Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 25.02.2003, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 25. febrúar 2003 « 27 Greining ðMþðtta i flúsum bænda Kristján Gunnarsson, mjólk- ureftirlitsmaður hjá Norður- mjólk á Akureyri, býður bænd- um á svæði Norðurmjólkur, sem er Eyjafjörður og Þingeyjar- sýslur, upp á greiningu áhættu- þátta í fjósi. Þar er um að ræða heildarúttekt á virkni mjalta- kerfa, greiningu áhættu vegna ástands kerfanna og vegna upp- setningar, auk skoðunar annarra þátta í fjósi og við mjaltatækni sem skiptir máli hvað varðar júgurheilbrigði. Hann hefur gefið út möppu með almennu fræðsluefni um þessi mál sem afhentar eru þeim bændum sem taka þátt í átak- inu, en fyrstu síðurnar í möppunni eru síðan úttekt á fjósi hvers bónda fyrir sig. Forvarnarstarf Kristján hefur nokkur undan- farin ár boðið þeim bændum á svæði Norðurmjólkur sem búið hafa við háa frumutölu mjólkur til langs tímaupp á vandamálagrein- ingu, en ekki þó í líku umfangi og þá sem nú er gerð. Hann segir að þama sé ekki um venjulega árs- skoðun að ræða heldur mun yfir- gripsmeiri yfirferð sem nær til allra þátta sem skipta máli með tilliti til júgurheilbrigðis gripa. „Hér er fyrst og fremst um að ræða forvamarstarf. Við emm að reyna að koma af stað átaks- verkefhi í stað þess að grípa inn í þegar vandinn er orðinn mikill. Ég er ekkert frekar að vinna þessi verk á vandamálabæjum en þeim sem em til fyrirmyndar. Þeir sem em með alla hluti í góðu lagi vilja gjaman fá álit annarra á þáttum sem gætu orðið þess valdandi að júgurheilbrigði fer á verri veg og setja þá undir lekann áður en hann er orðinn," segir Kristján. Ataksverkefni Hann segist hafa byijað á því fyrir allmörgum ámm að fara í svona vandamálagreiningu ein- göngu á þeim bæjum þar sem vandamálin vom til staðar. Þetta þróaðist síðan upp í það að á síðasta ári bauð hann bændum að skrá sig í átaksverkefni þar sem tekið yrði á greiningu á nær öllum þeim áhættuþáttum sem þekktir em að því að geta valdið júgur- heilbrigðisvandamálum einhverra hluta vegna. Þar má nefna aðstæður í fjósi, fjósbyggingamar, innréttingar, loftræstingu, mjaltakerfið, manninn sjálfan og mjaltatæknina eða efnin sem hann notar. Alls em skráð yfir 80 atriði sem skoðuð em. „Ég ákvað að gera um þetta ramma sem næði yfir alla þessa þætti. Utkoman er þessi mappa. Hún er eins fyrir alla nema fyrstu 5 til 6 blaðsíðumar sem tilheyra hverjum bónda fyrir sig eftir úttekt á búi hans. Annað efhi í möppunni er fræðsluefhi um áhættuþætti eftir VORIÐ NÁLGAST Mikið úrval tækja í vorverkin • Plógar • Fjaðraherfi • Pinnatætarar • Sáðvélar • Valtarar • Áburðardreifarar C3" Wsu/ký Spöttincer • Mykjudælur Vinsamlegast hafið samband sem fyrst til að tryggja afgreiðslu í tíma Þegar gæðin skipta máli Austurvegi 69 • 800 Selfossi • Simi 482 4102 • Fax 482 4108 www.buvelar.is góða menn sem ljáðu mér leyfi sitt til birtingar efnisins og ýmislegt sem bændur þurfa að kynna sér og fara eftir ef þeir vilja hafa hlutina í lagi. Með þessu móti geta bændur séð hvað sagt var um allt er viðkemur þeirra aðstæðum til mjólkurffamleiðslu, hvaða þætti þeir þyrftu að laga og hvað við ræddum um og síðan fræðslu- efhið." A sér ekki hliðstœðu Ataksverkefhið hófst í haust er leið og því of snemmt að segja til um hverju það skilar í lækkandi frumutölu, enda júgurheilbrigði al- mennt gott á svæðinu. Fram- tíðaráætlanir bænda ættu þó að verða markvissari. Kristján segir að gríðarlega mikill áhugi sé hjá bændum fyrir þessu verkefni. Þegar hann kynnti það skráðu sig 105 bændur til þátttöku og enn er að bætast við. Þetta verkefhi á sér enga hlið- stæðu í landinu eins og Kristján vinnur það og gögn á borð við þau sem í möppunni eru ekki til á einum stað annars staðar. Kristján er eini mjólkureftirlitsmaður landsins sem lokið hefur viður- kenndu prófi sem slíkur og vinnur hjá Norðurmjólk sem kostað hefur þetta verkefni. Hann segir að ef mjólkur- framleiðendur annars staðar á landinu hefðu áhuga á að fá svona úttekt yrðu þeir að leita til sinna mjólkureftirlitsmanna og ráðgjafa um að koma á svona verkefhi. Kristján segist tilbúinn að gefa ráð í þessum efhum ef til sín yrði leitað. Bændur athugið! Til afgreiðslu strax á mjög hagstæðu verði: ■ □ Lamborgini 874-90 dráttarvél 88 hö. m/moksturst. 2= □ Same Anteres 100 dráttarvél 100 hö. m/moksturst. og framb. Notuð 1880 vst. a> □ Avant fjósvélar (minivélar) □ Álrampar fyrir minivélar □ Þrítengiskúffa 2,2 m3 z □ Diskasláttuvél 290 cm. Tilb. * □ 4 stj. It. heytætla 580 cm. Tilb. □ Lt. hjólarakstrarvél 2,3-3,5m □ Dragt. hjólarakstrarvél 6 m. Tilb. 111 □ Hnífatætarar 185-250 cm. rr □ Pinnatætarar 300 cm. Tilb □ Fjaðraplógheríi 260 cm. P □ Haughrærur m. vökvastillingu □ Haugsugudælur 6,5-10 þ. l/m □ Barkar og barkatengi □ 6" lokar og stútar * Cd. □ Mykjudæla 2800 Itr./mín. □ Brunadælur □ Vökvayfirtengi, margar stærðir □ Grastætari 190 cm. □ Plöntunarrör (geispur) o □ Snjóblásarar 2,3-2,7 mt. □ Snjóplógar 3 mt. □ Sand- og saltdreifarar Upplvsinaar í síma: 5876065. .Alltaf skrefi framar w \\\\.\ eiar.is (D wKmsm KOlÖ VÉLAR& ÞJéNUSTAHF Hai-'IÐ SAMBAND VID SÖLL'MENN okkab ()(, FÁIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR Þekktir fyrir ÞJÓNUSTU Járnhálsi 2 ■ iio Reykjavík ■ SÍMi: 5-800-200 ■ Fax: 5-800-220 ÓSEYRI 1a ■ 603 Akureyri ■ SÍMI: 461-4040 ■ Fax: 461-4044 www.velar.is • Við bjóðum hin vinsælu eymamerki fyrir búfénað frá Ritcey Tagg. • Sérpöntum númeruð merki í allt að tólf litum. • Frí merkitöng fylgir fyrstu 100 Snapp Tagg merkjunum. • Eigum einnig merkipenna, úðabrúsa og krítar. v * \

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.