðningur sem fellur í svokallað "blátt box" undanþeginn niðurskurði (umfjöllun um sérákvæði varðandi þróunarlönd er hér sleppt). Hér er um að ræða greiðslur sem em greiddar á tiltekna stærð af landi og uppskeru eða fastan fjölda gripa. Til þessa teljast greiðslur sem uppfylla það skilyrði að vera greiddar á 85% eða minna af ffamleiðslu á skilgreindu viðmiðunartímabili. í græna boxið flokkast greiðslur til ífamleiðenda sem gera framleiðslu ekki að skilyrði til að þeir njóti þeirra. í bláa boxið falia hins vegar greiðslur sem krefjast framleiðslu en tengjast þó ekki núverandi framleiðslumagni. 1 yfirstandandi samningalotu em uppi hugmyndir um niðurskurð á stuðningi sem flokkast í bláa boxið og að lokað verði á slíkar greiðslur hjá löndum sem ekki hafa notað þær. Græna boxið: Almenna reglan varðandi stuðning sem skilgreindur er í "græna boxið" er að hann hefur engin eða lágmarks truflandi áhrif á viðskipti og framleiðslumagn. Greiðslumar verður að veita í gegnum ríkiskassann (fjármagnaðar af skattfé) og mega ekki fela í sér tilfærslur ffá neytendum til framleiðenda né fela í sér verðstuðning til framleiðenda. Þetta box var alveg undanþegið niðurskurði í síðasta samningi. í þennan flokk falla fjölmargar aðgerðir af hálfu stjómvalda sem flokka má undir þjónustu, s.s. rannsóknir, ráðgöf, menntun og aðgerðir sem tengjast birgðahaldi og fæðuöryggi (food security). Einnig aðgerðir sem teljast bæði almennar og búgreinatengdar við að takmarka útbreiðslu sjúkdóma, eftirlitskostnaður s.s. vegna matvæla (food safety), stuðningur við markaðsmál, ýmis byggðatengdur stuðningur s.s. við samgöngur o.fl. Þá má nefna stuðning við birgðahald vegna fæðuöryggis (food security) og útgjöld til að tryggja innlenda matvælaaðstoð og til samfélaga sem líða skort (population in need). Enn fremur falla í græna boxið beinar greiðslur til framleiðenda sem ekki em tengdar framleiðsluákvörðunum, þ.e. greiðslur til bænda hafa ekki áhrif á tegund eða magn framleiðslu. Meðtaldar eru aðgerðir sem tengjast lágmarks tekjutryggingu, tryggingum (s.s. framlög til Bjargráðasjóðs) og ffamlög til að létta undir aðlögun landbúnaðar að breyttum aðstæðum (t.d. uppkaup á greiðslumarki). Mælt af munni fram Á Sólheimum í Grímsnesi hefur verið komið fyrir fallegum ílöngum steini sem hangir þar í tveimur keðjum sem festar eru sín í hvorn staurinn og er kallaður „Veðursteinn." Fyrir neöan steininn er plata þar sem á stendur: Ef steinninn er blautur þá er rigning. Ef steinninn er þurr þá er ekki rigning. Ef skuggi er af steininum þá er sólskin. Ef steinninn sveiflast til og frá þá er vindur. Ef steinninn er hvítur að ofan þá er snjókoma. Ef steinninn hoppar upp og niður þá er jarðskjálfti. Ef þú sérð ekki steininn þá er annað hvort myrkur eða honum hefur verið stolið. Ásmundarkúrinn Leirverjar hafa mikið ort um megrunarkúr Ásmundar Stefánssonar fyrrum forseta ASÍ og sýnist sitt hverjum. Hjálmar Freysteinsson læknir orti um kúrinn og bókina sem Ásmundur gaf út um megrunarfræði sín: Svo við veröum kæn og klók og kannski einhver græði allir þurfa að eignast bók um ýstrubelgjafræði Svo bætti hann við limru um sama mál: Glaður sem skin eftir skúr sker sig fjöldanum úr það merkist þar fer maður sem er kominn á Ásmundarkúr. Þjórsárveragoðinn Jón Kristjánsson, settur umhverfisráðherra, hefur hlotið almennt hrós bæði pólitískra andstæðinga sem samherja fyrir úrskurð sinn um lónsgerð í Þjórsárverum. Séra Hjálmar Jónsson, fyrrum alþingismaður, orti um Jón af þessu tilefni, og er það ekki fyrsta vísan sem hann yrkir um Jón Kristjánsson og áreiðanlega ekki sú síöasta ef ég þekki þá vinina rétt: Umhverfið bíður ekki tjón eða bráðan voða. Þig má kalla Þorgeir, Jón, Þjórsárveragoða. Lausnin Saga næstu visu er á þá leið að tveir karlar voru svarnir óvinir og gekk þessi illska svo langt að yfirvald skipti sér af og kvaö upp þann úrskurð að þeir skyldu fara saman á refaveiðar, eða á greni eins og það er kallað, og ekki koma til baka fyrr en þeir hefðu náð sáttum. Það mun hafa tekist og þá varð þessi vísa til en ekki veit ég hver höfundurinn er en þætti gaman að heyra frá einhverjum sem veit það: Saman þeir lágu og sátu um rebba, samninga gerðu um vináttu trygga. Siggi átti hætta að stela frá Stebba og Stebbi átti að hætta að Ijúga upp á Sigga. Umsjón Sigurdór Sigurdórsson. Netfang: ss@bondi.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.